Vikan


Vikan - 15.11.1979, Blaðsíða 47

Vikan - 15.11.1979, Blaðsíða 47
| PARFUMS &QÚ_ Hafiö þér reynt aö bera klóróform í andlitið á yður? nokkrir trúboðsskólar og sjúkrahús hér og þar, en —” Hann hristi höfuðið. „Þetta er ágætisfólk,” sagði Fay, „vingjarnlegt og rólegt. En svolítið barnalegt. Allavega verður fólk alltaf að byrja einhvers staðar. Og áður en koparinn kom til sögunnar, hafði þetta fólk enga byrjunarmöguleika. Svo að ekki sé talað um landrisið, sem verður alltaf á regntimanum og skiptir landinu i tvennt, og þetta er ekki stórt land.” „Einmitt, einmitt,” sagði Henry. „Og Dermott?” tautaði Noel. „Og Dermott ákvað að setjast að, þrátt fyrir þetta,” sagði Henry. „Byggði litla húsið og flutti. Síðar, þegar staðurinn stækkaði — sem skeði reyndar með ógnarhraða eftir að koparinn var fundinn — bað gamli Larry Parker, sem hafði séð um Times næstum einn, hann um að koma til starfa hjá sér.” Henry hló að minningum sinum. „Það sem þessi drengur gat þefað uppi! Ég veit ekki hvernig hann fór að þessu. En landsmenn virtu hann mikils, það get ég sagt þér.” „Þeim þótti vænt um hann,” sagði Claire. „Alveg rétt, vina min.” Henry kinkaði samþykkjandi kolli. „En ég held nú líka að fólkið hafi haldið að hann hefði yfirnáttúrulega krafta.” „Dermott hafði alveg sérstaka fram- komu,” sagði Fay. „Hann var fremur tætingslegur útlits og hann kom eins fram við alla, svarta og hvíta, ríka og fá- tæka. Hann öfundaði engan og svo þeg- ar við bættist að hann var mjög aðlaðandi. — En auðvitað —” hún þagnaði snöggvast. „Hann var hálf irskur, er þaðekki?” Claire kinkaði kolli. Hún fann að hún roðnaði þegar henni varð hugsað til þess sem Fay hafði látið ósagt: að Dermott, sem allar konur dáðu, hafði ekki gert neina tilraun til að standast þær freistingar sem þær höfðu upp á að bjóða. Og auðvitað höfðu allir hér vitað þetta, löngu áður en hún kom frá Englandi. En þótt undarlegt mætti virðast virtist engin hafa neitt á móti honum af þeim sökum. Dermott var kærkominn vinur hverrar húsfreyju og hinn glaðlyndi piparsveinn þeirra allra. Hann borðaði næstum aldrei heima og allar ungu stúlkumar, nýkomnar heim úr skólanum, eltu hann í þeirri von að nú myndi hann gefast upp, að í þetta skipti léti Dermott Felton draga sig upp aðaltarinu. Ó, hugsaði Claire með sjálfri sér, hafði hann gifst henni. Eftir að hafa sloppið frá hverri einustu ógiftu stúlku í nágrenninu i 7 ár hafði hann gifst henni. Og þegar hún hafði komist að þvi hve litlu máli hjónaband þeirra skipti hann hafði hún spurt hann hvers vegna. Svar hans hafði verið: „Vegna þess, dúkkan mín, að ég vildi fá þig. Og ég vissi, að ég gæti ekki fengið þig á nokkurn annan hátt.” Claire hrökk við þegar hún heyrði rödd Noels í gegnum hugsanir sínar. „Og Pape?” spurði hann. „Er hann líka frá Makelia?” „Var,” svaraði Claire. „Hann er dáinn. Dermott hjálpaði honum, en það var of seint. Hann hafði berkla. Vesa- lings maðurinn. Hann hafði haft þá allt sitt líf.” „Hvað er svona sérstakt við myndirnar hans?” „Þær eru fallegar,” sagði Fay einfald- lega. „Mín mynd er af tré í fullum blóma,” bætti Claire við. „Það er nú allt og sumt. En ég held að allar myndirnar hans séu fallegar. Hann málaði tré og blóm, svo fínlega og líflega að þau virðast næstum lifandi. Hann notaði eldspýtur eða tré- flísar, aldrei hníf eða bursta. Ég býst við að það hafi verið ódýrara. Og nú finnast aðeins örfáar af þessum myndum.” „Hittir þú Pape nokkurn tíma sjálf?” spurði Noel. Claire hristi höfuðið. „Nei. Aldrei. Svo virðist sem hann hafi gengið inn á skrifstofu Times einhvern tíma þegar Dermott var þar. Hann var með nokkur málverk með sér, að visu án ramma og aðeins eins og þau komu fyrir.” „Þeir gera þetta oft,” sagði Henry. „Banka á dyrnar og selja hluti sem þeir hafa búið til sjálfir niðri í þorpinu og málverk með mótífum, sem þeir hafa lært í skólanum.” „Dermott sagði mér að Pape hefði virst nær dauða en lifi þegar hann kom á skrifstofu Times,” sagði Claire. „Hann var ekkert nema skinnið og beinin, og þegar Dermott spurði hann hvort hann væri svangur sagðist hann vera það.” Framhald í nœsta blaöi. Enn aukin þjónusta! Ókeypis eyðublöð á afgreiðslunni: Bíll: Sölutilkynningar, tryggingabréf, víxlar, afsöl. Lausafé: Kaupsamningar, víxlar. Húsnæði: Húsaleigusamningar. <I\ 'BIABIÐ Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Dagblaðið afgreiðsla Þverholti 11 sími 27022 Miðstöð smáauglýsingaviðskiptanna Smáauglýsingaþjónustan. Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Afgreiðsla Þverholti 11, sími 27022 46.tM.VIuin47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.