Vikan


Vikan - 21.02.1980, Síða 18

Vikan - 21.02.1980, Síða 18
Hvernig stóð á því að afrísk hindur- vitni megnuðu að varpa skugga á líf fólks í þessu kyrrláta enska smáþorpi? HILDA ROTHWELL: Ég hjálpaði föður minum að komast um borð í flugvélina á flugvellinum í Douala, settist síðan sjálf við hlið hans og beið þess að flugið til Parísar hæfist. Það var kontið frant yfir miðnætti og hann niálti ekki missa nætursvefninn. Hann var tekinn að sjá, en hann j fullvissaði mig um að hann væri aðeins fireyttur. Ég varpaði öndinni léttar og i fór að blaða í ffmariti, þangað til mért ; varð allt i einu hugsað til þess að þetta væri að öllum líkindum i síðasta sinn sem ég sæi Afriku. 1 Hl'tir tuttugu og finim ára starf hjá utanrikisþjónustunni var hann nú á förum. ekki nema tveim mánuðum áður en hann átti að fara á eftirlaun. Hann hafði veikst skyndilega svo ég hafði flogið til hans og hjúkrað honum og aðstoðað við að pakka niður hinu og þessu sent safnast santan á tuttugu ára starfsferli. Bernskuminningar minar voru tengd- ar töfrunt Afriku sem ég ntyndi aldrei gleyma. En pabbi hlaut að sakna Afríku meira en ég, þvi frá þvi ég var tólf ára hafði ég verið i skóla í Englandi — ég hafði ferðast á milli þrisvar sinnunt á ári í skólafriunum — og hafði þannig alist upp í tveint ólikum heimsálfum. Og fyrir þann tíma hafði ég meira að segja verið að heiman. í skóla í Salisbury í Ródesíu. og ég uppgötvaði nú, þegar ég fór að hugsa um það, að ég hafði sennilega verið meira í burtu en heima á heim- ilinu. Það hefur sennilega verið þess vegna sem skyndilegt andlát móður minnar. þegar ég var á fyrsta skólaári í Salisbury, varð mér ekki eins þungbært og annars hefði orðið. Þegar ég kom aftur heim i lok skólaársins þá var hún bara einfald- lega ekki þarna lengur. Og það var i sjálfu sér heldur ekkert óvenjulegt þvi ég hafði alltaf verið vön þvi að hún færi oft i heimsókn til systur sinnar, sem var gift og bjó með fjölskyldu sinni í Kenya, og hún hafði aldrei tekið mig með sér. Ég held að ég hafi mest af öllu saknað fegurðar mömmu, en börn eru oft skilningsríkari en álitið er og ég fann að þetta var miklu erfiðara fyrir pabba og þess vegna forðaðist ég að minnast á hana. Að því er ég best gat fundið var hann þessu fegtnn því hann minntist varla nokkurn tíma á hana svo ég heyrði. Það heyrðist hávær hvinur þegar hreyflarnir voru ræstir. Plugfreyja kom gangandi eftir ganginum milli sætanna. Hún athugaði hvort sætisbeltin væru spennt og hvort búið væri að slökkva í öllum sígarettum. Flugvélinni var ekið í flugtaksstöðu. Pabbi var með lokuð augun, hann spennti greipar svo fast að hnúar hans I mánaskini 18 Vikan 8. tbl,

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.