Vikan


Vikan - 31.05.1979, Blaðsíða 21

Vikan - 31.05.1979, Blaðsíða 21
átryggt Okkur ber því að vara börn við eldhættu og láta aldrei eldspýtur eða kveikjara liggja á glámbekk þar sem óvitar geta náð til þeirra. Gallaðar raf leiðslur Aðalhætturnar í sambandi við þær eru eftirfarandi: • kunnáttuleysi við viðgerðir, eða „fúsk” • of mörg tæki á einni og sömu tengingunni • rangt öryggi (vartappi) • rafmagnsleiðslur sem liggja undir gólf- ábreiðum • rafmagnsleiðslur sem eru í flækju. í þrem síðastnefndu tilvikunum á sér stað langvarandi en hægfara hitun sem eyði- leggur einangrunina á rafmagnsvírunum smám saman. Samkvæmt upplýsingum Gunnars Sigurðssonar, varaslökkviliðsstjóra í Reykjavík, voru raflagnir og rafmagnstæki völd að 65 eldsvoðum í Reykjavík af 333 útköllum, þar sem eldur var laus, árið 1978. Langalgengasta orsök eldsvoða, í það minnsta í Reykjavík, er íkveikja eða í 146 tilfellum. Ókunnugt var um orsök í 78 til- fellum. Hvað á að gera þegar eldur er laus? Það fyrsta sem gera verður, þegar eldur er laus, er að loka dyrunum að herberginu, þar sem eldurinn er, og einnig gluggum, ef komist verður að þeim án hættu. Þetta er mjög mikilvægt til þess að hefta útbreiðslu eldsins. Hvorum megin dyra staðnæmst er, fer eftir því hve mikill eldsvoðinn er. Ef um er að ræða smáíkveikju kemur til greina að vera áfram inni í herberginu og hefja slökkvi- tilraunir. Ef eldurinn virðist vera óviðráðanlegur er hyggilegast að loka dyrunum á eldinn og forða sér út úr húsinu Það sem á A L D R EI að gera: Reynið akfcei að qnHmgin pott með logandl fitu af eldavélinni. Fitan slettist ó hendur og hand- leggi og veldur stórskaða. Reynið A L D R E I að fara út meO logandi titu- pott. Um leið og þú opnar glugga eða dyr eykst eldurinn og blossar yfir hendur og handleggi þlna og jaf nvel á andlit þitt. Hettu akfcei vatni eða sandi á togandl fitupott Árangurinn verður líkastur eldrigningu yfir allt eldhúsið. Fyrsta flokks eldvamarteppi á að hafa handföng og svona ber að varpa þvi á logandi frtupott Á svipaðan hátt er lok látíð á logandi fitupottinn. eins fljótt og frekast er unnt og vara aðra við. Ef dyr eru skildar eftir opnar breytist smáeldur fljótlega i mikið bál. Um leið og unnt er verður að kalla til slökkvilið. Ef þig grunar að eldur sé laus, handan við luktar dyr, skaltu þreifa á hurðinni með handarbakinu. Ef hurðin er heit skaltu ekki opna. Ef þú gerir það er líklegt að eldurinn gjósi á móti þér. Þegar eldsvoða ber að höndum þarf að taka skjótar og áhrifaríkar ákvarðanir. Eldurinn ógnar bæði sjálfum þér og eignum þínum og getur einnig ógnað öðrum. Vitanlega er fólk mikilvægara en eignir, en lítið vit virðist vera í því að fórna lífi sínu við árangurslausar tilraunir til að bjarga öðrum. Þess vegna ber að hjálpa öðrum til undankomu ef þess er nokkur kostur, en ef svo er ekki þá er öllum fyrir bestu að þú hringir á slökkviliðið þegar i stað. Tilgreinið þegar í stað nákvæmt heimilisfang og látið þess umfram allt getið ef fólk er lokað inni. Farið aldrei aftur inn í brennandi hús. Ganga má að þvi sem visu að eldurinn og þar með hættumar hafi aukist og að nýjar og óvæntar hættur séu á næsta leiti. Ef þú ert staddur í herbergi á efri hæð og eldur er laus fyrir framan getur verið heppilegt að halda kyrru fyrir og freista þess að hurðin haldi eldinum frá. Gott er að þétta við dyrnar með fatnaði eða röku handklæði til þess að hindra að herbergið fyllist af reyk. Haltu þig við gluggann þannig að hægt sé að sjá þig utan frá. Hvers vegna á að skipuleggja aðgerðir fyrirfram? Af eðlilegum ástæðum, og sem betur fer, er flestum framandi að lenda í eldsvoða. Mönnum hættir til að hegða sér með óvæntum hætti og stundum jafnvel fáránlega þegar þeir verða fyrir því óláni að lenda í eldsvoða. Ef fyrirbærið er hins vegar hugleitt fyrirfram, áður en það hefur gerst, og menn reyna að velta því fyrir sér, getur það auðveldlega orðið til þess að við- brögð manna verða hin skynsamlegustu og líkleg til þess að bjarga því sem bjargað verður. íhugaðu vandlega hugsanlegar undan- komuleiðir fyrir þig og fjölskyldu þína hvar svo sem eldsupptökin yrðu í húsinu. Eðlilegt er að ganga út frá því að hluti hússins sé tepptur, svo sem tröppur og gangar. Vertu viss um að börnin skilji mikilvægi þess að hefta útbreiðslu elds, t.d. með því að loka dyrunum og forða sér. Oft kemur fyrir að rafmagn fer af brenn- andi húsi og því getur verið gott að hafa kynnt sér útgönguleiðir, einnig við slíkar aðstæður. Hafið vasaljós jafnan á aðgengi- legum stað. Ef garðslanga er tiltæk hug- leiddu þá hvort hafa megi gagn af henni. Ef þú býrð í fjölbýlishúsi kynntu þér og fjöl- XX. tbl. Vikan XX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.