Vikan


Vikan - 15.11.1979, Blaðsíða 44

Vikan - 15.11.1979, Blaðsíða 44
Allt í einu langaði Claire aðeins til að komast heim; sitja ein og hugsa. Hún var leið á að hafa fólk i kringum sig, eins og núna. Hugsunin um hennar eigið svala heimili og Rebeccu, svörtu heimilishjálpina, var afar lokkandi í augnablikinu. Og þessi vitleysa með Dermott — nei — manninn sem líkst hafði Dermott — nú var allavega ekki rétti tíminn til að ræða um það. Sennilega myndi hún aldrei framar minnast á það við neinn. Fólki þótti hún vera sérvitur að vilja búa áfram i litla húsinu. Ef þetta fréttist yrði hún álitin brjáluð. Jafnvel Ruth myndi álíta það. EGAR Claire sveigði inn sína eigin innkeyrslu og hleypti Fay út, svo að hún kæmist yfir runnana sem lágu á milli húsanna, sá hún glitta í eitthvað rautt. Það var billinn hennar Fay. „Hann er kominn aftur,” sagði hún. Fay andvarpaði, full feginleika, steig út úr bilnum og sagði: „Þakka þér kærlega fyrir, Claire. Ég verð að fara að drifa mig. Hann hlýtur að vera alveg glorsoltinn, og hann borðar ekkert nema ég sé hjá honum Við sjáumst!” Claire starði augnablik á eftir Fay. Tvær hugsanir voru efst i huga hennar. Önnur var sú að Fay Hallet væri sú besta manneskja, sem hún þekkti; hin var sú að ef Noel Kendrick væri hennar eigin bróðir myndi hún fremur flýta sér inn til að myrða hann en til að fæða hann. Það var ekki fyrr en Rebecca, heimilishjálpin, hafði lagt á borð fyrir hana kaldan kjúkling og salat, áður en hún dró sig til baka til híbýla sinna aftast í garðinum, að Claire varð aftur hugsað til Papemálverkanna og þess áhuga sem Noel Kendrick hafði sýnt þeim. Hún varð að sýna honum myndina sem hún átti sjálf, þessa sem hékk á veggnum í stofunni. En hún var ekki beint hrifin af að koma aftur út úr þeirri skel sem hún hafði dvalið i svo lengi. Þess vegna hafði hún ekki gert neitt í málinu á fimmtu- daginn, þegar Fay hrópaði til hennar yfir runnana, þegar hún var að ganga frá bilnum eftir að hafa farið í sundferð með systurbörn sín. Hún slengdi votum baðfötunum og handklæðinu yfir öxlina og gekk yfir til Fay. Glæsileiki cinkennir hcimilistækin frú KPS, Norcyi. Þúfierð allt í cldhúsid í tlzkulitum, elduvélur f’ufufflcypa, kæliskúpa, frystiskúpa, frystikistur <>y uppþvottuvclar. Tryggur heimilisvinur. EINAR FARESTVEIT & CO. HF BERGSTAÐASTRÆTI 10 A Simi 16995. „FÉKKSTU þér sundsprett?" Éay benti í áttina að sundlauginni fyrir framan húsið. „Hvers vegna notaðirðu ekki okkarlaug?” „Krakkarnir vildu synda i sjónum í dag. Þeir hafa ekki leyfi til að fara til strandarinnar nema í fylgd með full- orðnum, svo að ég bauðst til að fara með þeim. Hvernig hefurðu það, Éay?” Éay hnussaði. „Það er ekki furða þó þú spyrjir. Þú kemur varla hingað nú orðið.” Hún bar höndina fyrir augu sér. „Ég held að það sé best að við drífum okkur inn. Komdu, við skulum biðja Henry um að blanda þér einn." „Eins og ég lít út?" Claire renndi fingrunum í gegnum blautt hár sitt og leit niður á krumpaða blússuna. „Já. Einmitt. Þú ert alveg jafnfalleg og alltaf. Aðeins þreytuleg kannski.” Fay grettti sig. „Ég hef það fínt. Ég ætla bara að losa mig við þetta fyrst,” sagði Claire og veifaði votum baðfötunum og hand- klæðinu. „Allt í lagi, en drifðu þig.” CéAIRE tók eftir því, þegar hún setti á sig varalit við snyrtiborðið, að hún leit reyndar þreytulega út. Sund- ferðin með börnunum hafði ekki hresst hana jafn vel og yfirleitt. Þvert á móti. Sólskinið hafði valdið henni höfuðverk, svipuðum þeim sem hún fékk sem táningur og hafði gleymt þar til síðasta árið sem hún var gift Dermott. Hvers vegna, endurtók hún í sifellu við sjálfa sig, varð ég einmitt að sjá mann sem minnti svo á Dermott og ganga i gegnum þetta allt saman aftur? Síðan stóð hún upp, skellti varalitnum á snyrti- borðið og ákvað að besta meðalið við slíkum hugsunum væri kvöldstund með Fay og eiginmanni hennar. Hún hafði gleymt gesti þeirra. svo að hún mætti á sama óformlega hátt og venja hennar var, þ.e. hún klifraði yfir runnana á milli húsanna og gekk rak- leiðis inn bakdyramegin. Hún hugsaði reiðilega með sjálfri sér að annars hefði Undir Afríku- himni hún lika farið úr bómullarskyrtunni sem hún hafði verið i á ströndinni. Claire gekk inn í eldhúsið og leitaði að Aron, þjóni Hailetshjónanna. Hann var að elda kvöldverðinn. Hún brosti til hans og hann glotti til baka og veifaði kjötsveðjunni i kveðjuskyni. „Halló!” hrópaði hún þegar hún kom inn i ganginn til að tilkynna komu sina. Þegar hún kom inn i stofuna óskaði hún þess heitast að hún gæli snúið við og gengið út aftur. Systir hennar sagði ætíð að hún væri allt of viðkvæm, en jafnvel Ruth hefði ekki getað komist hjá því að taka eftir spennunni sem ríkti í stofunni, þegar hún kom inn. Og hún vissi með sjálfri sér að það var Noel, sem hún hafði gleymt, sem olli þessari spennu. Noel Kendrick lá i gamla sófanum meðdagblað yfir hnjánum. Henni virtist sem hann hcfði sagt eitthvað biturri og reiðilegri röddu, og þegar hann sá hana koma inn fleygði hann blaðinu til hliðar. Það var fyrst þá, þegar hún leit á hann. að hún sá augu hans. Hann var ekki með sólgleraugun. Augnablik mættu grá augu gráum, en svo flýtti hann sér að setja upp dökku gleraugun. En þó hafði Claire náð að taka eftir einhverju sem liktist örvinglan i augum hans. Noel Kendrick byrjaði að færa fæturna niður úr sófanum en Fay stoppaði hann bliðlega. „Vertu kyrr,” sagði hún. „Claire tekur hlutina ekki svo hátíðlega og hún veit að þú hefur verið veikur.” Hún greip um úlnlið Claire og leiddi hana bliðlega en ákveðið að hægindastól og lét hana setjast, áður en Noel fékk staðið upp. IIAVC1 frískandi þurrkur vættar spritti á skrifstofuna íbílinn í ferdalög Heildsölubirgöir Halldór Jónsson hf. 44 VDun46. tM.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.