Vikan


Vikan - 13.09.1978, Blaðsíða 51

Vikan - 13.09.1978, Blaðsíða 51
steininn, sem minnir á kirkjudyr. Eða skugginn minn að minnsta kosti, árvök- ull og þolinmóður.” „Þetta var réttlæti,” sagði hún þurrlega. „Ekkert annað en réttlæti. Hver getur neitað því?” Brátt kom Katie Cameron með tebakka, og Isabel opnaði augun og settist snöggt upp. „Æ, hvað ég var ókurteis,” sagði hún, „að sofna svona á meðan Jessie-Anne talaði við mig. Er langt síðan hún fór?” „Jessie-Anne?” Katie Cameron varð undrandi á svipinn. „Hún hefur ekkert komið hingað. Hún hefur ekki komið nálægt húsinu í fleiri daga." Hún horfði ringluð á Isabel. „En þetta sendi hún þér með bestu kveðjum.” Hún rétti henni loðna bleika rúm- sokka, og Isabel tók brosandi við þeim. En skugginn hennar var hérna, hugsaði hún. Isabel var yfirmáta hamingjusöm næstu vikurnar. Það var margt, sem þurfti að gera, og í glaðværri ringulreið- inni, sem brúðkaupsundirbúningurinn og veisluundirbúningurinn, mátanir á brúðarkjólnum, sem Tinda var að sauma, aðstoð hennar við kornuppskeru Torquil og sultugerð Katie Cameron ullu, hurfu dökk ský vantraustsins og gufuðu upp í angandi gufunni í eldhúsi Katie Cameron, eða í snjóhvítum knipplingaskýjunum í stofu Tindu. Þegar Isabel fór til Tindu að máta kjólinn, fór faðir Tindu skyldurækinn út og sat á bekk við dyrnar, þar sem hann samdi með sjálfum sér söng til að syngja i brúðkaupsveislunni. í textanum þurftu auðvitað að vera nöfn brúðhjónanna, auk allra ættingja og vina, sem eitthvað komu við sögu á þessum hátíðlega degi. Slikur söngur var hefð, og Seamus MacDonald hélt fast við siíkar hefðir sem óopinbert skáld og söngvasmiður eyjarinnar. Katie Cameron var ákveðin í að flytja úr húsinu i kofann þar sem hún bjó fyrst eftir að hún gifti sig og þar sem Torquil fæddist. „Tveimur konum í sama eldhúsi semur aldrei,” sagði hún, þegar Torquil og Isabel reyndu að telja hana á að búa áfram hjá þeim í stóra húsinu. „Það fer ágætlega um mig í kofanum, og við heimsækjum sjálfsagt hvert annað daglega.” „Torquil, ég þarf að fá nýja króka fyrir myndirnar mínar. Isabel, ég ætla að taka Einvaldinn í Dalnum og Hvenær sástu föður þinn síðast? Ég vona að þér sé sama, en þetta eru uppáhaldsmynd- irnar mínar, og þú vilt sjálfsagt setja upp þínar uppáhaldsmyndir. „Angus — gáðu hvort þú finnur ekki gleraugun mín. Ég þarf að gera nýjan lista — ég týndi hinum.” 1 ágúst kom úlnliður Isabel hvítur og rakur að sjá úr gipsinu, og hún eyddi einu síðdeginu í að merkja við á lista með brúnu hendinni en veifa þeirri fölu út um gluggann, svo sólin næði að dekkja hana líka. Eitt kvöldið reikuðu Torquil og Isabel um á ströndinni, og nutu fágætrar einverunnar , því annirnar virtust sífellt aukast eftir þvi sem brúðkaupsdagurinn nálgaðist meira. Loftið var kyrrt og hlýtt, og grassvörðurinn þéttur undir fæti. Þau fóru framhjá staðnum, þar sem Angus hafði einu sinni.fyrir þvi sem virtist vera langa löngu, sýnt henni hreiður ostru- veiðimannanna. Nú voru brómberin að þroskast á runnunum — nú myndi hún vera hér og hjálpa til við tínsluna. Það var búið að gera ylliblómavínið og setja það á flöskur — nú myndi hún hjálpa til við að drekka það um jólin. Það var einkennilegt, hvað framtíð hennar var önnur en á þessum löngu liðnu júnídögum, þegar stefna hennar virtist vera óbreytanleg í átt til Clive, London, vinnunnar. Þá hafði höndin, sem hún hélt í, verið grönn, slétt og vel hirt, og öxlin, þar sem hún hallaði höfði sínu, verið klædd dýru skinni eða kasmírull. Nú var hönd hennar grafin i hnefa sem var harður, ferhyrndur og sigg- gróinn, með nöglum, sem oft voru brotnar og óhreinar, og maðurinn við hlið hennar virtist alltaf hafa verið hluti af lífi hennar, eins og fortið, nútíð og framtíð hefðu loks runnið saman í samræmda heild fyrir þau tvö. „Allt hluti af mynstrinu,” fannst henni hún heyra Jessie-Anne segja. Bylgja gleði og ástar streymdi um hana, og hún snarsnéri sér að Torquil og fleygði sér í faðm hans — spennti líkama sinn í faðmlögum hans og heyrði mjúkan hlátur... hennar eigin eða hans? ... nær, nær, nær, sagði röddin ... hennar rödd eða hans? Jörðin hvarf undan fótum þeirra og um þau þyrlaðist hlýtt myrkur og lukti þau inni í heimi, þar sem einu hljóðin voru niður blóðsins í eyrum þeirra og eitt og eitt orð á stangli. Torquil varð fyrri til að draga sig i'hlé, rödd hans var hás og sjáöldur hans samandregin eins og tituprjónshausar. Hann hallaði sér blíðlega frá henni, og strauk hárið mjúklega frá andliti hennar. „Ó, stúlka, stúlka — það eru ekki nema fáeinir dagar enn, en nú virðist mér þeir vera heil eilífð.” Isabel brosti titrandi brosi. „Eftir viku frá þessu kvöldi verðum við saman —.” FramhalUí nœsta blaöi. Nú getum við boðið þessi finnsk-hönnuðu sófa- sett með leðuráklæði. Framleiðum þau einnig með áklæðum eftir eigin vali. Eigum margar tegundir af leðursófasettum. Lítið inn! Veríð veikomin! I—i—il iKJORGARDI SÍMI 16 975 SMIDJUVFGI6 SÍMI 44544 37. TBL.VIKAN 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.