Vikan


Vikan - 21.02.1980, Qupperneq 43

Vikan - 21.02.1980, Qupperneq 43
Þýð.: Steinunn Heigadóttir. NÝ FRAMHALDSSA GA FYRST/ HLUT/ „Ég veit það,” sagði hann. „Gleymdu því.” En hann hreyfði sig ekki. „Segðu mér eitt,” sagði hann. „Hvað hefurðu farið oft út að skemmta þér þessi fjögur ár sem liðin eru síðan maðurinn þinn dó?” Hún leit spyrjandi á hann. „Hvað hefurðu farið oft út með karlmanni?” hélt hann áfram. „Dansað, borðað úti eða yfirleitt farið út með það eitt í huga að skemmta þér. Hefurðu t.d. farið í bió?” „Ég fer ekki í bíó, Chris.” Hún beygði sig yfir töskuna. „Ég get það ekki. Ekki eins og málin standa með Karen...” Hann tók um hægri hönd hennar. „Ég skal segja þér hve oft,” sagði hann blíðlega. „Þú gætir talið þessi örfáu skipti á fingrum annarrar handar.” „Ég hef útskýrt þetta fyrir þér,” sagði hún lágt og leit niður. „Ég get ekki umgengist vini mína — ekki ef ég á að líta nógu vel eftir Karen. Chris. . ." Hún leit upp og blá augu hennar lýstu áhyggjum. „Þú ættir að finna þér einhverja sem er ung og hefur nægan tima fyrir þig. Þú ættir að finna stúlku sem þér getur þótt reglulega vænt um.” búinn 'að-finna hanaf'Hann horfði í augu hennar. „Tuttugu og átta ár er ekki hár aldur. Ekki of hár fyrir þrjátíu og sex ára piparsvein, finnst þér þaðekki líka? Og þó að þú sért ekki frjáls núna. . Hann brosti og hrukkur mynduðust í kringum augu hans. „Ég get beðið.” „Ekki bíða!” Rödd hennar var næstum því reiðileg. „Karen er fimm ára núna. Hver einasti dagur sem líður, hver einasta vika, er sigur fyrir okkur mömmu. Þegar hún var tveggja ára sögðu þeir að við gætum alls ekki búist við að hún yrði fjögurra ára. Sérðu ekki, Chris? Við höfum ekki eftir neinu að bíða! Við munum halda áfram að berjast, dag eftir dag, eins lengi og þörf krefur.” „Já.” Brún augu hans voru hlýleg. „Þaðgetégséð.” „Ég mun aldrei verða frjáls fyrr en viðerum búnar að vinna. Ekki fyrr en hún er orðin heilbrigð og eðlileg, getur gengið í skóla og orðið reglulega óhrein eins og önnur börn.” „Ég veit það. En það ætti ekki að verða til þess að þú getir ekki notið þess að slaka á i örfáar klukkustundir." Þau þögðu bæði i nokkrar minútur. Síðan sleppti hann hendi hennar. „Ég verð að fara til Cardiff á morgun,” sagði hann, „og ég kem seint heim. Eigum við að hittast á laugar- daginn og borða kvöldverð santan?" „Chris. . .” Hún horfði hjálparvana á hann. „Ég get það helst ekki. Ég verð að vera eins mikið heima og mér er mögulegt.” „Vinnan og heimilið. Sumum stúlkum myndi ekki finnast mikið til slíks lífernis koma." Hún opnaði bildyrnar. „Það er ágætis líf,” sagði hún. „En maður verður að reyna svona baráttu sjálfur áður en maður getur skilið það. Ég verð að fara núna. Stundum gáir Karen að mér í glugganum.” Hún fór út úr bílnum. „Þakka þérenn einu sinni fyrir.” „Ég mun hringja, Janet." Hann beygði sig yfir sætið. „Um leið og ég kem aftur frá Cardiff.” Hún sneri sér sem snöggvast við og veifaði og gekk síðan yfir gangstéttina að hliðinu þar sem heimili hennar var. Hvað átti hún að gera í sambandi við Chris? Henni þótti allt of vænt um hann til að vilja særa hann en samband eins og hann vildi hafa það þeirra á milli var vonlaust. Jafnvel þó að Karen hefði ekki verið; jafnvel þó að hún hefði verið jafnfrjáls og fuglinn þá gat hún ekki verið viss um að hún vildi giftast honum. Ekki á þessu stigi málsins. Hún varð að hafa tima til að hugsa sig um. Hún hefði þurft að fara út með honum að skemmta sér, hitta fjölskyldu hans og vini, og þau hefðu þurft að geta verið ein saman til að geta kynnst hvort öðru nánar. Hvernig gat Chris verið svona viss um tilfinningar sinar i hennar garð? Þau höfðu aðeins verið saman þegar þau hittust þar sem hún vann og svo þegar hann ók henni heim. Janet varð að vinna fyrir sér, að 8. tbl. Vikan 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.