Vikan


Vikan - 21.06.1979, Qupperneq 4

Vikan - 21.06.1979, Qupperneq 4
SJÖ MILUARÐAR Al Blaðamaður Vikunnar heimsækir skopsnillinginn og konu hans á heimili þeirra I Kaupmannahöfn Mini-sögurnar hans Willy Breinholsts hafa notið mikilla vinsælda meðal lesenda Vikunnar enda svo hnyttnar að jafnvel þýðandinn skemmtir sér konunglega við að koma þeim yfir á eigin tungu. Það var því með mikilli eftirvæntingu í hjarta að blaða- maður Vikunnar ásamt ljósmyndara steig inn í leigubifreið fyrir utan híbýli sín í niðurniddu hafnarhverfi i Kaupmanna- höfn til að aka á fund skopsnillingsins sem býr í reisulegu húsi við eina af fegurstu götunum i einbýlishúsahverfi á Amager. Það er laugardagur og klukkan er að nálgast 12 á hádegi. Samkvæmt hinum frægu teikningum Léons van Roys við sögur Willy Brein- holsts höfum við þegar skapað okkur nokkra mynd af rithöfundinum. Lítill, feitur kubbur, sennilega eldsúr á svip og hundleiður á að þurfa líka að vera skemmti- legur fyrir aðvífandi blaðamenn í einkalífi sínu. Maðurinn, sem tekur á móti okkur, er hávaxinn og afar glaðlegur á svip, ekki vottur af kúluvömb. Hann ber þó mikinn svip af teikningunum og við höldum í fyrstu að þetta sé bróðir rithöfundarins sem létti af honum þeirri þjáningu að þurfa að vera skemmtilegur við gesti utan vinnu- tíma. — Gjörið svo vel að ganga í bæinn, segir hann hressilega. — Ættum við ekki að byrja á því að borða? Polly var að búa til Sögubrauð handa ykkur. Þannig er þá Willy Breinholst. Frú Breinholst sem hefur verið manni sínum efniviður i margar sögurnar kemur fram úr eldhúsi og heilsar okkur. Hún er falleg kona, ákaflega dökk yfirlitum með stór og leiftrandi brún augu. Teldi hún uppruna sinn til aust- eða vestfirsks fiski- þorps á ísaköldu landi færi ekki hjá því að grunur læddist að mönnum um að franskur skipbrotsmaður hefði einhvern tíma leitað húsaskjóls hjá langömmu hennar. En frúin er jósk og engin ástæða til að draga dyggðir langömmu hennar i efa. Við setjumst að fagurlega skreyttu hátíðarborði. Islendingar eru greinilega aufúsugestir í þessu húsi. Sögubrauðið, sem Willy minntist á, er samkvæmt uppskrift sem frúin fékk á Hótel Sögu á einni af ferðum þeirra til íslands. Áleggið rækjur, kavíar og hrá eggjarauða. — ísland hefur alltaf haft mikið aðdráttarafl fyrir mig, segir Willy. — Enda er ég sjálfur eyjarskeggi. Ég er fæddur á Sjálandi og ólst þar upp á lítilli eyju. Þar átti ég góða bernskudaga, stundaði fisk- veiðar frá morgni til kvölds. Það kom sér líka vel, pabbi rak búgarð og það var ekki arðvænlegt á þessum árum. Fiskurinn minn var þvi vel þeginn í soðið. Annars hef ég skrifað alveg frá barnæsku. 12 ára gamall gaf ég út vikublað, handskrifað og í einu eintaki. Þetta eintak neyddust svo allir 4 Vikan 25. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.