Vikan


Vikan - 31.05.1979, Blaðsíða 24

Vikan - 31.05.1979, Blaðsíða 24
Vikan prófar léttu vínin 22. Portúgölsk rósavín Heimsmet minnsta vínkaupmannsins Sá vínkaupmaður, sem hefur á boðstólum heimsins minnsta úrval af léttum vinum, býður upp á heimsins ntesta úrval af portúgölskum rósa- vínum. Þessi sérkennilegi vinkaupmaður er auðvitað Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Rikið, sem selur aðeins 62 tegundir hvítvina og 50 tegundir rauðvína frá öllum heimshornum, hefur hvorki meira né minna en 11 portúgölsk rósa- vin á söluskránni. Til samanburðar má nefna, að algengt er. að erlendir kaup- menn hafi á boðstólum um 200 rauðvín, svipað af hvitvínum og eitt einasta portúgalskt rósavín. Hér liggur auðvitað að baki mis- lukkuð tilraun íslenskra yfirvalda til að jafna viðskiptin við Portúgal. En slíkt gerist bara ekki með því að fylla geymslur Ríkisins af viðkvæmum vínum, sem ekki seljast vel og enda með því aðskemmast. Selja meira rósavín en púrtvín Til að fullnægja öllu réttlæti þarf að taka fram, að Portúgalar eru taldir kunna vel til rósavinsgerðar. Þeir flytja svo mikið af slíku vini úr landi, að gjald- eyrisverðmætið er meira en fyrir allan púrtvínsútflutning þeirra. Eins og aðrir framleiða Portúgalar sitt rósavín með þvi að hafa vínberjahýðið með í upphafi gerjunarinnar og skilja það síðan frá. Segja má þvi, að bruggið byrji eins og á rauðvini og endi eins og á hvítvíni. Sérgrein Portúgala í rósavinsgerð er gosvínið, sem er uppistaðan í út- flutningnum. Gosið er ekki náttúrlegt eins og i kampavini, heldur er vinið fryst og siðan þrýst i það koldíoxiði. Gosið gefur víninu frisklegt bragð. Málamiðlun í hvcrsdagslegum svaladrykk Meðal sérfræðinga eiga rósavín erfitt uppdráttar. Þau eru yfirleitt einkar ilm- dauf og hlutlaus á bragðið og eru oftast afgreidd sem hversdagslegur svala- drykkur. Samt er vinandamagn þeirra hið sama og annarra léttra vína. Löngum hafa menn haft tröllatrú á þeirri firru, að hvítvin eigi að drekka með fiski og rauðvín með kjöti. Rökrétt framhald þessarar villutrúar er, að rósa- vin sé heppilegt sem eitt vín, þegar súpa eða fiskur er undanfari kjöts. Ennfremur, að rósavin sé heppilegt með léttu kjöti, svo sem kjúklingum. Þar á ofan verður rósavin oft fyrir valinu, þegar vitað er eða búist við, að sumir matargestir séu meira fyrir rauð- vín og aðrir fyrir hvítvin. 1 þessu efni eins og oftar er rósavinið hin dæmigerða málamiðlun. 1 rauninni er rósavín engin sjálfsögð málamiðlun milli rauðvins og hvítvíns, hvorki vegna matartegunda né smekks- tegunda. Hvítvín og rauðvin geta hvort á sinn hátt verið góð vín, en rósavin er og verður sjaldan annað en hvers- dagslegt. Málamiðlun í rósavini verður þvi oft eins og dæmigerð málamiðlun i stjórn- málum. Úr tveimur athyglisverðum og gildum sjónarmiðum er fundin mála miðlun, sem er einskis virði. Ekkert náði sjö í einkunn í gæðaprófun Vikunnar á ellefu portúgölsku rósavínunum náði ekkert sjö í einkunn eða þeirri umsögn, að það væri gott. Tvö náðu sex i einkunn, fimm náðu fimm og fjögur náðu fjórum í éin- kunn. Ekkert þeirra var beinlinis ódrykkjarhæft. Best dæmdist TROVADOR frá Borges & Irmao. Það var Ijósrautt að lit með örsmáum loftbólum. Ilmurinn var daufur, en friskur, og svipað mátti segja um bragðið. Einkunnin varð sex og verðið er 1.700 krónur. svo að hér er um mjög góð kaup að ræða. Næst kom BARROS frá Barros. Almeida & Ca. Það var gullinbrúnt að lit með stórum loftbólum. Að því var beiskt, en hressandi og ákveðið freyði- vinsbragð. Einkunnin varðsex og verðið er 1.700 krónur, svo að hér er einnig um mjög góð kaup að ræða. Þriðja í röðinni og best þeirra, sem fengu fimm i einkunn, var MATEUS frá Sogrape. Það var mjög líkt Barros. gullinbrúnt að lit með stórum loftbólum. Freyðivinsbragðið var beiskt og raunar ögn sætt lika. Einkunnin varð fimm. Verðiðer 1.700 krónur. Svo kom 3 CAVALEIROS frá Monteiro & Feilhos. Það var gullinbleikt sem appelsína og hafði stórar loftbólur. Freyðivínsbragðið minnti mjög á Mateus, sem sagt er frá hér að ofan. beiskt og sætt i senn. Einkunnin varð fimm. Verðið er 1.700 krónur. Siðan kom FONSECA frá Guimaraens. Það var gullinbrúnt að lit með smáum loftbólum. Lyktin var einkar dauf og bragðið einkar hlutlaust. Dæmigert vín upp í fintm i einkunn. Verðiðer 1.700 krónur. Þá kom QUINTO DO REI frá Messias. Á flöskunni stóð, að vínið væri dálitið freyðandi, en i rauninni var það alveg loftbólulaust, gullinbrúnt að lit. Af 'ví var svolítil sætulykt. enda var otagðið fremur sætt. Einkunnin varð fimm. Verðiðer 1.700 krónur. Sjöunda vinið og hið síðasta með fimm í einkunn var CASAL MENDES frá Alianca. Það var gullinbrúnt að lit með stórum loftbólum. 1 lyktinni örlaði fyrir brennisteini og bragðið var i senn súrt og sætt. Verðið er 1.850 krónur og er þetta eina portúgalska rósavinið, sem ekki kostar 1.700 krónur. Fyrst þeirra. sem fengu fjóra i ein- kunn, kom CASTELLO REAL frá Nationais. Það var gullinbleikt vin án loftbóla, með votti af brennisteini i lyktinni og með herptu en hlutlausu bragði. Verðiðer 1.700 krónur. Næst kom MESSIAS frá Messias. Á flöskunni stóð, að vinið væri þurrt. en það reyndist hins vegar fremur sætt og raunar líka súrt um leið. Þetta var loft- bólulaust vín, gullinbrúnt að lit. Verðið er 1.700 krónur, einkunnin fjórir. Næstaftast kom svo PASSAL frá Henriques. Það var ljósrautt að lit og loftbólulaust, hafði brennistein i lyktinni og var sætvæmið á bragðið. Einkunnin var fjórir og verðið 1.700 krónur. Lestina rak síðan FAISCA frá Fonseca. Það var Ijósrautt að lit með meðalstórum bólum. Lyktin var eins og af ákaflega daufu uppþvottavatni og bragðið var i senn örlítið súrt og beiskt. Einkunnin var fjórir og verðið 1.700 krónur. 1 næstu Viku snúum við svo okkur að öðrum rósavínum en hinum portúgölsku. Jónas Kristjánsson 1 nœstu Viku: , Ymis rósavín 24 Vikan 22. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.