Vikan


Vikan - 13.09.1978, Blaðsíða 34

Vikan - 13.09.1978, Blaðsíða 34
JEFFHELLER: Ekkja milljónamæringsins Símon Napp vann fyrir brauði sínu sem hjónabandssvikari. Svo einfalt var það. Eftir þriðja skilnaðinn var banka- innistæðan betri og ánægjulegri en nokkru sinni fyrr. Þar að auki hafði hann misst tvær eiginkonur — og erft þær. Hvernig hann fór að því skal þó látið ósagt. Hann hafði þegar fengið augastað á næsta fórnardýrinu. Hún hét Geneviéve Palley, og hafði misst mann sinn fyrir þremur árum. Eiginmaðurinn, sem framleiddi raftæki, hafði látið eftir sig blómlegar verksmiðjur í fjórum löndum — og umtalsverða líftryggingu. Gene- viéve heimsótti verksmiðjur sínar tvisv- ar á ári í einkaflugvél. Hún hafði fyrsta flokks framkvæmdastjóra fyrir verk- smiðjunum, sem sáu um að þær héldu áfram að mala gull handa hinni feit- lögnu frú Palley. Símon Napp átti sér ævintýralegan feril, en frú Geneviéve Palley var þófeit- asti bitinn af öllum — í orðsins fyllstu merkingu. Hann gerðu sér grein fyrir að ekki dugði að treysta bara á Guð og gæfuna, er draga skyldi svo feitan fisk að landi. Þess vegna hafði hann gert nákvæma áætlun, sem byggðist á hinni einu sýni- legu ástríðu frúarinnar. Hún var gjör- samlega forfallin í stjömuspeki, spákonur og sálarrannsóknir. Hún tók sér aldrei neitt fyrir hendur án þess að leita ráða frú Wöndu Wolley, sem tók drjúgan skilding fyrir að lesa framtið hennar og annarra i teblöðum, spilum og gljáandi kristalskúlu. Símon Napp lagði leið sína til völvu þessarar, sem bjó í gömlu húsi i austurhluta borgarinnar. — Nafn mitt er Símon Napp. Ég talaði við yður í sima í gær. — Ég man eftir því, svaraði völvan. Litað, svart hárið var greitt I strengileg- an hnút í hnakkanum, andlitið var eins og máluð gríma. Augun glóðu eins og svartir tinnusteinar. — Þér þarfnist ráða minna. Þér sögðuð að það væri eitthvað í sambandi við viðskipti... — Það er laukrétt, kæra frú. Napp settist andspænis henni við borð, klætt rauðu flaueli. Á miðju borðinu glampaði á kristalskúluna. — Það er I sambandi við einn af við- skiptavinum yðar... frú Palley ... — Ég þekki frú Palley mjög vel. Ég kynntist henni fyrir tveimur árum, og siðan gerir hún ekkert nema hún leiti ráða hjá mér fyrst. — Það er best að snúa sér strax að efninu. Ég þarfnast meira en góðra ráða, frú Wolley. Ég þarfnast líka hjálpar yðar. — Og hvað kemur það viðskiptavini mínum við? — Ég er ákaflega rómantískur ... yður er óhætt að trúa því. En ég er líka raunsær, hliðra mér ekki hjá þvi að horf- ast i augu við staðreyndir. Ég er ekkju- maður — og mér fellur einlífið illa. Ég er að leita mér að konu, sem hjálpar mér yfir einmanaleikann — en hvers vegna skyldi hún endilega vera fátæk? Lífið er svo miklu þægilegra, ef maður á dálitla peninga. Eruð þér ekki sammála? — Og frú Palley er mjög auðug...? — Já, hún er auðug. Og hún er líka konan, sem ég elska. Er nokkur synd að elska konu, sem á peninga? — Þér eruð að minnsta kosti heiðar- legur, herra Napp. Nei, það er engin synd að elska ríka konu. — Og þrátt fyrir tengsl yðar við ann- an heim, eruð þér hreint ekki svo frá- bitin arðbærum viðskiptum? Er það rétt hjá mér? Hún brosti. — Haldið áfram, herra Napp. Simon Napp tók upp peningaveskið. Málverkasalurinn var við hliðargötu frá Lexington Avenue. Símon hafði beð- jð þar i hálftíma og honum dauðleiddist. Hann virti fyrir sér æpandi litadýrðina í myndum eftir ungan, pólskan málara, sem frú Palley hafði tekið undir sinn verndarvæng. Skyndilega barst að vitum hans kitlandi ilmavatnslykt. Hann snéri sér við. Bak við hann stóð frú Palley. Líf- stykkið megnaði ekki að hemja hinn svellandi likamsvöxt hennar undir víðum silkikjólnum. Henni virtist brugð- ið. — Afsakið, en ... — Þekkjumst við kannski, kæra frú, spurði Símon, djúpri, tælandi röddu. — Mér finnst eins og ég kannist við yður... Hún brosti ástleitnu brosi. — Nei, ég held ekki... En ... — En hvað? — Vinkona mín, sem oft hefur gefið mér góð ráð, sagði að ég mundi kynnast manni ... Manni með dökkt, hrokkið hár og djúpa rödd, klæddum bláröndótt- um fötum og með gráan hatt á höfðinu. Og með lilju í hnappagatinu. Þetta er alveg ótrúlegt... — Það er svo ótalmargt milli himins og jarðar, sem við hvorki skiljum né getum útskýrt. Örlög, kæra frú... Hann bauð henni arminn. — Leyfist mér að bjóða yður kaffi- bolla? Svo við getum rætt þetta nánar með örlögin? Þar með var ísinn brotinn. 1 kjölfarið fylgdu svo leikhúsferðir — auðvitað frumsýningar — kampavín og kaviar á dýrustu veitingahúsunum og stefnumót í litlum kökuhúsum. Það lá í augum uppi að Geneviéve Palley og Símon Napp voru að draga sig saman. Eftir nokkrar vikur heimsótti Símon völvuna á ný. — Ég átti ekki von á að sjá yður aftur, sagði hún. — Þér hafið svo sannarlega unnið fyrir þessum þúsund dölum, frú Wolley. En nú þarf ég aftur á hjálp yðar að halda. Hefur frú Palley heimsótt yður? — Já, en hún kemur ekki jafn reglu- lega og áður. — Nei, hún eyðir mestu af tíma sínum með mér. Hefur hún kannski minnst eitthvað á mig? — Vissulega. Hún er mjög hrifin af yður. — Ekkert meira? — Hún vildi vita, hvort þér hefðuð í hyggju að biðja hennar. — Og hverju svöruðuð þér? — Auðvitað játaði ég því — alveg eins og þér sögðuð mér að gera. — Hvernig brást hún við? — Ekki nógu vel. Sagðist ekki geta Það atansa flestir i Staðarskála. /TAmtm 34 VIKAN 37. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.