Vikan


Vikan - 31.05.1979, Blaðsíða 45

Vikan - 31.05.1979, Blaðsíða 45
Framhaldssaga eftir Ma/co/m Wi/liams Pílagrímsferð til fortíðarinnar Rhiannon kom út og veifaði glaðlega til hans. Þau mættust á miðri leið. Hár hennar var sett upp í tagl, og hún var klædd í slitnar kakíbuxur og köflótta skyrtu. „Ég hef það á tilfinningunni, að við misnotum þig, hr. Osborne.” Hlýjan og einlægnin í augum hennar fengu Luke til að hugsa aftur til föður síns. Það hvarflaði að honum að segja henni, að hann væri sonur Enoch Owens. En hann sagði kæruleysislega við hana: „Ef ég á að borða jafnmikið í kvöld og í gær, þá veitir mér ekki af að hreyfa mig til að losna við hitaeiningarnar.” Hún kinkaði alvarlega kolli og forðaðist að líta í augu hans. „Það er þá best að ég gangi frá inni í eldhúsinu. Þakka þér enn einu sinni fyrir. Ég verð víst líka að biðja þig um að leyfa mér að aka með til Sharonarkirkjunnar. Ég fer þangað á hverjum sunnudegi.” Hún snerist á hæli og gekk i burtu. Stóra, hlýlega brosið, sem Rhiannon sendi honum, þegar hún kom út aftur, gerði hann undarlega glaðan. „Ég er búinn að tala við Haydn. Hann kemur með annan flutningabilinn eftir morgunverð, svo'að það er best, að við fáum okkur eitthvað að borða. Þetta verður annasamur dagur.” HaYDN Hopkins stóð við orð sín. Luke hafði varla náð að skipta um föt eftir morgunverðinn, þegar stór flutningabill ók inn um bæjarhliðið. Rhiannon hallaði sér að hliðinu, þegar Haydn Hopkins opnaði bíldyrnar og stökk út úr bílnum. Hann var stór- vaxinn maður, en mjög liðlegur I hreyfingum. „Haydn, leyfðu mér að kynna þig fyrir Luke, varabilstjóranum okkar.” Haydn Hopkins var vingjarnlegur — en hann virtist hika, þegar þeir tókust i hendur. „Ertu viss um, að þú ráðir við svona grip?” sagði hann og lagði höndina á vélarrúmið. Luke gat ekki álasað manninum fyrir að vera áhyggjufullur. Þessi gerð flutningabíla var erfið í akstri. Hann skoðaði bílinn fuljur áhuga. Þetta var stór flutningabill með opnanlegar hliðar, svo að dýrin ættu ekki erfitt um andardrátt. „Ertu vanur svona stórum bílum, hr. Osborne?” Luke kinkaði kolli. „Ég er viss um, að ég ræð við þennan.” Auðséð var, að Haydn var ekki alveg öruggur ennþá. „Lyklarnir eru í bílnum. Hefurðu nokkuð á móti þvi að bakka honum inn á milli viðarstaflans og eikarinnar þarna?” Luke gekk orðalaust inn i bílinn. Hann athugaði aðstæðurnar gaumgæfilega og sveigði síðan bilnum aftur á bak í mjúkum boga, þar til hann var kominn mitt á milli viðarstaflans og trésins. Hann drap á bilnum og stökk út. Haydn Hopkins kinkaði stuttaralega kolli, þegar Luke nálgaðist hann. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þú ekur svona bíl, er það?” „Nei,” svaraði Luke. Mig minnir, að Rhiannon hafi sagt, að þú kæmir frá Afriku?” „Það er rétt. Zambíu.” Hopkins kinkaði kolli í áttina að íbúðarhúsinu. „Réttir þú alltaf ókunnugu fólki hjálparhönd?” Luke hló. „Ekki fremur en þú sem vinnur á sunnudegi.” Haydn Hopkins horfði alvarlega á hann. „Það er ekki vinna. Ég geri þetta fyrir Rhiannon. Þess vegna er það öllu frekar skemmtun.” Luke horfði í augu Haydns. Það var ekki erfitt að geta sér til um tilfinningar hans gagnvart Rhiannon.... Sólin var komin hátt á loft, þegar þau hleyptu Nancy Nation út úr bílnum fyrir framan litlu kirkjuna hans Morlais Jenkins. Síðan óku þau aö Flutninga- miðstöð Hopkins. Fyrir framan húsið var litið bílastæði, þar sem nokkrir ósjá- legir bílar voru til sýnis og sölu. 1 skrif- stofuglugganum var spjald, þar sem á stóð LOKAÐ og við hliðina á glugganum var stór bílskúr. Það eina, sem vakti furðu Lukes, voru tveir svartir bílar, sem auðsjáanlega voru líkbilar. „Stundarðu líka jarðarfarar- viðskipti?” spurði Luke. „Já. Það borgar sig að dreifa sér nú til dags,” svaraði hann þurrlega. Rhiannon greip fram í fyrir þeim: „Haydn hugsar um viðhald á bílunum, Luke. Það er hr. Prothero, sem sér um jarðarfarirnar.” Hún benti á skilti fyrir ofan dyrnar: PROTHERO OG HOPKINS — JARÐARFARARSTJÓRAR: Luke lokaði augunum. Prothero? Hann kannaðist við nafnið, en hann mundi ekki, hvar hann hafði heyrt það. „Það er kominn tími til að við leggjum af stað,” sagði Haydn óþolinmóður, „annars náum við aldrei nógu snemma til baka. Við eigum að fara á kóræfingu í kvöld, þú og ég, Rhiannon.” Haydn gekk á undan þeim, milli hauga af ónýtum dekkjum og málm- hlutum. Luke og Rhiannon fylgdu á eftir. „Þú ert þá upptekin í kvöld?” „Já. Haydn og ég erum bæði meðlimir i Abermorvent-karlakórnum.” „Kona i karlakór?” „Hún hló. „Nei, ekki þannig. Haydn Þýö Steinunn Velgadóttir HLUTI 22. tbl. Vikan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.