Vikan


Vikan - 09.08.1979, Síða 38

Vikan - 09.08.1979, Síða 38
 Undirstaða allrar snyrtingar er góð hreinsun i upphafi og eftir að farði hefur verið notaður. Gott er að sofa með næturkrem og vekja siðan húð- ina upp með tónik-andlitsvatni á morgnana. Ekki er talið skynsam- legt að hreinsa andlitið með sápu, þar sem hún þurrkar yfirborð húðar- innar meira en ráðlegt er talið. Á þessarí mynd sjást nokkur sýnis- hom af ROC-snyrtivörunum. Ekki er ætlunin að fjölyrða um innihald hverrar flösku eða túpu, heldur er ætlunin að gefa lesendum hugmynd um verðlagið á snyrtivörunum. Hér sjáum við Dolores Fredon bera sólkrem á andlitið til að vernda húð- ina gegn sólbruna. Ef húðin skadd- ast af sólbruna þá er það varanlegur skaði sem ekki er hægt að bæta. Veist þú annars, lesandi góður, að það er hættulegt fyrir ófrískar konur að liggja í sólbaði, þær fá hvita og brúna bletti á húðina, sem aldrei nást af. Konum sem nota P-pilluna, taugaróandi lyf og viss fúkkalyf er einnig ráðið frá þvi að fara i sólbað, án þess að hafa undirbúið húðina vandlega áður. Ilmvötn og svitalykt- areyðir geta einnig vuldíð varanlegu tjóni á húðinni. 38 Vikan 32. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.