Vikan


Vikan - 13.09.1978, Blaðsíða 55

Vikan - 13.09.1978, Blaðsíða 55
I Hann fór út I lönd Kæri Póstur. Ég vil biðja þig að leysa smá vanda. Svo er mál með vexti að ég er svaka hrifin af einum strák og hann af mér. En svo fór hann út í lönd og er ný- kominn heim, og ég veit ekki hvort hann er ennþá hrifinn af mér. Á meðan hann var úti kynntist ég einum strák, sem var svaka sætur við mig, og er ofsalega hrifinn af mér. Mér finnst hann líka ofsa sætur. Og nú kæri Póstur get ég ekki gert upp á milli þeirra. Segðu mér nú hvað ég á að gera. Með fyrirfram þökk, D.Þ.A. Jæja, þú getur í það minnsta ekki kvartað yfir þvi að enginn sé hrifinn af þér! Taktu þann, sem þú ert hrifnari af, einföld lausn! Sestu nú niður, skrifaðu alla kosti þeirra og galla, og haltu þig svo að þeim, sem þér finnst þú eiga meira sameigin- legt með... Ertu ekki sam- mála því? Elsku Póstur! Þannig er mál með vexti að ég er með strák, sem er á sjó, og ég er að vinna úti á landi. Ég skrifa honum a.m.k. einu sinni I viku, en fæ aldrei neitt svar frá honum. Hann hringir mjög sjaldan (kannski svona 1—2 í mánuði). Stundum segisi hann ætla að koma, en kemur svo aldrei. Ég skil ekki af hverju hann hringir stundum, ef hann er búinn að missa áhugann á mér. Svo skil ég heldur ekki af hverju hann er að segjast ætla að koma að heimsækja mig en kemur svo ekkert. Hann gæti þá alveg eins sleppt því að segjast ætla að koma. Ertu ekki sammála því? Ég tek það fram að ég er ofsalega hrifin af þessum strák, og mér líður þess vegna mjög illa út af þessu. Gerðu það nú elsku Póstur, ekki segja; „Hættu bara að hugsa um hann og finndu þér einhvern annan. ” Getur þú nokkuð hjálpað mér? R.Ó.R.B. Viltu nú ekki bíða róleg, þar til þið eruð bæði komin heim, og athuga þá hvort þetta lagast ekki? Hann er kannski penna- latur með afbrigðum, og þú veist nú sjálf að símtöl út á land geta verið ansi hreint dýr. Það er vel líklegt að það sé ekki af áhuga- leysi, þótt þú heyrir svona sjald- an frá honum, — hann virðist alla vega ekki vilja missa þig alveg. Auðvitað á hann ekki að vera að gefa þér einhverjar gylli- vonir, en kannski kemst hann bara ekki frá störfum sínum til að heimsækja þig. Bíddu róleg, þetta hlýtur alit að lagast. Unglingabólur Kœri Póstur. Ég er með unglingabólur, eins og margir eru með. Ég ætla að biðja þig að leysa þetta með einhverjum ráðum. Þetta erfyrsta bréfið, sem égsendi þér, Póstur kær, og vonast eftir birtingu. Sverrir J.M. Þú getur keypt þér „bólumorð- ingjann” í apóteki, en þó vil ég heldur ráðleggja þér að fara til húðsjúkdómalæknis, sem getur bent þér á hvaða áburð þú getur notað. Þið unga fólkið gerið allt- of lítið af því að leita til lækna með vandamál ykkar. Heimilisfang pennavina- klúbbsins Kæri Póstur! Viltu vera svo góður að segja mér heimilisfangið á pennavinaklúbbnum I Finn- landi. KSV Heimilisfangið er: International Youth Service, Turku, Finland. Eitt og annað Kæri Póstur ... Svo er mál með vexti að ég skotin I strák, sem var með r í bekk og ég held að hann sé skotinn í mér (ekki viss). Við erum bæði feimin að tala hvorl við annað. Ég hef aldrei talað við hann, sem heitið getur. Ég vona að heppnin verði með þér að leysa þetta mál. Hér koma nokkrar spurningar: 1. Hvað færðu mörg bréf á viku? 2. Finnst þér gaman að þessu starfi. 3. Þarf maður endilega að birta nafn sitt í Vikunni? Getur maður ekki bara skrifað dulnefni? Bæ, Ein I vanda stödd. Farðu nú ekki að verða alvar- lega skotin fyrr en þú hefur að minnsta kosti talað við hann! Hann er kannski alveg hund- leiðinlegur og óspennandi, þegar þú ferð að kynnast honum. Þú kynnist honum kannski betur þegar skólinn byrjar aftur hjá ykkur, og þá geturðu bara skrif- að mér aftur, ef hann skyldi nú vera alveg þrælskemmtilegur... Ég er löngu hættur að hafa tölu á bréfunum, sem mér berast, það er misjafnlega mikið eftir árstíðum og öðru, en ætli þau séu ekki að meðaltali svona um 20—30 á viku. Auðvitað finnst mér gaman að þessu starfi, ann- ars væri ég ekki að þessu! Það á alltaf að úndirrita bréf fullu nafni, hvort sem það er bréf til Póstsins eða einhvers annars, það er bara kurteisi. Að sjálf- sögðu er hægt að láta dulnefni fylgja, eins og flestir gera, en það er algjört skilyrði að Póstur- inn viti hið rétta nafn bréfritara, þau eru ófá bréfin, sem hafa lent í ruslakörfunni, vegna þess að fullt nafn og heimilisfang vantar undir. — Þú ættir kannski að losa myndavélarnar af honum! 37. TBL.VIKAN 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.