Vikan


Vikan - 02.08.1979, Blaðsíða 15

Vikan - 02.08.1979, Blaðsíða 15
skammdeginu þegar lítið er við að vera. Þarna mátti sjá myndir gerðar úr fagurlega lituðum fiskabeinum, prjónadót, útsaum, útskurð og margt fleira. Svo má ekki gleyma málverkasýningu Þorvaldar Skúla- sonar i hinum enda skólahússins, en eins og kunnugt er þá er Þorvaldur einn frægasti málari á íslandi — minna mátti gagn gera. Og Gunnar skoðaði allt. Menningarvakan hafði staðið í viku. Fyrri helgina var mikið um dýrðir, síðan var unnið í fiski í fimm daga og nú var komið að lokaskemmtuninni. Fyrst áttu að vera skemmtiatriði með Gunnar sem aðal- númer og svo ball á eftir. Gestirnir voru þegar byrjaðir að streyma að samkomuhús- inu Sævangi er bílalest Gunnars Þórðar- sonar renndi þar upp að. Allir voru í sínu fínasta pússi, eins og vera ber á slíkum stundum, og meira að segja heimsborgar- inn og Hólmvíkingurinn Gunnar Þórðar- son var í jakkafötum. Nú voru gítarar stillt- ir og beðið eftir að fólk kæmi sér fyrir. Sól skein í heiði og stillingarhljóðin úr gíturum Gunnars og Pálma Gunnarssonar, en hann var þarna Gunnari til aðstoðar, bárust út í sumarkvöldið, út á bílastæðin fyrir utan, þar sem fólk sat í bílum og nokkrir drukku af stút. Svo rann stundin upp. Salurinn var hálfmyrkvaður og tjaldið var dregið frá. Á sviðinu stóð Gunnar og úti í sal sátu hinir Hólmvíkingarnir. Konsertinn Og svo hófst þessi sérstæði konsert. „Bláu augun þín”, „Þú og ég” og „Ástar- sæla” ómuðu um salinn og langt út á sjó við góðar undirtektir sem náðu hápunkti er Gunnar þrumaði lagið sem gerði hann frægan og ríkan í stutta stund, eins og hann segir sjálfur, „Er ég kem heim í Búðardal”, af þvílíkum krafti að rafmagn- ið fór af! Tvöfatdur kvartett söng undir stjórn Jóhanns Guðmundssonar vólsmiðs. Kór þessi samanstandur þremur faðrum og sonum þairra. Þó rafmagnið færi af Strandasýsiu var samt haldið áfram að leika og syngja og þá á píanó staðarins. — Þetta er bara öryggið, hvíslaði fólk hvert að öðru, en það virtist ætla að taka tímana tvo að skipta um það. Svo kom í ljós að rafmagnið hafði farið af allri Strandasýslu — rafmagnskerfi sýslunnar hafði ekki þolað gítarleik þeirra Gunnars og Pálma. Það tók tæpan klukkutíma að koma þessu í lag aftur, en á meðan spók- uðu samkomugestir og Gunnar sig í kvöldsólinni norður við íshafsbaug — eða tæplega það. Þegar rafmagnið kom aftur stökk Gunnar upp á svið og hristi sig þar og skók í laginu „Don't step on my blue suede shoes” fyrir sveitamennina og frændur sína, og það var greinilegt að fólkið var stolt af frænda sínum. Þar með var hlutverki Gunnars Þórðar- sonar á þessari menningarhátíð lokið — í bili. Ýmislegt fleira hafði þó verið á dag- skrá þetta kvöld, s.s. hólmvískur diskó- dans, sem sýna hefði mátt hvar sem er í veröldinni, tvöfaldur kvartett söng og svo sleit sýslumaður Strandamanna menning- arhátíðinni með ræðustúf fluttum af blaði að gömlum hætti. Á eftir var ball. Gunnar var ekki fáanlegur til að dvelja Rúnar Guðjónsson, sýslumaður Strandamanna, slrtur menningarvökunni. Gunnar dró ekki af sór þegar hann lók fyrir frændur sína ó einhverjum skemmtilagustu hljómleikum hóriendis. á ballinu, til þess er frægasti sonur Hólmavíkur of önnum kafinn. Hann stakk gítarnum sínum í töskuna og enn einu sinni þyrlaðist rykið upp er bílalestin tók stefnuna á flugvöllinn þar sem flugvél hans beið. Flugvélin flaug í stórum sveig yfir Hólmavík um svipað leyti og Hólmviking- ar stigu fyrstu danssporin á lokaballi menningarvöku Strandamanna árið 1979. EJ. 31. tbl. Vikan 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.