Vikan


Vikan - 15.11.1979, Blaðsíða 62

Vikan - 15.11.1979, Blaðsíða 62
póSTimw En málið er að ég vil ekki fermast Halló Póstur. Mig hefur oft langað til að skrifa þér áður en aldrei komið því í verk. Ég hef líka alltaf hugsað að þér Jinnist bréfln mín örugglega svo asnaleg að það taki því ekki einu sinni að skrifa. En núna ætla ég samt að gera það. Ég verð bara að sitja og vona að þér finnist þetta ekki bjánalegt. Það er nefnilega þannig að ég er 13 ára og geng til prestsins, þú veist af því að ég á að fermast í vor. En málið er að ég vil ekki ganga tilprests- ins og ég vil ekkifermast. Ég vona að ég sé ekki að „sjokkera"þig, en ég er ekki kristin og mér flmnst það sem presturinn er að reyna að troða í okkur tómt bull og vitleysa. Ég trúi ekki einu orði af því sem hann segir. Pabbi og mamma eru ekkert ofsalega trúuð, þau fara bara stundum í kirkju á jólunum og svo auðvitað þegar einhver er að fermast, giftast og að jarðar- förum. En það gera þau bara af því að allir aðrir gera það. Það er aldrei talað um svona mál heima og ég var aldrei látin biðja bœnir eða bannað að blóta, eins og það er heima hjá einni vinkonu minni. — Þess vegna flnnst mér bjánalegt að láta ferma mig. Ég bað um að fá að sleppa við það, en þá urðu pabbi og mamma alveg brjáluð og sögðu að fólk ætti sko ekki að halda að ég hefði ekki fengið rétt uppeldi og ég vissi ekkert hvað ég vildi og ætti eftir að sjá eftir því seinna ef ég léti ekki ferma mig. En það skiptir engu máli hvort maður er fermdur þegar maður er eldri. Er það nokkuð? Ég veit af hverju þau urðu svona reið. Ég er viss um að mamma er búin að tala um þessa fermingu við vinkonur sínar og er búin að plana ein- hverja voða veislu! Hún er alltaf að rembast við að hafa allt svo flott, en mér flnnst það ansi hart ef það á að bitna á mér. Hvað flnnst þér, Póstur. Hef ég ekki leyfl til að ákveða þetta sjálf eða hvað? Eru ekki til ein- hver lög sem segja að ég þurfl ekki að fermast ef ég vil það ekki? Með von um að þú hjálpir mér. Reyndu samt ekki að segja að ég eigi eftir að sjá eftir því ef ég fermist ekki. Ég trúi því ekki. Ein kúguð. Það er ekki nema eitt um þetta að se&ja- Ákvörðun um fermingu er nokkuð sem þú tekur sjálf en ekki foreldrarnir fyrir þig. Rasaðu samt ekki að neinu og áður en þú ákveður að láta allar fermingaráætlanir lönd og leið skaltu gera þér grein fyrir hvers vegna þú ert svo mikið á móti þessu. Er þetta þín eigin sannfæring — studd rökum og þekkingu — eða er þetta liður í sjálfstæðisbaráttu gegn foreldra- valdi? Þar er mikill munur á og því aðeins að þú sért þess fullviss að þarna sé um sannfæringu þína að ræða skaltu halda fast við ákvörðun þína. Það er fæstum neitt sáluhjálparatriði að láta ferma sig og þér ætti því að vel athuguðu máli að vera óhætt að hafna umstanginu. Farðu samt með varfærni, ef þessi leið verður ofan á, því for- eldrar þínir verða líka að fá að átta sig á kringumstæðunum. Finni þau að þetta er ekki nein fljótfærnisákvörðun eða löngun til að gera þeim sérstaklega á móti skapi, er ekkert ósennilegt að þau verði þínir bestu stuðningsmenn. Skiptir þú svo aftur um skoðun síðar er ekkert því til fyrirstöðu að þú látir ferma þig — jafnvel eftir tuttugu ára umhugsunarfrest! Ég er með of feit læri og kálfa — og kannski helst til stóran rass Hæ Póstur! Þetta er í þriðja sinn sem ég skrifa þér og ég hef aldrei fengið svar. 1. Viltu gefa mér upp jr Eg er alltaf full um helgar og lendi í löggunni Kæri Póstur! Ég er ekki áskrifandi að Vikunni, það flnnst mér leitt, hún er of dýr. Ég hef skrifað þér áður og fengið gott svar. Eins og aðrir hef ég við mín vandamál að stríða og mig langar að biðja þig um hjálp. Ég er alltaf full um helgar, ég lendi alltaf í löggunni og á enga vinkonu sem ég gæti talað við um þetta. Hvað aég að gera? Á ég að fara I AA-samtökin? Ef ég eignast góða vinkonu, sem ég get treyst, þá er ég viss um að þetta myndi lagast. Ég er gift og á tvo krakka. Ég vil ekki lenda í vand- ræðum. En þegar ég fór I partí um daginn, þá drakk ég of mikið og húsbóndi minn keyrði mig heim. En hann fór ekki með mig heim strax, heldur vildi hann fara upp á mig. En ég reyndi að forðast það. Honum tókst það ekki, en ég þori varla að fara til konunnar hans, af því að hann er alltaf heima. Hvað á ég að gera til að laga þetta? Á ég að fara í AA- samtökin? Þar er einn vinur minn, en ég þori ekki að hitta hann. Hann vann í sama frystihúsi og ég þegar ég var ung. Ó, elsku góði Póstur, hjálpaðu mér. Með fyrirfram þökk og ég vona að ég þurfl ekki að bíða lengi eftir svari. Hjálp, 007 Það er enginn vafi á því að þú þarft að snúa við blaðinu sem allra fyrst, ef ekki á verr að fara. í því efni áttu margra kosta völ og þú ættir að velja þá leið sem þér sjálfri hentar best. Fyrsta skrefið er að hætta að drekka og þar áttu kost á hjálp bæði með því að hafa samband við AA samtökin (til dæmis í gegnum þennan kunningja þinn). Símar þeirra eru 16373 og 12021 og einnig hafa SÁÁ slíka starfsemi og síminn þar er 82399. Það er alltaf erfiðast að taka fyrsta skrefið, svo þú ættir að taka strax upp tólið og hringja í eitt þessara símanúmera. Þegar þú ert laus við vandamálið, sem virðist í þínu tilviki vera vínnotkun, er ekki ósennilegt að önnur vandamál reynist hafa verið fasttengd því og þar með úr sögunni líka. 62 Vikan46. tbL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.