Vikan


Vikan - 19.04.1979, Blaðsíða 14

Vikan - 19.04.1979, Blaðsíða 14
Emilía kom utan úr myrkrinu, andlits- farðinn náði ekki að hylja, að hún var náhvít, og líkami hennar var allur svita- storkinn. Deedee gekk eitt skref í átt til hennar og rétti fram hendurnar. Emilía leit á hana, horfði f gegnum hana og sneri sér svo undan. Emma tók andlitsþurrkurnar úr hendi Söndru og þerraði svitann af andliti Emilíu. Útdráttur: Leiöir Emmu og Deedeear hlutu að skilja, þegar Deedee ákvað að fórna framavonum á ballettsviðinu fyrir fjölskyldulffið, en Emma lagði út á þyrnum stráða framabrautina. Nú, 20 árum siðar, eru þær aftur staddar á krossgötum. Deedee er ráðvillt og brýtur stöðugt heilann um, hvort hún hefði getað orðið fræg ballerína og hvort fjölskyldulífiö hafi veitt henni þá fullnægju, sem hún óskaði. Emma finnur sárt til þess, aö hæfni hennar hrakar og ungar og upprennandi stjörnur eru teknar fram yfir hana. Elsta dóttir Deedeear og Waynes er tekin inn í ballettflokkinn, sem for- eldrar hennar dönsuðu eitt sinn með, og frammistaða hennar lofar góðu. Hún er ástfangin af besta karldansara flokksins, en kemst að raun um, að hann lítur ekki samhand karls og konu sömu augum og hún. Deedee er komin út á hálan ís með gömlum vini, og Wayne er farið að gruna margt. Emilía drekkur sig fulla rétt fyrir sýningu og verður sér til skammar á sviðinu. Deedee stóð upp við vegginn aftast í salnum og fann að einn af dönsurunum horfði á hana og reyndi að láta hana ekki heyra hvernig hann flissaði. „Alveg blind-full,” hvíslaði hann að vini sinum. „Hvað?” spurði Deedee. Maðurinn sem sat næst þeim sagði þeim að þegja. Deedee fann að hana hitaði í kinnarn- ar Emiliu vegna. Það var langt frá því að hún væri eins og hún átti að sér að vera; þetta var eins og að horfa á illa sam- stillta bíómynd þar sem munnur leikar- ans heldur áfram að hreyfast eftir að talið er búið. Þegar Sandra og hinir dansararnir stóðu kyrrir, hreyfði Emilía sig; þegar þeir fóru upp, fór hún niður; þegar þeir fóru til vinstri fór hún til hægri en skipti svo um skoðun og fór til vinstri og rakst beint á Söndru. „Alveg blinda-blinda-full-og-bull!” Hann reyndi ekki lengur að bæla niður hláturinn. En allt í einu hvarf brosið af andliti Emiliu og hún varð grágræn í framan. Eitt augnablik greip hún um magann, hún andaði ótt og títt og gjóaði augunum skelfingu lostin til hliðar við sviðið. Deedee ruddist út úr áhorfenda- salnum, hljóp inn eftir ganginum og að hurðinni sem lá að tjaldabaki. Til hliðar við sviðið stóð Emma og reytti þurrkur úr boxi. Emilía kom út af sviðinu og Emma lagði handlegginn utan um hana. Hún teymdi hana út í horn þar sem vatnsfata sem átti að nota við slökkvistörf stóð. Deedee stóð hjálp- arvana og hlustaði á hana kasta upp. Emilía hafði þó í það minnsta ekki farið af sviðinu fyrr en til stóð því Sandra stóð líka til hliðar við sviðið og reytti tauga- óstyrk ennþá meira af andlitsþurrkum úr kassanum. Loksins var hún búin. Deedee opn- aði veskið sitt og tók upp vasaklút. Emilía kom utan úr myrkrinu, andlits- farðinn náði ekki að hylja að hún var ná- hvít og líkami hennar var allur svita- storkinn. Deedee gekk eitt skref i átt til hennar og rétti fram hendurnar. Emilía leit á hana, horfði í gegnum hana og sneri sér svo undan. Emma tók andlits- þurrkurnar úr hendi Söndru og þerraði svitann af andliti Emilíu. Emma virtist ekki einu sinni verða þess vör að Deedee væri þarna. Hún var allt of áhyggjufull til þess, hún einbeitti sér algjörlega að þvi að þurrka Emilíu, koma henni aftur upp á sviðið og fá hana til að Ijúka sýn- ingunni. Það var runnið af Emilíu og hún skammaðist sín. En hún var ekkert Shirlay MacUina hafði akki leikið kvikmyndahlutverk i fjögur ár, þagar henni bauðst hlutverk Deedeear, en því gat hún ekki hafnað. aum lengur, hún fann ekki til neins sárs- auka, hún var ekki einu sinni sorgmædd. Það hlaut að vera vegna þess að Emma stóð þama reiðubúin til að hjálpa henni og þarna ætlaði hún að vera áfram til- búðin til að aðstoða ef þess gerðist þörf. Emma bar hag hennar fyrir brjósti sem var meira en mamma hennar gerði. Heimili Emmu var bygging í miðborg- inni sem hafði fyrst í stað verið þægilegt hótel en síðan verið leigt út sem íbúðir. Núna hafði hún þarna sína eigin ibúð en gat þó fengið bæði herbergisþjónustu og mat ef hún kærði sig um. Allt sem var í jressum þremur herbergjum var hennar eign, annaðhvort hlutir sem hún hafði valið og keypt af mikilli kostgæfni eða sem henni höfðu verið gefnir. Húsgögn- in voru gömul með fölleitu silkiáklæði; allar myndir og málverk, sem flest voru af henni sjálfri, voru í fallegum römm- um á ljósum veggjunum; púðarnir voru útsaumaðir ( og flestir eftir hana); postu- línsstyttur sem allar voru af dönsurum, heilt safn af svönum úr kristal, örlitlir tónlistarmenn úr gulli og blóm búin til úr perlum. Þetta var hennar eina heim- ili. Hún var búin að búa þarna árum saman en samt var heimilið einhvern veginn ekki rótgróið, það hafði yfir sér sama blæ og búningsherbergi hennar. Emilía lá á sófanum i silki- og blúndu- náttkjól sem Emma átti. Yfir sér hafði Enn aukin þjónusta! Ókeypis eyðublöð á afgreiðslunní: Bíll: Sölutilkynningar, tryggingabréf, víxlar, afsöl. Lausafé: Kaupsamningar, víxlar. Húsnæði: Húsaleigusamningar. Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Dagblaðið afgreiðsla Þverholti 11 sími 27022 Miðstöð smáauglýsingaviðskiptanna Smáauglýsingaþjónustan. 11 BIAÐIÐ Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Afgreiðsla Þverholti 11, sími 27022 14 Vlkan Ib.tbl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.