Vikan - 13.09.1978, Blaðsíða 46
Framhaldssaga
eftir
Eleanor Ross
Þaö, sem gerst hefur:
Isabel fer til evjar forfeðranna eftir
andlát foreldra sihná og kynnist þar
mörgum sérstæðum manngerðum.
Jessie-Anne, — gömul kona með vald
yfir huldum öflum, — Flora, ung kona
meá hættuiegt augnaráð, — Torquil,
dökkeygi maðurinn með dularfullu for-
tíðina og — Mary-Chaterine, sem lést
á dularfullan hátt.
Hún hefur ekki lengur vald á eigin
hugsunum og sér bæði-liðná og öorðna
atburði. Er þetta allt imyndun, eða ... ?
Hún teygði sig upp og dró höfuð hans
niður, svo hann gæti kysst hana.
„Ég lofaði að segja þér allt af létta, og
það ætla ég að gera núna, ef þú kærir
þig um að hlusta,” sagði Torquil eftir
nokkra stund. Og svo sagði hann henni
frá Mary-Catherine.
Hann og Mary-Catherine höfðu
byrjað að draga sig santan þegar i æsku,
byrjaði Torquil, og svo fór hún í skóla til
Glasgow og var þar í þrjú eða fjögur ár
eftir það, og kenndi. Eitt árið kom hún
heim i frí, og þá höfðu þau Torquil orðið
ástfangin á nýjan leik. og ákveðið að
gifta sig.
„Það eru næstum niu ár síðan þetta
var.” Rödd Torquil var þvinguð, og Isa-
bel greip fastar um hönd hans.
Mary-Catherine hætti að vinna og
kom heim til að undirbúa allt fyrir brúð-
kaupið og nýja heimilið þeirra.
Fyrst I stað virtist hún jafn ánægð og
hamingjusöm og hann, og var alltaf
önnum kafin. Hún vingaðist við Floru
McLean, sem var góð saumakona, og
hjálpaði henni með brúðarkjólinn. Það
var kannski dálitið skritið, því stúlkurn-
ar tvær höfðu aldrei verið neitt sérlega
góðir vinir áður.
Svo breyttist skap Mary-Catherine
smáni saman. Hún varð eirðarlaus og
þunglynd — talaði um vonda draunta,
að henni fyndist vera fylgst nteð sér og
hún elt.
Sérlega talaði hún um það, að henni
fyndist stór, grár köttur ofsækja sig. þvi
hann var alltaf að verða á vegi hennar.
Þessi tilfinning varð að hálfgerðri þrá-
hyggju, og virtist alltaf hvila þyngra og
þyngra á henni.
Torquil gerði hlé á máli sinu. og sat og
strauk hönd Isabel um stund, áður en
hann hélt áfram.
„Hún og Ross bróðir Floru virtust
vera ntikið saman. Ég ætti kannski að
orða það svo, að Ross hafi verið að eltast
við hana, og ég varð liklega afbrýði-
samur."
Þau rifustu og skiptust á hörðum
orðunt.
„Núna saka ég sjálfan mig unt það
sem gerðist,” sagði Torquil þvingaðri
röddu. „Ég var svo óþolinntóður þá.”
Hún hætti sntáni saman að unt-
gangast hann og vini sina, hitti hann
sjaldan og neitaði að ákveða daginn fyrir
brúðkaupið. en i þau fáu skipti sem hann
hitti hana eina, þá lýsti hún þvi yfir af
mikilli ástriðu að hún elskaði hann enn.
„Ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð. Ég.
hafði ekki hugmynd um það, hverju ég
ætti að trúa,” sagði Torquil hljóðlega.
Loks hélt hún sig algerlega heinia við
hjá föður sinum, rosknum ekkjumanni.
og neitaði að hitta nokkurn rnann nenta
Floru.
