Vikan


Vikan - 13.09.1978, Side 41

Vikan - 13.09.1978, Side 41
POPPFRÆÐIRIT VIKUNNAR: HALLDÓR ANDRÉSSON FYRSTI HLUTI MOODY BLUES: MAÍ1964 Mike Pinder: Hljómborð, söngur / Ray Thomas: Flauta, söngur og óbó / Greame Edge: Trommur og söngur / Danny Laine: Söngur og gitar / Clint Warwick: Bassagítar og söngur. MOODY BLUES 2: JÚLÍ1966 Mike Pinder / Ray Thomas / Greame Edge / Danny Laine / Rod Clarke: Bassagítar. MOODY BLUES 3: NÓVEMBER 1966—JÚLÍ 1974; ENDURREIST1 APRlL 1978. Mike Pinder / Ray Thomas / Greame Edge / John Lodge: Bassagítar, munnharpa, saxófónn og söngur / Justin Hay- ward: Gítar, píanó, sítar og söngur. O MOODY BLUES Þótt hljómsveitin Moody Blues hafi legið í hýði um fjögurra ára skeið selst nýútkomin plata þeirra „Octave” i gifurlegum upplögum um mest- allan heim. Hljómsveitin Moody Blues var stofnuð i maimánuði 1965 af þrem meðlimum úr hljómsveit er nefndist M&B5, sem var skírð eftir klúbbnum s6m þeir léku í, Mitchell’s & Butler’s í Birmingham. Þessir þrír voru Denny Laine, Clint Warwick og Greame Edge. Allir voru þeir vel kunnir öllum hnútum hljómsveitalífsins, þegar Moody Blues var stofnuð. DENNY LAINE, sem fæddist á skipi út frá Jersey ströndinni í Eng- landi 29. október 1944, í mesta hávaða seinni heimstyrjaldarinnar, var upphaflega skírður Brian Hines. En þegar hann hafði stofnað hljómsveit- ina DIPLOMATS kom upp sú hugmynd að hann breytti nafni sínu í eitt- hvað sem byrjaði á d, og að öllum likindum hefur hann haft eitthvert dá- læti á söngvaranum Frankie Laine, sem þá var vinsæll, og fengið hans nafn að láni sem eftirnafn. í Diplomats voru með Denny t.d. Bev Bevan núverandi meðlimur Electric Light Orchestra og fyrrverandi meðlimur Move, auk Roy Wood, fyrrverandi meðlims í Move, Tony Sheridan, Electric Light Orchestra, Wizzard og nú síðast með Wizzo. CLINT WARWICK, sem líka hafði breytt um nafn, hið rétta nafn hans var Clinton Eccles, fæddist í Birmingham 25. júní 1949. Áður en hann gekk í M&B5 hafði hann getið sér góðan orðstlr sem bassagítarleikari með hljómsveit.sem hét Rainbows. GREAME EDGE, fæddist í Rochester í Staffordshire 30. mars 1944 en ólst upp í Birmingham og var búinn að vera í mörgum hljómsveitum, þegar hann kynntist Laine og Warwick í M&B 5. Hinir tveir, sem voru með í stofnun Moody Blues, Ray Thomas og Mike Pinder, voru þó nokkuð eldri en gekk og gerðist í poppinu, 22 ára. RAY THOMAS, fæddur i Stourport-On-Severn 19. desember 1942, hafði verið i hljómsveitinni E1 Riot & The Rebels, og hafði kynnst Bítlun- um á bernskuárum hljómsveitarinnar, þegar þessar hljómsveitir léku saman í klúbbum. MIKE PINDER hafði líka kynnst Bítlunum áður en þeir náðu frægð- inni, þegar hann var i hljómsveitinni Crew Cats, sem lék í Hamborg á sama tíma og Bítlarnir. Allir voru þeir færir hljóðfæraleikarar og gátu skipt hljóðfærunum á milli sín. Laine lék t.d. á gítar, píanó, trommur, bassagítar, munnhörpu og ukelele, auk þess að vera aðalsöngvari. Pinder lék á hvaða hljómborð sem var, gítar og bassagítar og söng mikið. Meira að segja Greame Edge var vel fær á píanó auk trommanna. Moody Blues lék ekki lengi í Birmingham áður en orðrómurinn um hina góðu hljómsveit barst til höfuðborgarinnar, London. Þeim var því strax boðið að leika á mánudagskvöldum i Marquee klúbbnum í stað Manfred Mann.sem höfðu átt það kvöldið áður, en voru nú komnir á vinsældarlista og í konsertferðir. Og Moody Blues þurfti ekki að bíða lengi. Þótt fyrsta litla platan næði ekki vinsældum, tóku margir eftir henni („Loose Your Money”) og næsta lag á eftir sló fullkomlega í gegn, fór í fyrsta sæti í Bretlandi og áttunda í Bandaríkjunum. 37. TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.