Vikan


Vikan - 13.09.1978, Blaðsíða 17

Vikan - 13.09.1978, Blaðsíða 17
Framhaldssaga eftir HAMMOND INNES Forsagæ ÍMontc Cristallo suöur í ítölsku Ölpunum stcndur skíða'skáli hátt uppi i fjalli. Knglcs kvikmyndalcikstjóri hcfur hcðið vin sinn Ncil Blair að hcimsækja þcnnan skála og í fylgd mcð honum cr Joc Wcsson kvikmyndatökumaður. Þcir ciga að láta lita svo út scm þcir scu að undirhúa kvikmyndatöku á staðnum, cn raunin cr þó allt önnur. A stríðsárunum var mikill gullsjóður fal- inn þarna og hafa ýmsir mcnn — sumir æði skuggalcgir — hug á að klóíesta hann. Llppgjörið hcfst þcgar F.nglcs kcmur til skálans. Af þvi að, eins og þú sagðir, þurfti ég ekki lengur á þér að halda,” svaraði hann kuldalega. „Þú veist ekki einu sinni. hvar gullið er. Carla. er það? Aumingja Heinrich þinn, sem þú elskaðir svo heitt, sagði þér það aldrei. Hann drap marga til þess að ná i þetta gull. Hann skaut þá og gróf þá hérna uppi. Þegar hann hafði lokið þessu erfiði, var hann svo sem ekki að segja litlu hórunni, sem hann hafði nælt sér í i Milanó, frá því.” „Þinn ...” Skyndilega braut Carla glasið sitt á borðröndinni og þeytti brotnum leifum þess að Mayne. En hann beygði sig snögglega niður, þreif um úlnlið hennar og sneri hana niður í gólfið. Þannig hélt hann henni fastri. en hún reyndi árangurslaust að klóra hann í framan með eldrauðum nöglum sínum. Það var þá, sem Valdini og Keramikos komu inn i barstofuna. Ég tók ekki einu sinni eftir því, þegar Valdini þreif til byssunnar. Hann var bersýnilega mjög æfður I þeirri kúnst. Ég sá hann útundan mér. Hann var bak við Keramikos. Báðum mönnunum brá illilega, [vegar jveir komu inn. Carla kallaði eitthvað á ítölsku — eða ef til vill sikileysku, því að ég skildi það ekki. Og skyndilega birtist skammbyssa í hendi Valdinis. „Hafið ykkur hæga, herrar mínir," sagði hann smeðjulega og nokkuð valds- mannslega vegna byssunnar. „Ég er fyrirtaks skytta. Hreyfið ykkur ekki. Sleppið greifynjunni, Mayne.” Mayne sleppti takinu af Cörlu, og hún féll á gólfið. Síðan reis hún á fætur og náði í brotna glasið. Hún kreppti hnefann utan um glasið og leit á Mayne. Andlit hennar var afmyndað af bræði. Hún lét skina í tennurnar, og augu hennar loguðu af hatri. Við vorum ekki i vafa um, hvað hún ætlaði að gera við brotna glasið. Hún gekk rólega í áttina til Maynes. hreyfingar hennar voru HLUTI mjúkar. en ógnandi. Það fór titringur um neðri kjálkann á Mayne, þar sem örið var, og hann kingdi tvisvar. Við gátum ekkert aðhafst. Það hafði verið eitthvað í fari Valdinis, sem sannfærði okkur um, að hann myndi ekki hika við aðskjóta. Það var þá, sem Joe kom hljóðlega inn. Hann var að athuga nokkrar Ijós- myndafilmur. Það fyrsta, sem hann kom auga á, var byssan í hendi Valdinis. „Guð minn góður,” sagði hann. „Þér ættuð ekki að miða byssunni á fólkið hérna. Þér gætuð hleypt óvart af. Má ég sjá, hvort hún er hlaðin.” Hann rétti út höndina og tók byssuna af V aldini. Við hreyfðum okkur ekki. Við vorum svo undrandi. Og Valdini var mest hissa. Ég veit, að þetta er ótrúlegt. En ég fullvissa yður um, að þetta var nákvæmlega það, sem kom fyrir. Joe gekk inn og tók byssuna af Valdini. Og Valdini leyfði honum að taka hana. Eina skýringin er sú, að Joe var ekkert hræddur. Honum datt aldrei í hug', að Valdini væri reiðubúinn til að skjóta. Og vegna ftess. að hann var allsendis óhræddur, missti Valdini móðinn. Joe tók skothylkin úr byssunni og leit reiðilega á Valdini. „Gerið þér yður grein fyrir þvi. að byssan er hlaðin?" Hann hristi höfuðið og muldraði eitt- hvað um „fávitaskap” og rétti honum siðan byssuna ogskothylkin. Þetta hafði sömu áhrif á okkur, eins og hellt væri yfir okkur ísköldu vatni. Við urðum rólegri. Mayne tók upp glas sitt. Carla róaðist. Við héldum áfram að drekka og vorum hin eðlilegustu. Það var eins og kippt hefði verið í strengina á strcngbrúðum. Herbergið sjálft virtist varpa öndinni léttara. „Þú komst á réttu augnabliki, Joe.” sagði Engles. „Valdini var að sýna okkur, hvernig sikileyskur glæpamaður tekur upp byssu sína. Hvað viltu drekka?” bætti hann við og skeytti engu illu augnatilliti Valdinis. „Ég ætla að fá koníak,” muldraði Joe. Hann grctti sig furðu lostinn. „Hvers- vegna í ósköpunum létuð þið jtennan litla skíthæl leika sér með byssuna?” hvíslaði hann að okkur. „Ég geri ráð fyrir, að allir séu með byssur á sér í þessu andskotans landi. En menn ættu ekki að vera að leika sér með skotvopnin.” 37. TBL.VIKAN 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.