Vikan


Vikan - 31.05.1979, Blaðsíða 50

Vikan - 31.05.1979, Blaðsíða 50
SYNIR HAFSTEINS MIÐILS Ég hef oft hugsað um það, hve dásamlegt það hlyti að vera að ferðast um fræga forna sögustaði í fylgd með sjáanda, þ.e. manneskju sem gædd er þeim sjald- gæfa hæfileika að geta skyggnst aftur í timann og séð bókstaflega fyrir sér atburði liðins tíma. En slikt fólk er til og eru til talsverðar bókmenntir sem skýra frá slíkum sýnum inn í fortíðina. Vitanlega eru margir sem ekki leggja minnsta trúnað á slík fyrirbæri og telja slíkt hugaróra eina og er af skiljanlegum ástæð- um tilgangslaust að hefja rökræður um það efni við slíkt fólk. Það heldur að heimurinn sé einungis það sem það sjálft getur skynjað með sínum fimm ófull- komnu skilningarvitum. En það er fyrir löngu búið að sanna það visindalega, að skilningarvit okkar mann- anna eru á ýmsum sviðum miklu ófullkomnari en skilningarvit ýmissa dýra. Það eitt ætti að nægja hugsandi manni til þess að átta sig á því, að heimurinn hlýtur að búa yfir miklu meiru en venjuleg manneskja fær numið með ófullkomnum skilningarvitum sínum. Ég vil hér einungis bæta því við að ýmislegt, sem slikir sjáendur inn í fortíðina hafa sagt frá i ritum um menningartíf fornþjóða, svo sem Egypta, hefur síðar fengið stuðning sökum nýrra funda fornleifafræðinga og þannig sannast að sálrænt fólk vissi hvað gerst hafði áður en vísindin höfou sannað það. Þetta bendir til þess að varlegra sé að vísa ekki tvímælalaust öllu því á bug sem sálrænt fólk telur sig sjá og heyra. Ég hefði að minnsta kosti viljað fóma miklu til þess að geta verið í fylgd Hafsteins heitins Björnssonar miðils þann 27. april 1955, því þá var hann staddur við hinar fornfrægu Katakombur Rómaborgar. Katakomburnar, sem eru höggnar í mjúkt móberg undir Rómaborg, voru athvarf hins fyrsta kristna safnaðar i þessari stórborg á þeim timum þegar kristin trú var þar bönnuð og kristnir menn ofsóttir fyrir trú • sína. En þarna niðri í neðanjarðarhvelfingum þjónuðu þessir ofsóttu menn guði sínum, og í eins konar skápum, höggnum inn í veggi ganganna, komu þeir fyrir likum ástvina sinna. Mönnum kemur ekki saman um hve Katakomb- umar eru stórar en sumir halda þvi fram að þær séu um 40 km á lengd, þótt enginn viti það með vissu. Þetta var siðla dags. lslenski ferðamannahópurinn hafði farið víða um borgina og skoðað þar eitt og annað. En þá tók Hafsteinn eftir því að þau voru stödd á vegi sem mjög var frábrugðinn þeim götum, sem ekið hafði verið um um daginn og því umhverfi. Þessi vegur heitir Via Anbila og fyrir enda hans eru Katakomburnar, þetta undarlega völundarhús gert af mannahöndum. Það var 30 stiga hiti og glampandi sólskin. Með leiðsögu tveggja munka var nú farið niður tröppur all- miklar. Þær lágu niður í jörðina. Sagði Hafsteinn að þau áhrif, sem hefðu mætt lslendingunum við þaðað fara þarna niður úr glampandi sólskininu, hefðu verið allundarleg. Það var eins og á móti þeim kæmi súgur og lykt löngu liðinna tíma. Þau komu niður í nokkurs konar anddyri, en úr því beint inni gang sem höggvinn er i móbergið. Sagði Hafsteinn að áhrifin frá þessum stað hefðu verið svo undarleg að erfitt væri að skil- greina það. Annars vegar lyktin af jarðveginum og hins vegar áhrifin frá þeim atburðum sem þarna höfðu átt sér stað. Þarna voru lík framliðinna manna allt frá dögum fyrstu kristni, og út úr veggjum standa mannabein, hauskúpur, lærleggir og nær öll hugsan- leg mannabein. Þarna kom fólkið líka að altari heilagrar Sesseliu, en hún var hálshöggvin i herbergi í húsi sínu i Róma- borg árið 230. En árið 822 fannst lik hennar órotnað í UNDARLEG ATVIK XXXI" ÆVAR R. KVARAN Katakombunum, og var hún þá tekin í helgra manna, tölu. Heilög Sesselía er verndardýrlingur tónlistar- manna. Þar sem hús hennar stóð i Rómaborg er nú kirkja, helguð henni og gerast þar margar jarðteiknir enn í dag. Kirkjudagur hennar hjá kaþólsku kirkjunni er 22. nóvember. Altari heilagrar Sesseliu er prýtt fjölda kertaljósa og blóma og hvilir unaðslegur friður yfir þessu umhverfi. Fannst fólkinu hún bara liggja þarna og sofa. En Hafsteinn Björnsson