Vikan


Vikan - 19.04.1979, Blaðsíða 22

Vikan - 19.04.1979, Blaðsíða 22
Er það bara draumur? — Jæja, svo þú segir að mér komi það ekki við! Ég er konan þín og þú heldur að það komi mér ekki við ef þú ferð í rúmið með annarri konu. Horfðu á mig. Hann horfði á hana. Honum hafði alltaf fundist hún falleg, þegar hún skipti skapi. Hann var naestum búinn að skella upp úr, en augu hennar loguðu af bræði. Hann tók fast um úlnlið hennar og fann hvernig hún. stirðnaði upp. Reiðin og niðurlægingin fékk hana til að grípa til vopna, hún valdi Maurice. — Og Maurice? sagði hún hátt og titrandi. — Gat hann horft upp á það þegjandi, að þú legðir undir þig falleg- ustu konuna? Það væri ólíkt honum að horfa þegjandi á. Hann sleppti henni skyndilega. Hún hafði hitt auman blett. Blóðið hamraði viðgagnaugun. Maurice, sem líka ... Augu hans voru svört af reiði, en samt hélt hún ekki aftur af sér — sigur- inn feykti burtu allri hlédrægni. — Segðu mér hvað Maurice gerði þegar hann uppgötvaði, að þú hefði táldregið elskuna hans? Hann sló hana utan undir. Hún starði lömuð af undrun á afskræmt andlit hans. Þetta var ekki Árni, þetta var ókunnugur maður. Hún þekkti hann ekki fyrir sama mann. Tilfinningaleysið lagðist aftur yfir hana eins og þykkt teppi, hún þekkti hann ekki. Allt í einu tók hann hana i faðminn og þrýsti henni að sér. — Fyrirgefðu mér, fyrirgefðu mér... Ég ætlaði ekki að gera þetta . . . fyrirgefðu... Hún horfði á hnakka hans sem grúfði sig við brjóst hennar. Hún þekkti svo vel indæla hárið hans, sem alltaf var heldur sítt og lá niður á hálsinn. En hún fann ekkert, það var eins og þetta kæmi henni ekki við. Hann grét. Hann var óhugg- andi. Hann þrýsti sér fastar að henni og ósjálfrátt fór hún að strjúka honum um hárið, ofan hálsinn og um herðarnar. Hann grét þungt. Hún þekkti hann ekki. Tilfinningaleysi, kuldi og algjört sinnu- leysi gagntók hana af meiri þunga. — Þú verður að hjálpa mér, heyrði hún hann segja. — Þú verður að hjálpa mér, ég held það ekki út, að fá ekki að sjá hana, að vita ekkert. Hvernig get ég beðið í heilt ár, kannski kemur hún ekki. Ég . . . ó, Monica, elsku góða Monica, hvað á ég að gera? Hann leit upp, andlitið var tárvott og tekið. Henni fannst þetta hafa gerst áður. Hver hafði fyrrum grátið óhugg- andi við öxl hennar? Hún strauk þýðlega yfir vanga hans, skeggrótin var snörp. Það var orðið framorðið. Hún var alveg dofin. Einkennileg tilfinning. — Það líður hjá, sagði hún og mælti eins yfirvegað og henni var unnL Það var eins og hún hefði öðlast nýja visku og miðlaði nú af henni. — Það líður alltaf hjá. Fyrr eða síðar er það allt gleymt. Hann var í vörn, þetta var of auðvelt. Hann tók um herðar hennar. — Ég vil ekki gleyma! Ég elska hana! Hún hló umburðarlynd, eins og móðir við barn. En innst inni fann hún votta fyrir sársauka við orð hans. — Og hún? Elskar hún þig? Hún sá blikið í augum hans. Sársaukinn óx. — Ætlið þið að skilja? Ég á við, hvort þú ætlir frá mér og hún frá honum? Hún var gift. Augu hans voru galopin og spegluðu örvæntingu og efa. — Ég veit þiað ekki. Við töluðum ekki um það. Bara að við ætluðum að hittast aftur, a.m.k. næstaár. Henni varð skyndilega illt. Hann var mjög sólbrenndur. Hún fann handlegg hans á öxlinni og vissi að hann hafði snert aðra konu — snert hana á sama hátt og hana svo oft áður. — Hefur hún skrifað þér? Hann kinkaði kolli. Nú varð allt raunverulegt. Hún