Vikan


Vikan - 09.08.1979, Page 31

Vikan - 09.08.1979, Page 31
Marífyn Monroe rokksins I hljómsveitinni eru jyrirtaks hljóö- færaleikarar og sviðsframkoma þeirra ! þykir skemmtileg. Erfitt í byrjun Hljómsveitin Blondie var stofnuð í lok ársins 1974 af Debbie og gítarleikaranum Chris Stein. Þau höfðu hist í hinu gall- harða umhverfi eiturlyfja og rokktónlistar í einu hverfa New Yorkborgar, þar sem Debbie vann fyrir sér sem þjónustu- stúlka í einum rokkklúbbnum. Þarna kynntist Debbie þessari ákveðnu tegund rokktónlistar og það er engin furða, að þau skuli hafa tileinkað sér hana, þar eð klúbburinn, sem Debbie vann i, var einmitt miðstöð „new wave”tónlistarinnar. Og hvers konar tónlist? Með þungu hljómfalli og óvönduðum Debbie — imynd hljómsveitarinnar Blondie. útsetningum. í raun og veru verða menn hissa á því, hvað lítið af tónlistinni er nýtt af nál- inni. Þegar hljómsveitir eins og Blondie ná frama, ásamt fjölda annarra, er það ekki hvað síst því að þakka, að þörf hefur verið orðin á nýjum andlitum, á nýjum svip á tónlistinni og því hefur þeim tekist að ná til fólks. í raun má segja, að tíu til tólf enskar hljómsveitir hafi ráðið ferðinni í rokktónlist í langan tíma og um leið sankað að sér öllum peningunum. Blondie er því svar Bandaríkjanna við því. Margt öfgakennt hefur verið sagt um þessa ágætu konu, m.a. að hún væri eins í hátt og karl- menn óskuðu sér helst, millistig milli dýrlings og vændiskonu! Og rétt er það, þótt hljóm- sveitin Blondie hafi hlotið mikið lof gagnrýnenda og verið talin með þeim bestu í flokki „new wave” hljómsveita, er enginn vafi á því, að það er stúlkan sem dregur athygli áhorfenda að sér. Hún heitir Debbie Harry. Er 35 ára, frá New York. Og er fyrrverandi eiturlyfjaneytandi. í dag tryllir hún áhorfendur víða um heim og sagt er að hljómsveitin njóti meiri vin- sælda í Evrópu en í Bandarikj- unum. 32* tbl. Vikan 31

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.