var skyggn, og þegar lengra var gengið mætti honum einkennileg ógn. Hann varð undirlagður vökuleiðslu og staldraði við, sem steini lostinn af undrun. Honum opnuðust sýnir frá löngu liðinni öld. Hann sá hinn fyrsta söfnuð Rómaborgar halda guðsþjónustu. Honum virtist yfir að lita niðurgrafið svæði, ekki ósvipað hringleikahúsi, og uppfrá þessu svæði voru þrep, hvert af öðru, öll þéttsetin fólki. Út frá aðalsvæðinu voru margir út- gangar, sumir háir og breiðir, aðrir minniháttar, og gangþrep frá botni hér og þar upp i gegnum setþrepin. Hafsteinn virti fyrir sér fólkið. Hann sá aftan á það, á hlið og svo beint framan í það. Það kom honum furðulega fyrir sjónir. Það virtist vera af öllum stigum og stéttum. Klæðnaður þess var harla sundurleitur. Sumir virtust klæddir borgaralegum klæðum þeirra tíma, aðrir sem hirðingjar í tötrum. Sumir voru sem sagt klæddir, en aðrir eiginlega hálfnaktir. Konur voru síðklæddar og dökkklæddar og báru höfuðklúta sem að nokkru skyggðu fyrir andlitið. Karlmenn voru berhöfðaðir. Þegar Hafsteinn hafði horft á þetta um stund barst honum að eyrum ómur af lágum söng, eins og fjarlægum, líkustum endurteknu stefi. Hafsteinn fann innra með sér að þessi fábrotni ómur söngsins var til þess fallinn að skapa viðeigandi samræmdan hugblæ. Gegnt honum við sviðið var upphækkaður pallur. Þar sat gamall hvítskeggjaður öldungur og talaði til fólksins. Hafsteinn heyrði eim af orðum hans en ekki orðaskil. Öldungurinn var klæddur kyrtli úr grófu efni og hann studdist við staf meðan hann flutti mál sitt. Til hliðar við hann sat maður mikill vexti, á að giska um sextugt, með hæru- skotið alskegg og óvenju fagurt yfirbragð. Frá björtum augum hans stöfuðu geislar mildi og kær- leika. Birtan þarna niðri i gluggalausum göngunum var harla dauf. Hún stafaði frá litlum blysum, sem stungið var inn í móbergsveggina. En ekki var Hafsteini Ijóst hvaða Ijósmeti var notað. Og þessi vökudraumleiðsla hans hélt áfram. Hann heyrði að vísu óljóst frásagnir og lýsingar leiðsögu- manns hópsins. En nú dró til nýrra atburða, ógn- vekjandi og hryllilegra. Skyndilega heyrði Hafsteinn á bak við mikla háreysti, brak og bresti, eins og frá vopnaskaki. Og framhjá honum ruddust tugir og aftur tugir hermanna með nakin sverðin á lofti. Þegar þeir sáu hinn kristna söfnuð ráku þeir upp ólýsanleg villidýraöskur. Klæðnaður þeirra var eins konar brynja og hjálmur á höfði. Handleggir þeirra og fætur voru naktir. Þeir voru dökkir á hörund og alskeggj- aðir. Og framhjá Hafsteini ruddust þeir með alvæpni, naklin sverð og skildi. Sagði Hafsteinn að áhrifin frá þeim hefðu verið grimmileg einbeitni, en þó blandin geig um leið. Og svo réðust þeir á hinn kristna mann- söfnuð. Þeir brytjuðu niður alla sem þeir náðu til og þyrmdu engum, hvorki börnum né gamalmennum. Þeir ruddust um og samkomusalurinn varð brátt eitt mannhaf. Sumir fórnuðu höndum i trúarvissu til almáttugs guðs, aðrir urðu frávita af skelfingu. Hin háleita guðsþjónusta breyttist í óskaplegt öngþveiti og allir sem gátu ruddust til útgöngudyranna til þess að forða lífi sínu. Hafsteinn sagði þeim sem þetta skrifar að alla tið síðan hefði ómað fyrir eyrum sér sambland þessarar taumlausu háreysti og kveinstafir kristna fólksins sem á var ráðist. Á stuttum tíma virtist honum samkomusviðið tæmast af fólki, svo allt varð autt. Eftir urðu aðeins hermennirnir og svo valur þeirra manna sem þeir höfðu ráðið bana. Hitt furðaði Hafstein á að hermennirnir virtust ekki þora að elta fólkið inní útgangana, en sneru við og gengu burt. Þeir skildu eftir valinn eins og hann var. En þrjá menn höfðu þeir á brott með sér lifandi. Virtist Hafsteini það myndu vera einhverjir fyrirsvarsmenn safnaðarins. Einn þeirra var sá sem setið hafði til hliðar ræðu- manninum. En nú víkur Hafsteinn i lýsingu sinni aftur að þeim þætti þar sem sjálf guðsþjónustan fór fram, og hinni andlegu uppbyggingu. Hann hafði lýst þvi fyrr að um- hverfið var lýst upp með daufum Ijósblysum. En þarna varð hann einnig var við aðra birtu, en hún var 50 Vikan XX. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.