Vikan


Vikan - 19.04.1979, Blaðsíða 38

Vikan - 19.04.1979, Blaðsíða 38
Smásaga eftir Chiquita Sandiland Þýð: Svanhildur Halldórsdóttir. Blóm til ungfrú Hansson í augum Lars voru samkennarar okkar örgustu dauöyfli, sem létu lífið fara hjá án þess að njóta þess. Hann gerði púra grín að þeim, en allt í einu fannst mér þetta ekkert skemmtilegt lengur. AÐ var Lars sem fékk þessa hugmynd að senda ungfrú Hansson blóm — bara til að sjá hvað myndi gerast. Við Lars vorum yngstu kennararnir í Bakkaskóla. Ég hafði ekki gert mér fulla grein fyrir samkennurum mínum, en Lars þóttist fyrir löngu hafa reiknað þá alla út. Alla vega lét hann svo. — Við verðum að varast að líkjast þeim, sagði hann, og ég lagði gjarnan hlustirnar við því sem hann sagði. Ég var mjög hrifin af að hafa hitt jafn ágætan mann og Lars. Hann var svo áhugasamur, gáfaður og lífsglaður. Hann taldi samkennara okkar gjör- samlega vonlausar manneskjur. En ég gat nú ekki annað en haft samúð með ungfrú Hansson. Lars sagði aftur á móti að hún væri gengin í hamra, hana þýddi ekki að vekja til lífsins. Ég var oft að hugsa um hvernig hægt væri að nálgast hana. Mig langaði til að benda henni á saumspretturnar á pilsinu, sem hún gekk alltaf i, og vekja athygli hennar á þvi að það sæist í undir- fötin gegnum gatamunstrið á peysunni hennar. Ungfrú Hansson myndi líka gjör- breytast ef hún fengi sér nýja hár- greiðslu, að maður tali nú ekki um ný gleraugu. Ég kenndi lika í brjósti um herra Lange. Við Lars skemmtum okkur við að para þau saman, vegna þess að hann var tónlistarkennari og hún stjórnaði stúlknakórnum. En ég hafði ekki í huga að breyta herra Lange á neinn hátt. Hann var einn þessara óásjá- legu karlmanna, sem eiga ekki nokkra von. Eða svo fannst mér. Lars sagði að það væri ekki hægt að hafa samúð með svona fólki. Þau eru hreint ekki með á nótunum, vita ekki hvað það er að vera manneskja. — Hugsaðu þér, sagði hann. — Ungfrú Hansson er 28 ára, en gæti allt eins verið fjörutíu. Og ég veit að þú gætir aldrei giskað á hve gamall Lange er — hann er þrjátíu og átta. Og likist mest gamal- menni um áttrætt. — Já, en hann er nú ágætis tón- listarmaður, greip ég fram I, — og Ungfrú Hansson hefirgóða söngrödd. Lars hristi höfuðið. — Eins og það segi nú eitthvað! Nei, svona fólk er steindautt úr öllum æðum, jrau vita ekki hvað lifiðer. — Kannski eru þau harðánægð og hamingjusöm bæði tvö, sagði ég efa- blandin. Lars hélt nú ekki. — Til að vera hamingjusamur — eða óhamingju- samur, verður maður að finna að maður sé til! — Svona eins og við gerum, sagði ég og hugsaði um það hve dásamlegt það væri að hafa hitt Lars, sem ég vonaðist til að fá að fylgja gegnum lifið. Sjálfsagt hafði Lars á réttu að standa um Lange og ungfrú Hansson. Þarna bogruðu þau yfir segulbandinu í horni kennarastofunnar og tuldruðu eitthvað í barm sér. Ég fann að milli okkar Lars var allt annað samband, við vorum inni- lega ástfangin. Lars sagði að þessi gömlu, uppþomuðu hjú skynjuðu alls ekki hvort annað. Þau eru svo aum, að þau eru sér ekki einu sinni meðvitandi um eigin fátækt, sagði hann. — Segjum svo að þau beri ástarhug hvort til annars, sagði ég einn daginn við Lars. — Hvernig í ósköpunum fara þau þá að? — Þau myndu sjálfsagt telja að slíkar tilfinningar væru einhverjar innantökur og fá sér verk og vindeyðandi, sagði Lars og kyssti mig innilega. Lars sagðist ætla að gera smátilraun og ég var fjarska áhugasöm yfir öllum hans uppástungum. Dag nokkurn kom Lars fyrstur til vinnu og lagði stóran vönd af páskalilj- um á skápinn hennar ungfrú Hansson og bréf með ástarjátningu. Við höfðum klippt út stafi úr dagblaði og límt á hvitt blað, og nú horfðum við á roðann stíga í andliti ungfrú Hansson. Hún lét sem hún fengi hóstakast og flýtti sér að troða bréfinu í vasann, en blómvöndinn færði hún bara til og siðar sá ég að frú Nielsen tók hann með heim. Ég hélt að hún væri aðeins að vakna til lífsins þegar hún tók fjóluvöndinn, sem við prófuðum næst, og setti hann