Vikan


Vikan - 19.04.1979, Blaðsíða 34

Vikan - 19.04.1979, Blaðsíða 34
Snúðakaup, kalkún- veisla og sitthvað fleira Sæll vertu, draumráðandi. Ég hef hérna nokkra drauma handa þér að ráða, og ég vona, að þú miskunnir þig yfir þá, fyrst ég vélrita þetta. Mér fannst sem ég kæmi inn í búð, þar sem allar hillur voru fullar af nýjum heilhveitibrauðum. Ég tók 2 snúða og sagðist œtla að kaupa þá. Þegar ég var búin að borga þá og afgreiðslukonan (stærðfræðikennarinn minn) var búin að gefa mér til baka, sagði ég, að hún hefði snuðað mig. Þá fór hún að tala um, að hún hefði einmitt ætlað að athuga, hvernig ég brygðist við þessu. Mig dreymdi að hvíthærð föl gömul kona stóð fyrir neðan tröppurnar á húsi ömmu minnar, Mér fannst sem þessi kona vœri amma mín (en ekki í veruleikanum) og væri dáin. Hún hafði arfleitt mig að 2 koffortum. Ég tók upp úr öðru koffortinu barnanærföt, öll úr ull ogflest bleik. A.m.k. var sá litur mest yfirgnæfandi. Fötin voru óhrein. Mig dreymdi mann, sem er hálf fertugur. Hann er pabbi hálfsystkina minna. Hann höfum við ekki séð í 10 ár. Hann stóð rétt hjá skipi (hvítu) sem lá við bryggju. Það var sól og bjart yfir öllu. Maðurinn var með breiðan giftingarhring úr gulli. Mömmu fannst sem hún væri að horfa á litsjónvarp. Að sögn sá hún í því svo yndislega falleg, græn tré, langar raðir. Hana langar til að heyra þitt álit á þýðingu draumsins. Svo dreymdi mig, að ég var að éta heljarstóran fugl, sem yfirgnæfði diskinn heldur betur. Mér fannst þetta ætti að vera kalkún, en hann hef ég aldrei smakkað. Með fuglinum át ég sósu, kartöflustöppu og rauðkál. Ég var hin hressasta, meðan ég torgaði þessu! (Sko, fuglinn var í matreiddu formi). Ég er ekki alveg af baki dottin, einn langur í restina, en égskal auðvitað ekkifarafram á að þú birtir annað en svarið. Ég sendi bara þá drauma, sem mér fmnast svolítið táknrœnir. Jæja, áfram gakk: Mér fannst ég vera komin heim til stráks nokkurs og a.m.k. mamma var með mér. Mér fannst ég ætla að hitta tengdafólk mitt í fyrsta skipti (eins og ég og þessi strákur værum saman, en í rauninni erum við aðeins í sama skóla Mig dreymdi og þekkjumst ekkert persónulega). Ég var klædd kjól úr efni, sem notað er í fóður (brúnt). t draumnum var ég þybbnari en í veruleikanum (satt að segja er ég hreint ekki þybbin!) Mér fannst ekkert benda til þess að gestir vœru að koma (einhvern veginn fannst mér að allt ætti að vera mjög hátíðlegt þegar tengdadóttirin (ég) kæmi í fyrsta sinn). Systir stráksins var að taka til í húsinu. Hún bað mig að skríða undir rúm og athuga, hvort ég sæi eitthvað. Ég kom undan rúminu með náttföt í mildum lit (ég held Ijósblá, en er þó ekki viss). Á teppalögðu gólfinu var ryk og bréfarusl. Eftir þetta rauk ég í píanó í stofunni (en þar voru engin tiltektartilþrif og ætlaði að fara að spila en ekkert kom. Ég hafði orð á því, að ég gæti ekki séð píanó heima hjá fólki, án þess að fikta í því (reyndar má það til sanns vegar fœra, en ég kann ekki hót að spila). „Tengdamamma”settist við stœrra píanó. Nú var farið að huga að því að fá sér að borða. Fólk tók sér stöðu i röð bak við konuna við píanóið. Dökkbláar, mjúkar servíettur voru notaðar í „veislunni”. Draumnum lauk svo þannig, að ég sá stráksa bregða fyrir, og var hann heldur illilegur á svip. Þótt „ógestalegt” væriífyrstu, endaðiþessi draumur sem sé með því, að fleiri voru mættir (fólk, sem ég þekki ekki, skiptir kannski engu máli sjálftfólkið). Best að taka fram að „ tengdamamman ” var öðruvísi í draumnum en hún á að sér. Þá bið ég bara að heilsa þér og óska þér góðs gengis við að stauta þig fram úr þessu, sérstaklega síðasta draumnum! Sæll að sinni. Þín Síó. Fyrsti draumurinn er þér fyrir fremur góðu, en þó bending til þín að gæta hófs á fjármálasviðinu og líta betur á þá námsgrein, sem þessi kennari hefur umsjón með í raunveruleikanum, því þá munir þú verða fyrir miklu og óvæntu happi. Næsti draumur er fremur slæmur, en þú segir svo lauslega frá honum að ekki er unnt að ráða neitt ákveðið í hann. Sá þriðji er líklega fyrir- boði nýrra frétta af manni þessum, sennilega hefur hann orðið einhverrar upphefðar aðnjótandi og fréttirnar koma ykkur mikið á óvart. Draumur móður þinnar er henni mjög góður, bætt fjárhagsafkoma og hagsæld afkomenda hennar. Máltíðar- draumurinn er þér áminning um að treysta sem best á eigin getu í erfiðleik- um. Brúðkaupið er þér ekki aldeilis fyrir því sama í veruleikanum, hafir þú verið að vonast eftir því. Það boðar þér nokkuð breyttan hag, bæði erfiðleika og gleði. Gleðin er þó á margan máta mjög ríkjandi tákn í draumnum og ekki er ósennilegt að þú fáir gjöf, sem þú áttir alls ekki von á um þessar mundir. Gættu þín þó á öfundarmönnum og hafðu hugfast að láta aðra ekki notfæra sér góðsemi þína um of. Sléttur og steinlaus hringur Kæri draumráðandi! Mig dreymdi, að égfyndi hring, sléttan og steinlausan. Ég setti hann á mig og hann passaði á löngutöng. Var hann aðeins of rúmur, en ég var ánægð með hann og fannst hann fara vel. Innan í hringinn var graflð nafnið Eygló. Mig langar líka til að biðja þig að segja mér, hvað eftirfarandi nöfn tákna í draumi. Mig dreymdi í sama draumi nöfnin Borghildur, Sigurbjörg og Halldóra og í öðrum draumi nöfnin Guðrún og Ráðhildur. Á.S. Merkingu mannanafna er erfitt að gefa reglur um, enda er sama nafnið ekki öllum fyrir því sama, auk margs annars. Draumurinn um hringinn er þér líklega fyrir tryggri vináttu, sem er þér á margan máta til ávinnings. Hafi hann verið úr gulli, gæti hitt kynið spilað þar inn í, en silfur væri jafnvel bending um trygga og góða vinkonu. 34 Vikan 16. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.