Vikan


Vikan - 31.05.1979, Blaðsíða 44

Vikan - 31.05.1979, Blaðsíða 44
Útdráttur: Hvers vegna hötuðu íbúar Abermorvent Enoch Owen? Hver var þáttur hans í námuslysinu mikla fyrir þrjátiu árum? Sonur hans, Luke, er kominn til Wales alla leið frá Afríku til að reyna að komast til botns í þvi, hvað vaidiö hafi föður hans slíkum hugarkvölum, að hann gat ekki dáið rólegur, fyrr en hann hafði beðið son sinn að fara til Wales og segja íbúum Abermorvent, að sökin hafi ekki verið hans. Séra Morlais Jenkins segir honum frá náma- slysinu hræðilega og þar með, að faðir hans hafi átt sök á þvi, þegar fjórir menn fórust og einn slasaðist svo, að hann hlaut ævilöng örkuml. En Luke er sannfærður um, að sannlcikurinn er ekki kominn í Ijós. Hann fer samkvæmt ábendingu gamla prestsins og fær gistingu á búgarði skammt frá þorpinu. Þar ráða ríkjum tvær mæðgur, sem hafa mikil áhrif á hann. Móðirin heitir Nancy, og Luke grunar sterklega, að hér hafi hann fundiö þá konu, sem faöir hans minntist á í dag- bókum sínum. Dóttir hennar, Rhiannon, heillar hann á annan hátt, og hann hefur ekkert á móti því að hjálpa henni við eitt og annaö á býlinu. „Nei,” svaraöi Luke. „Þakka þér samt fyrir. En ég þarfnast einskis í augna- blikinu. Góða nótt.” Hann gekk hugsandi upp stigann, og lengi lá hann andvaka í rúminu. Glugg- arnir voru opnir upp á gátt og ilmur sveitarinnar barst inn meö næturloftinu. Hann starði upp í loftið og reyndi að ímynda sér Nancy Nation og föður sinn, eins og þau hefðu getað verið fyrir þrjá- tíu árum. Hvað kom Abermorvent-slysið henni við? Ekki hafði veriö minnst á neinn Nation í blaðagreininni. Hin undarlegu orð föður hans frá dagbókunum komu enn fram í hugann: „....elsku fallega Nancy, eina konan, sem ég hef nokkum tíma elskað.... að hún skyldi einnig yfirgefa mig!” Hvers vegna höfðu þau ekki gifst ef þau höfðu elskað hvort annað? Hvað hafði skilið þau að? Spumingarnar voru margar, en svörin fá. Luke andvarpaði og lokaði augunum. Loksins féll hann í órólegan svefn, og þegar hann vaknaði um morguninn, hafði hann það á tilfinningunni, að hann væri kominn aftur til Afríku.... MoRGUNSÖNGUR fuglanna blandaðist hanagali frá hlöðuþakinu. Gestaálma bæjarins var enn í skugga, þegar hann gekk að baðherberginu. Hann hafði það á tilfinningunni að sunnudagar hér um slóðir væru rólegir og hljóðlátir, dökkklætt fólk gengi til kirkju og syngi velska sálma úr slitnum, svörtum sálmabókum og biblíum. Það var sú mynd, sem faðir hans hafði dregiö upp fyrir honum, þá sjaldan að hann talaöi um föðurland sitt. En þá hafði Luke aðeins hlustað með hálfu eyra á frásagnir gamla mannsins.... Úti fyrir var loftið enn svalt og þægilegt. Luke stóð augnablik fyrir utan dyrnar og horfði á hestana, sem voru á beit skammt frá. Þá heyrði hann raddir frá eldhúsinu. Hinir gestirnir voru ekki farnir að bæra á sér, og Luke þekkti rödd frú Nation, þar sem hún talaði við Rhiannon. Luke reyndi að safna kjarki til að tala við frú Nation um föður sinn. Hann hafði hugsað mikið um það, hvernig hann ætti að færa föður sinn í tal við hana, en orðin stóðu alltaf í honum. Rhiannon kom út og veifaði glaðlega til hans.Þau mættust á miðri leið. Hár hennar var sett upp í tagl, og hún var klædd í slitnar kakíbuxur og köflótta skyrtu. „Jæja, þá er ég tilbúin til ferðarinnar. Brynlas liggur hundrað og fimmtiu mílur héðan.” „Verður ekki dýrt að flytja naut- gripina svona langan veg?” „Jú, það hefði jtað orðið, en Haydn Hopkins er vinur okkar. Við þurfum aðeins að borga bensínið og hann ætlaði ekki einu sinni að vilja taka við því.” „Hann hlýtur að vera mjög góður vinur.” „Á vissan hátt.” Rödd hennar varð allt í einu fjarlæg. „Nú hringir síminn. Þú verður að hafa mig afsakaða.” Nancy Nation kallaði frá eldhús- dyrunum: „Rhiannon! Haydn er i símanum. Það eru slæmar fréttir. Bróðir hans er með mjög slæma inflúensu...” Hún kom út til þeirra, klædd kirkjufötunum. „Ég veit ekki hvað við getum gert. Haydn vill gjarnan fara einn, en þá kemst aðeins helmingur nautgripanna....” „Frú Nation,” tók Luke fram í fyrir henni. „Ég er vanur að aka flutninga- bilum, ég myndi með ánægju aka öðrum bílnum fyrir ykkur.” „Nei!” Svar hennar var ákveðið og endanlegt. „Þú ert gestur hér, hr. Osbome, og þú hefur aðstoðað okkur meira en nóg hingað til. Ég get ekki sam- þykkt það.” Rhiannon gaut augunum þakksamlega til Luke og sneri sér síðan að móður sinni. „Svona mamma, vertu nú ekki svona stolt. Luke væri ánægja í að hjálpa okkur, það hlýturðu að geta séð. Þar að auki eigum við ekki margra kosta völ.” „Rhiannon!” mótmælti Nancy Nation. „Þetta er ekkert mál, frú Nation,” sagði Luke. „Nautgripirnir þurfa nauðsynlega vatn, þig vantar bílstjóra, og hér er ég og hef allan daginn fyrir mér.” Nancy virtist lengi vera á báðum áttum. Að lokum kinkaði hún kolli. „Þakka þér fyrir.” Luke fann alit í einu, að hann var feginn að geta lagt vandamál sín til hliðar um stund. Og tilhugsunin um að eyða deginum með Rhiannon var mjög þægileg. „Hvenær leggjum við af stað?” spurði hann rösklega. „Um leið og ég er búin að hringja i Haydn Hopkins,” sagði Rhiannon og flýtti sér inn í eldhúsið. Nancy virtist mjög sorgmædd, og Luke minntist þess, þegar hann hafði séð hana fyrst. 44 Vikan 22,tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.