fann kökk í hálsinum og kyngdi, hún vildi ekki gráta. Hann var búinn að sleppa henni og hendur hans fálmuðu óafvitað við smáhluti á borðinu. — Hvað ætlastu fyrir? Hann leit snöggt á hana. — Ég veit það ekki. Ég er búinn að finna ibúð. Það var eins og hnifur væri rekinn gegnum hana. Hún barðist við grátinn, hann horfði ekki á hana. Hún varð að standa sig. — Bara fyrir draum, Árni? Getur þú virkilega ekki beðið aðeins? Þangað til þú ert viss? Þú skalt ekki vera hræddur um að ég þreyti þig. Ég hef mitt starf, sem bíður, ég verð nokkuð mikið að heiman á næstunni, ég... Hún þagnaði. Þetta var auðmýkjandi. En hún varðað reyna. — Árni, þú mátt ekki eyðileggja allt, sem við höfum byggt upp saman. Þú verður að gefa okkur tækifæri. Okkur hefur liðið svo vel saman, það hefur þú sjálfur sagt. Maður getur ekki farið svona burtu eftir allt... Hann leit fast í augu hennar. — Getur maður það ekki, nei? Er það bara draumur...? Hún leit undan. örvæntingin gagntók hverja taug likamans. Sjálf hafði hún eitt sinn yfirgefið mann án þess að hugsa sig um eða iðrast. Hún svaraði ekki. Hann gekk út að glugganum og dró tjöldin frá. Hún stóð hægt á fætur og gekk til hans. — Árni. Hann sneri sér ekki að henni. Hún dró djúpt andann. — Mér finnst að þú ættir að fara til hennar. Til Rómar — ef það er þar sem hún býr. Hún sá undrunarsvipinn á andliti hans, hún tók þétt i handlegg hans og neyddi hann til að snúa að sér. Eftir á skildi hún ekki hvaðan henni kom styrkur. — Mér er alvara, Árni. Farðu til hennar. Þú verður að vita vissu þina, vita hvort henni er alvara. Hún á mann og syni. Ef hún elskar þig af öllu hjarta mun hún ekki hika. Hún stóð stillt og æðrulaus frammi fyrir honum. í andlitsdráttum hans gat hún lesið tilfinningar hans — óþreyjuna, þrána, ástina, þjáningarnar, blíðuna, sorgina — sumt varðaði aðra konu, annað hana. Hún fann að hún kom honum á óvart, hann var óöruggur með sig. — En.... Hún neyddi sig til að brosa. — Ég þekki konur. Ef hún elskar og sé hún elskuð, getur hún fórnað öllu — öryggi, börnum, starfi sínu — hverju sem er. En eitt þolir kona ekki . . Röddin sveik hana. Hún greip fast í gluggakarminn. Hún varð að standa sig. — Og það er að búa með einhverjum, sem er hættur... Hún þagnaði. Þú verður að gera það fyrir mig að fara og komast að hinu nétta. Og ef það er bara draumur, þá er. . . já, þá er ég hér. Hann horfði furðu lostinn á hana. Var hún svona skynsöm, sterk og dugleg. Hann þurfti ekki að hafa áhyggjur af henni, hún var sjálfstæð og þurfti ekki á stuðningi hans að halda. Það var gott að vita — hann var frjáls. Hann laut fram og strauk undur blíðlega vanga hennar. — Ég skrepp aðeins ÚL ég þarf að hugsa um það sem þú sagðir. Þú ert skynsöm kona. Hún hélt ró sinni þar til hann var kominn út úr dyrunum. Hvað, ef hún hefði valið rangt? Þegar hann kom til baka var hún háttuð. — Ertu sofandi? — Nei, þú mátt kveikja ef þú vilt. Hann kveikti. Hún horfði rann- sakandi á andlit hans. Hann var þreytu- legur og áhyggjusvipur á andlitinu, en samt var eins og hann væri nú viss í sinni sök. — Ég hef tekið ákvörðun. Hún hélt niðri í sér andanum, hjartað sló örar, hún mátti ekki láta hann sjá tárin. — Já. — Ég fer á morgun. Það er flogið klukkan tvö. Endir Ég vildi gjarnan giftast þér í sumar, Adolf, en læknirinn ráðlagði mér að gera það strax i næstu viku. 22 Vikan 16. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.