Vikan


Vikan - 13.09.1978, Blaðsíða 41

Vikan - 13.09.1978, Blaðsíða 41
POPPFRÆÐIRIT VIKUNNAR: HALLDÓR ANDRÉSSON FYRSTI HLUTI MOODY BLUES: MAÍ1964 Mike Pinder: Hljómborð, söngur / Ray Thomas: Flauta, söngur og óbó / Greame Edge: Trommur og söngur / Danny Laine: Söngur og gitar / Clint Warwick: Bassagítar og söngur. MOODY BLUES 2: JÚLÍ1966 Mike Pinder / Ray Thomas / Greame Edge / Danny Laine / Rod Clarke: Bassagítar. MOODY BLUES 3: NÓVEMBER 1966—JÚLÍ 1974; ENDURREIST1 APRlL 1978. Mike Pinder / Ray Thomas / Greame Edge / John Lodge: Bassagítar, munnharpa, saxófónn og söngur / Justin Hay- ward: Gítar, píanó, sítar og söngur. O MOODY BLUES Þótt hljómsveitin Moody Blues hafi legið í hýði um fjögurra ára skeið selst nýútkomin plata þeirra „Octave” i gifurlegum upplögum um mest- allan heim. Hljómsveitin Moody Blues var stofnuð i maimánuði 1965 af þrem meðlimum úr hljómsveit er nefndist M&B5, sem var skírð eftir klúbbnum s6m þeir léku í, Mitchell’s & Butler’s í Birmingham. Þessir þrír voru Denny Laine, Clint Warwick og Greame Edge. Allir voru þeir vel kunnir öllum hnútum hljómsveitalífsins, þegar Moody Blues var stofnuð. DENNY LAINE, sem fæddist á skipi út frá Jersey ströndinni í Eng- landi 29. október 1944, í mesta hávaða seinni heimstyrjaldarinnar, var upphaflega skírður Brian Hines. En þegar hann hafði stofnað hljómsveit- ina DIPLOMATS kom upp sú hugmynd að hann breytti nafni sínu í eitt- hvað sem byrjaði á d, og að öllum likindum hefur hann haft eitthvert dá- læti á söngvaranum Frankie Laine, sem þá var vinsæll, og fengið hans nafn að láni sem eftirnafn. í Diplomats voru með Denny t.d. Bev Bevan núverandi meðlimur Electric Light Orchestra og fyrrverandi meðlimur Move, auk Roy Wood, fyrrverandi meðlims í Move, Tony Sheridan, Electric Light Orchestra, Wizzard og nú síðast með Wizzo. CLINT WARWICK, sem líka hafði breytt um nafn, hið rétta nafn hans var Clinton Eccles, fæddist í Birmingham 25. júní 1949. Áður en hann gekk í M&B5 hafði hann getið sér góðan orðstlr sem bassagítarleikari með hljómsveit.sem hét Rainbows. GREAME EDGE, fæddist í Rochester í Staffordshire 30. mars 1944 en ólst upp í Birmingham og var búinn að vera í mörgum hljómsveitum, þegar hann kynntist Laine og Warwick í M&B 5. Hinir tveir, sem voru með í stofnun Moody Blues, Ray Thomas og Mike Pinder, voru þó nokkuð eldri en gekk og gerðist í poppinu, 22 ára. RAY THOMAS, fæddur i Stourport-On-Severn 19. desember 1942, hafði verið i hljómsveitinni E1 Riot & The Rebels, og hafði kynnst Bítlun- um á bernskuárum hljómsveitarinnar, þegar þessar hljómsveitir léku saman í klúbbum. MIKE PINDER hafði líka kynnst Bítlunum áður en þeir náðu frægð- inni, þegar hann var i hljómsveitinni Crew Cats, sem lék í Hamborg á sama tíma og Bítlarnir. Allir voru þeir færir hljóðfæraleikarar og gátu skipt hljóðfærunum á milli sín. Laine lék t.d. á gítar, píanó, trommur, bassagítar, munnhörpu og ukelele, auk þess að vera aðalsöngvari. Pinder lék á hvaða hljómborð sem var, gítar og bassagítar og söng mikið. Meira að segja Greame Edge var vel fær á píanó auk trommanna. Moody Blues lék ekki lengi í Birmingham áður en orðrómurinn um hina góðu hljómsveit barst til höfuðborgarinnar, London. Þeim var því strax boðið að leika á mánudagskvöldum i Marquee klúbbnum í stað Manfred Mann.sem höfðu átt það kvöldið áður, en voru nú komnir á vinsældarlista og í konsertferðir. Og Moody Blues þurfti ekki að bíða lengi. Þótt fyrsta litla platan næði ekki vinsældum, tóku margir eftir henni („Loose Your Money”) og næsta lag á eftir sló fullkomlega í gegn, fór í fyrsta sæti í Bretlandi og áttunda í Bandaríkjunum. 37. TBL. VIKAN 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.