Vikan


Vikan - 31.05.1979, Blaðsíða 15

Vikan - 31.05.1979, Blaðsíða 15
3. HLUTI Mér tókst að brosa mannalega. ..Hver var það sem sagði í stólræðu fyrir sex mánuðum að við yrðum öll að vaxa ört í þessu striði því að við hefðum öll hlut- verki að gegna?” Hann andvarpaði og hristi höfuðið. „Æ, þessar predikanir. Verða þær bit- bein á mér það sem eftir er ævinnar?” Hann kyssti mig á ennið. „Ég ætla að fara og gá hvort teið er tilbúið." Hann fór inn og ég stóð og horfði á sólargeislana hverfa bakvið hæðina. Skuggarnir lengdust, krákurnar görguðu í beykitrjánum. Nú var hann öruggur. ÞAR TIL A MORGUN. Ég réðekki við hugsanir minar. Ég ýtti þeim frá mér og fór inn. Ég settist við píanóið en hætti fljótt að spila því að mér fannst ég svo klaufaleg miðað við Johnny. Ég gekk fram í eld- hús. Móðir mín var að baka, með hveitið upp að olnbogum og faðir minn var að hella tei í þrjá bolla. Ég sá á svipnum á honum að þau höfðu verið að tala um mig. „Þú kemur einmitt á réttu augna- bliki." sagði hann. Móðir min leit um öxl og sagði, yfirveg- uð eins og venjulega: „Hvað með rósirn- ar mínar?” „Ó, guð minn góður," sagði ég, en slík upphrópun hæfði nú varla vel uppalinni prestsdóttur. „Ég steingleymdi þeim." Ég fór út í garð og fann skærin og körfuna, þar sem ég hafði hent því frá mér. Rósirnar voru farnar að láta á sjá. Ég bjargaði þeim sem bjargað varð og klippti nokkrar til viðbótar. HVAR ER HANN? spurði ég sjálfa mig þó hann hefði varla haft tima til að fara úr flug- búningnum og fá sér að drekka. Ég fór með rósirnar inn og fékk mér tesopa. Siðan settist ég við gluggann með bók og beið. Það leið hálftími og klukkutimi. Senn myndi dimma og enn heyrðist ekkert frá honum. Ég var bæði særð og reið. Auðvitað vissi hann að ég beið. Þessi hugsun náði tökum á mér og reiðin magnaðist. Ég hafði verið dauðhrædd allan eftir- miðdaginn. Ég hafði talið hann af og það hafði komið mér úr jafnvægi, en ég held að það hafi verið fleira sem tvinn- aðist í reiði mína en það. Ef til vill rann það upp fyrir mér þá að mér þótti þegar of vænt um hann til að ég léti huggast ef eitthvað kæmi fyrir. Éoreldrar mínir vissu að ég beið og ég vildi ekki láta þau sjá hve særð og leið ég var. Ég kærði mig ekki um samúð svo að ég laumaðist út úr húsinu og fór á hest- bak. Það var kjánalegt af mér og hættu- legt, þar sem tekið var að rökkva, en ég var i skapi fyrir hættuspil svo að ég reið hratt yfir akurinn og stökk yfir þrjú hlið á fifldjarfan hátt, en áttaði mig þó og gaf hryssunni lausan tauminn í túnjaðr- inum. Hún átti rétt á að fá að velja þó að éggæti haldiðsvona áfram. Það voru tár í augunum á mér, ekki eingöngu af vindinum. Ég var þreytt og leið. Svefnleysið nóttina áður var byrjað að segja til sín og ég hafði alltaf haft til- hneigingu til að gera mikið úr hlutunum þegarég var þreytt. Ég sneri við og fór á valhoppi af og til. Ef til vill hafði Johnny komið meðan ég var úti. Það væri voðalegt. Ég ætti að vera þar. Hann hafði verið yfir óvina- landi og ég kveinaði og kvartaði þó að hann hefði að líkindum fengið sér nokk urra tima blund. Reiðtúrinn hafði komið mér til sjálfrar mín. Þegar ég var komin inn um hliðið og upp stíginn i myrkrinu sá ég MG bílinn við tröppurnar. Hann hafði þá komið. Ég var miður min fyrir að hafa efast um það. Ég flýtti mér inn í anddyrið en það var enginn píanóleikur, engin merki þess að hann væri á staðnum. Ég heyrði mannamál úr hókaherherg- inu. Ég flýtti mér í gegnum anddyrið en brosið hvarf af andlitinu því þar var engan Johnny að sjá. Aðeins faðir minn og móðir og Richie sátu við arininn og það var tebakki á borði við hliðina á þeim. „Jæja, þarna ertu þá komin,” sagði faðir minn. Richie stóð upp og brosti. Hann var mjög fínn. i Ijósum buxum og brúnunt einkennisjakka ameriska hersins, en hann var þreytulegur og það voru dökkir baugar undir augunum á honum. „Ég ætlaði að láta ykkur vita að við komumst heilir á húfi tii baka." „Ég sá ykkur fljúga yfir." „Þetta var ekkert, þegar allt kom til alls,” sagði hann. „Við vorum komnir i burtu áður en þeir áttuðu sig. Nokkrar Me ^109 eltu okkur, en Johnny skaut eina þeirra niður, svo að hinar flúðu." „Hvar er hann?" „í búðunum. Hann var i sturtu síðast þegar ég sá hann. Ég held að hann hafi ætlaðað koma.” Ég vissi ekki hvað ég átti að segja og ég var reið þvi ég skildi þetta ekki. Móðir min hellti tei í bolla handa ntér. Ég forð- aðist að lita framan i hana þegar hún rétti mér bollann. Það varð vandræðaleg þögn. siðan sneri Richie sér að föður ntínum og sagði eins og til að segja eitthvað: „Þú flaugst i siðasta stríði, var það ekki?" „Jú, það er rétt.” sagði faðir minn. „Það var vitaskuld allt öðruvísi í þá daga. Það var almennt námskeið i Read- ing. skotfimi í lofti i Tunberry og siðan loftbardagar hjá Konunglega flughern um i Ayr í Skotlandi. Þetta tók ekki nema nokkra mánuði allt til samans.” Hann þagnaði og saup á teinu fjarrænn á svip. „Við vorum tólf i mínum bekk og sex voru Ameríkanar. Allir sjálfboða- liðar. September 1917. Við flugum Camel vélum." „Ég hef heyrt að þær hafi verið mjög góðar,"sagði Richie. „En það var erfitt að fljúga þeint. Þær voru svo litlar og fimnttiu hestafla hreyf- illinn kom manni á hvolf áður en maður vissi af. Og það var ekki hægt að beygja til hægri, þvi það var öfugt við snúning- inn." „Ekki list mér á," sagði Richie. „Þegar þjónustutímabilinu lauk voru sex dánir af tólf, og allir vegna þess að þeir höfðu tekið hægribeygju i stað vinstri og það var áður en við komumst nálægt víglínunni. Ég var nítjan ára — eins og Johnny." „Vissir þú að helmingur flugáhafn- anna, sem hefur farist í styrjöldinni fram til þessa, hefur ekki látist i orrustu 22. tbl. Vikan 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.