Vikan


Vikan - 15.11.1979, Blaðsíða 51

Vikan - 15.11.1979, Blaðsíða 51
andadrengnum hve hamingjusamur hann væri yfir því að fá að tala við hann á þennan óvænta hátt. Patsy sagði: „Bíddu augnablik. Ég skal hleypa Joe að og hann segir þér frá öllu saman.” Joseph de Wykoff sagði þá við dr. Bowers: „Ég get ekki dregið að segja þér frá undursamlegustu fyrirbærunum sem ég hef orðið þátttakandi i á ævi minni. Ég er svo gagntekinn, að ég get varla talað.” Hann hélt síðan áfram og sagðist hafa heimsótt Decker heima hjá honum um kvöldið, en hefði orðið svo seinn fyrir, að hann hefði ákveðið að gista í borginni. Miðillinn hefði lofað honum að sofa inni í skrifstofunni í næsta herbergi við sjálfan sig. Rétt eftir klukkan eitt vaknar de Wykoff af fastasvefni. Einhver var að hrista hann. Það var allbjart inni, af götuljóskeri sem bar birtu innum gluggann, og hann sá mannsmynd sem var klædd í einhvers konar sendisveinsbúning með hvíta húfu á höfðinu. Honum varð dálítið illt við í svip. Síðan heyrði hann hina kunnu rödd Patsys segja í ásökunarrómi: „Þú ert þó ekki hræddur við mig, Joe?” De Wykoff náði strax valdi á sér, þegar hann heyrði vin sinn úr andaheiminum, sem honum þótti svo vænt um, yrða á sig. Hann svaraði: „Nei, Patsy, elsku drengurinn minn, hvernig ætti ég að vera hræddur við þig.” Patsy var ánægður með þetta svar og sagði honum, að miðillinn sinn væri svo ágætlega fyrir- kallaður í kvöld til að framleiða sálræn fyrirbæri. „Og við ætlum að sýna þér dálítið sem þú hefur aldrei séð áður,” hélt hann áfram. „Nú skaltu loka öllum glugg- um svo ekki slái að þér. Dragðu glugga- tjöldin fyrir og lokaðu ljósin úti eins og hægt er. Farðu í slopp og sestu upp í rúminu og þá muntu sjá nokkuð.” Og Patsy flýtti sér yfir gólfið og hvarf inn í herbergi Franks Deckers. De Wykoff gerði allt eins og anda- drengurinn sagði honum. Hann leit inn í herbergi miðilsins og sá að hann var i transi og korraði í honum. Rétt á eftir kom kven- vera svífandi til hans út úr herbergi miðilsins, sem Patsy og hjálpendur hans notuðu sýnilega sem byrgi til að geyma þétta útfrymið í. Rödd Patsys hrópaði út úr næsta herbergi: „Þetta er Madame Pavalova, Joe.” Andadrengurinn lagði áherslu á hvert atkvæði í nafni dansmeyjarinnar og bætti einu við til áréttingar: „Hún vill láta þig syngja einhverja rússneska söngva og svo ætlar hún að dansa fyrir þig,” hélt Patsy áfram. De Wykoff, sem talar mörg tungumál, byrjaði á smálagi sem er notað sem danslag í Úkraínu. Meðan hann söng fór hin töfrandi, tigulega mynd andadansmeyjar- innar að svífa um í herberginu. Veran var hulin slæðum. En hinir hröðu snúningar hennar sýndu samt sem áður fagurlega mótaða limi og fætur dansmeyjarinnar, sem de Wykoff hafði margoft séð dansa í ýmsum höfuðborgum heimsins. Svo 'nvarf hin dansandi vera, en sir Arthur Conan Doyle, (höfundur Sherlock Holmes sagnanna) sem var nákunnugur de Wykoff hér á jörðinni, talaði því næst við hann. Seinna kom vera sem kallaði sig Lucille Weston og sagðist hafa verið söng- kona áður en hún dó og hún söng Annie Laurie með fagurri söngrödd. Að lokum sagði Patsy við gest miðilsins: „Joe, komdu hérna og sestu á legubekkinn hjá símanum. Mig langar til að síma til konunnar þinnar.” Andadrengnum var sagt, að frú de Wykoff væri líklega ekki heima þessa nótt. Samt sem áður vildi Patsy endilega fá að síma og sagði: „Það er góð æfing.” Siðan tók líkamningurinn upp símtólið, hélt því upp að eyranu og sagði miðstöð símanúmerið heima hjá de Wykoff í Ramsey, New Jersey. Rödd brytans heyrðist, þegar hann svaraði í símann. Spyrjandanum var svarað að frú de Wykoff væri ekki heima. Drengurinn lagði simtólið á og virtist vera andartak í þönkum. Síðan glaðnaði yfir honum og hann sagði: „Nú veit ég. Við skulum síma til doc Bowers.” — Þetta var hið lítt virðu- lega viðurnefni sem hann gaf lækninum. „Manstu númerið hans?” spurði de Wykoff. „Já,” svaraði Patsy, og í annað sinn þetta kvöld tók andadrengui mn upp símtólið, bar það upp að eyra sér og talaði í símann. Þegar röddin á miðstöð svaraði, hálfsneri Patsy sér að hinum jarðneska vini sínum og sagði með hálfgerðri óbeit: „Hún kallaði mig „frú,” líkt og honum fyndist eins og öðrum drengium lítið gert úr karlmennsku sinni með þessu og mislíkaði það. Vart var hægt að gera sér í hugarlund að veslings stúlkuna á miðstöð gæti grunað, að þessi „frúarrödd” tilheyrði gesti frá öðrum heimi, „dauðum” blaðsöludreng. Endir 46.tbL VikanSl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.