Vikan


Vikan - 28.02.1980, Side 18

Vikan - 28.02.1980, Side 18
Framhaldssagan Þýð.: Halldóra Viktorsdóttir IVIamma minntist á að þú ættir skyklmenni nálægt þar sem ég bý og að ég gæti kannski gert eitthvað fyrir þig. Ég get fullvissað þig um að mér væri það sönn ánægja.” „Fáðu þér nú sæti,” sagði ég. Alexander Robertson seig niður i sófann. hnyklaði brýrnar, stóð svo aftur -á fætur og fálmaði aftur fyrir sig nteð annarri hendi. „Það er eitthvað hérna," sagði hann og þreifaði fyrir sér og lyfti síðan upp þessum vesæla hlut. sem ég hafði fundið i skrininu. „Hamingjan góða! Hvað i ósköpunum —?" „Þetta.” sagði ég og teygði fram höndina, „virðist vera minn einka- Tikoloshi, nema hvað það vill svo til að þessi er sýnilegur.” „Tikoloshi? Hvaðer nú það?” „Það skiptir engu. Hvað unt kaffibolla?” „Ó, auðvitað! Þú ert frá Afriku. er þaðekki?” „Ég var alin þar upp. Afsakaðu mig augnablik. ég ætla að ná i kaffið.” „Ungfrú — Joanna?" Ég sneri mér við og kom auga á glettnissvipinn í augum gests mins. „Þú litur ekki út fyrir að vera nógu gömul til að hægt sé að kalla þig „ungfrú Forrest". Ég vil ekki kaffi. þakka þér fyrir. Ég verð að fara að hafa mig af staðefégá að ná heim fyrir myrkur. Mér leiðist að keyra i Ijósaskipt-1 unum." „Áttu við að þú ætlir að fara akandi heim?" „Mikið rétt. Ég lagði bilnunt hérna hinum megin við hornið. en það er best að tefja ekki of lengi." „Áttu við að þú ætlir að vera einn i bilnum?" „Reyndar. En — hvers vegna spyrðu?” Ég dró djúpt andann og sagði: „Ég ætlaði að bíða til ntánudags og leigja þá bil. en ég er búin að pakka niður og ég er alveg tilbúin. Sharon, sú sem býr með mér. verður að heiman um helgina. svo ég get skilið eftir miða handa henni með skilaboðum. Ég er búin að kaupa i matinn fyrir hana og svoleiðis." „Viltu fá far? Já, auðvitað. Eiga ættingjar þínir von á þér? Hvar eiga þeir heinta?” „í Priory Cross. Veistu hvar þaðer?" „Ja, ég hef heyrt þess getið. Látum okkur nú sjá." „Það er nálægt" — ég reyndi að ntuna hverju — „nálægt Upper Boulting." „Já, já. Ef ég man rétt er það aðeins lengra en Upper Boulting. Já. auðvitað geturðu komist með ntér. Sagðistu vera tilbúin? Ef það er í lagi þín vegna. þá væri best að fara sem fyrst af stað." Við ræddum ekkcrt frekar saman fyrr en við vorum komin þó nokkuð út fyrir London. En þá sagði Alexander: „Hvað er Tikoloshi?” Rödd hans kom svo lágt og óvænt að mér brá en ég vonaði hann HILDA ROTHWELL: í mánaskini Rödd mín dó út. Hún hafði enn ekkert hreyft sig og það var eitthvað svo óeðlilegt við það hvernig hún sat að mér brá illilega. Hnúarnir á hendinni, sem hélt um lykilinn, voru hvítir og líkami hennar var allur stífur. Smástund fannst mér eins og hún væri hætt að anda. hefði ekki tekið eftir þvi. „Og hvað áttirðu við þegar þú sagðir — nema hvað það vill svo til að þessi er sýni- legur?” „Ja. eins konar seiðmagnaður örlaga- valdur á afriska vistt.” útskýrði ég. „Það er nokkurs konar ósýnilegur vættur, sem töfralæknirinn sendir samkvæmt ósk viðskiptavinar sins til að klekkja á óvini hans.” „Sem þá læðist inn og brýtur og bramlar, eða eitthvað þvi um líkt?” sagði Alexander hlæjandi. „Ef til vill.” Og stundum miklu meira en það. hugsaði ég með sjálfri mér. „En ef enginn hefur nokkurn tima séð þessar verur?" „Það sagði ég ekki. Fjöldi þeirra sem eru Bantutrúar, og það eru næstum allir, halda þvi fram að þeir hafi einhvern tíma séð Tikoloshi." „En ekki þú.” Hann sagði þetta einkar góðlátlega og greinilega i þeim tilgangi að minna mig á að utan Afriku væri slikt álitið hin mesta fjarstæða. „Nei.” svaraði ég rólega. „Af hverju settirðu hring utan um hálsinn á þessari trédúkku?” Ég tók eftir að hann nefndi hálsinn en mér hafði einmitt fundist þetta eins og háls á brúðu. 18 Vikan 9. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.