í glas. En Lars sagði að það væri tilgangs- laust, því ekki tæki herra Lange eftir að hún fengi blóm, en það væri einmitt meiningin, að vekja með honum afbrýði- semi. — Þú mátt trúa því, sagði hann — það gerist ekkert. En það gerðist samt heilmikið! Þegar ungfrú Hansson fann sex rauða túlípana á borðinu sínu, varð hún að taka þá upp til að koma nótnabókunum sínum fyrir. Og undir blómunum lá kort með kveðju frá D.L. Það virtist liggja beint við að þýða það sem stafi Davids Lange. Ég veit ekki við hverju ég bjóst helst. En ungfrú Hansson lét sér ekki bregða, hún hengdi upp kápuna sína og settist svipbrigðalaus í stólinn við borðið sitt. Þegar herra Lange kom vappandi að sætinu sinu andspænis henni, hóstaði hún vandræðalega og sagði lágt: — Þakka þér fyrir blómin, þau eru falleg. Allir í herberginu litu upp. Herra Lange horfði á túlípanana, fitlaði vandræðalega við nótnaheftin, ræskti sig og sagði: — Blómin? Ég hefi ekki gefið þér nein blóm. Það hefi ég svo sannarlega ekki. Mér varð strax ljóst, að Lars hafði haft algjörlega á röngu að standa um þau tvö, og að það sem við höfðum gert var illa gert og rangt. Ég hefi aldrei séð önnur eins viðbrögð hjá nokkurri manneskju eins og ungfrú Hansson, þegar Lange stundi þessum orðum upp. Hún hafði orðið sér til skammar frammi fyrir öllum, hún var höfð að háði og spotti. Mér leið óskaplega illa, maður sá hvernig hún barðist við að ná valdi á tilfinningum sínum. Bara Lars og ég heyrðum að hún sagði: — Nú, það er ég sem hef eitthvað misskilið, það er ekkert við því að segja. Og svo tók hún túlípanana og setti þá í vatn, án þess að segja orð eða líta á nokkurn mann. Allir grúfðu sig niður í verkefni sín, og létu sem þeir hefðu ekki orðið varir við neitt. Hún setti blómin á borðið á milli þeirra Lange og hann sat þama eins og illa gerður hlutur og starði á blómin og vissi ekki hvað hann átti af sér að gera. Ég var með grátstafinn í kverkunum þegar Lars var að hjálpa mér í kápuna fyrir utan skólann þegar við skruppum út. Hann hló hrossalega og sá greinilega ekki hvernig mér leið. — Var þetta ekki dýrðlegt, hefurðu nokkurn tíma lent í öðru eins, sagði hann skellihlæjandi. — Þetta sagði ég! Ég var í öngum minum og var farin að háskæla: — Hættu þessari vitleysu. Við hefðum aldrei átt að gera þetta, þetta er andstyggilegt. Hann var sármóðgaður og sagðist ekki vita hvað ég væri að fara. Hann sem var svo gáfaður! Og lífsreyndur! Það var greinilegt að hann skildi ekki hvað við höfðum á samviskunni. Mér fannst ég skyndilega stödd í tómarúmi og heimurinn vera að hrynja. Ég hafði verið innilega ástfangin í Lars, en nú vissi ég að því var lokið. Ég vissi líka að ungfrú Hansson var ástfangin I Lange og að hún hafði í rauninni játað það frammi fyrir öllum I dag á kennara- stofunni. Ég þaut frá Lars og inn í skólahúsið aftur. Þegar ég kom inn í kennara- stofuna sat ungfrú Hansson þar með blómin fyrir framan sig og krotaði eitthvað annars hugar á nótnablað. Ég fann að ég var alveg að fara að gráta aftur, en rétt í þvi að ég ætlaði að læðast aftur út kom Lange I dyrnar. Og ég hélt að það ætlaði að líða yfir mig af undrun. 1 fanginu hafði hann veglegasta blómvönd, sem ég hafði ennþá augum litið. Það fór kliður um kennarastofuna, en Lange gekk hægum skrefum yfir gólfið og staðnæmdist hátíðlegur á svip fyrir framan ungfrú Hansson og lagði þennan dásamlega vönd fyrir framan hana. Ungfrú Hansson ýtti stólnum sínum aftur og horfði orðlaus á þennan mikla vönd. Og svo tók Lange til máls og mælti hátt og skýrL — Ungfrú Hansson, sagði hann, ef ég gef þér blóm þá vil ég að þau séu þér samboðin. Ég vona að þú viljir þiggja þennan vönd — og ég mæli af heilum hug, þegar ég segi að honum fylgja hjartans þakkir til þín, fyrir allt sem þú hefur verið mér. — Þakka þér fyrir, þúsund þakkir, sagði ungfrú Hansson blóðrjóð af hamingju — þetta er stórkostlegt, blómin eru yndisleg. Þakka þér innilega fyrir. 38 Vlkan I6.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.