Frú Canteron vissi, hvað hijáði Mary-
Catherine, en Torquil vissi ekkert fyrr
að; taka fallegar fjolskyltltim.vndlr, Tækn
inní hefur fleygt fram og með lítilli eða
stðrri Olympus-inyndavcl er nánast barna
leikur að fá allar myndir skýrar og ve
heppnaðar.
grunar. Fyrir aðeins 31.500 kr. má fá
fyrsta fiokks myndavél ineð jnnbyggðum ;,;
ljósmæli og 35 mm filrou. Ferðauiyndimar f /
ár munu ekki brcgðast cf fjölskyldan fær
scr Olympus.
..' . -,.. '.
usturstrœti
en hún fór til Port Ellen. Angus fæddist
fáeinum dögum siðar.
„Þú getur kannski gert þér i hugar-
lund. hvernig mér leið.” sagði Torquil.
og rödd hans var hrjúf. „Ég hefði aldrei
trúað þvi. að Mary-Catherine — ég get
ekki, ég get aldrei trúað þvi að hún hafi
af fúsunt og frjálsum vilja — hver sá
sem á Angus — hann hefur beitt valdi.
„Ég kontst aldrei að því, hver faðirinn
var. Mig grunaði margt. en ég ýtti þeint
grun eins langt frá mér og ég gat. þvi ef
ég hefði leyft mér að hugsa um það. þá
veit Guð. aðég hefði drepið hann."
Mary-Catherine neitaði algerlega að
feðra barnið, og hélt þvi einu fram, þeg-
ar slúðrið var í hámarki, að það væri
ekkiTorquil.
Hann fór á fund hennar, þvi hann
elskaði hana enn. Hann vildi giftast
henni og búa henni og baminu heimili.
Hún hélt dauðahaldi í hann og grét á
meðan hann huggaði hana. Eftir
nokkra stund fór hann ánægður í burtu í
þeirri trú, að allt yrði gott, og að þau
gætu kannski bjargað einhverju af róm-
antískum æskudraumum sínum.
En þegar hann reyndi aftur að hitta
hana, neitaði hún að tala við hann og
þegar hann gafst ekki upp, flutti hún til
Floru i Kastalaþorpi og tók mánaðar-
gamalt barnið með sér.
Dag nokkurn skildi hún svo barnið
eftir i vagninunt fyrir utan hús Floru,
gekk til kastalans, klifraði upp brotna
stigann og henti sér niður á klettana
fyrir neðan.
Torquil gerði langt hlé á sögu sinni og
horfði á vegginn gegnt sér. Svo herti
hann sig upp, og hélt áfram.
Hann og móðir hans ákváðu að taka
barnið að sér, og eftir nokkurn tíma ætt-
leiddi hann drenginn og skírði hann
Angus eftir föður sinum.
Flora hafði verið elskuleg, mjög elsku-
leg, og kom oft fyrst I stað til að hjálpa
móður hans með barnið, en þeim frú
Cameron hafði aldrei samið. Flora kom
sjaldnar og sjaldnar og hætti loks alveg
að koma.
Hann hafði sjálfur verið þakklátur
fyrir góðvild Floru, en leið aldrei vel i
návist hennar, og hafði reyndar smám
saman farið að finna til mikillar andúðar
á henni.
„Ég var kannski afbrýðisamur, þvi
hún virtist ráða meira yfir Mary-Cather-
ine en ég gerði,” sagði hann.
Þannig liðu árin. Torquil hélt sinum
fyrri sið við sjómennsku og jarðyrkju.
Ein árstíðin tók við af annarri, Angus óx
úr grasi i umsjá ömmu sinnar og pabba,
og kvalið hjarta Torquil öðlaðist smám
saman frið.
Hann hafði aldrei fundið hjá sér neina
þörf fyrir nýja ást, og hafði reyndar ekki
búist við því að verða nokkru sinni ást-
fanginn aftur fyrr en lsabel kom.
Hann brosti ijúfu, þreytulegu brosi.
„Ég elska þig Isabel. Þú kemur hjarta
mínu til að slá.” Hann starði á hendur
sínar og rödd hans var lágvær og svolitið
dapurleg. Eftir stutta þögn bætti hann
46 VIKAN 37. TBL.