Vikan


Vikan - 28.02.1980, Qupperneq 22

Vikan - 28.02.1980, Qupperneq 22
Framhaldssaga tröppurnar, sem lágu upp að aðaldyrunum, og teygði fram höndina til að taka lykilinn úr kveikjulásnum. Ég fór út úr bilnum og gekk í kringum hann og [rangað sem hún sat ennþá með höndina utan um lykilinn. „Vivien," byrjaði ég, „er það ekki skrítið að við skyldum hittast undir þessum kringumstæðum? Ég ætlaði að koma —” Rödd rnin dó út. Hún hafði enn ekkert hreyft sig og það var eitthvað svo óeðlilegt við það hvernig hún sat að mér brá illilega. Hnúarnir á hendinni. sem hélt um lykilinn, voru hvitir og likami hennar var allur stífur. Smástund fannst mér eins og hún væri hætt að anda. „Vivien,” sagði ég aftur, en hún var eins og steinrunnin. Fyrir augum mér birtist myndin af föður minum dettandi til hliðar á bekknum á flugvellinum í París. Hafði hið sama skeð hér? Hjartaáfall. Nei, ekki á hennar aldri, það gat ekki verið, eða hvað? Ég lagði höndina á hné hennar. Fóturinn var greinilega alveg stífur líka og hún færði sig ekki undan snertingunni. Ég leit í kringum mig og svoiátt aðhúsinu. Ég hljóp upp tröppurnar og þrýsti á bjölluna. Ég heyrði bjölluhljóminn einhvers staðar inni í húsinu og hélt áfram að hringja eins og óð væri og allan timann tautaði ég með sjálfri mér: „Flýtið ykkur, flýtið ykkur." Loks tók einhver i hurðina og hún opnaðist upp á gátt. Það kom mér á óvart að það skyldi vera karlmaður en ekki þjónustustúlka sem kom til dyra og hann varð fyrri til og sagði: „Hvað í ósköpunum —?” En svo varð honum litið yfir öxl mína og þangað sem bíllinn var og hann ýtti mér til hliðar og hljóp niður tröppurnar. „Hvað gerðirðu henni?" spurði hann. „Hvaðsagðirðu viðhana?” Ég hristi höfuðið og stamaði: „Ég — ég hef ekki —" „Hvernig stendur á að þú ert hér?” „Ég kont í bilnum með henni.” Ég hikaði en bætti svo við: „Hún var næstunt búin að aka yfir mig. Óvart auðvitað.” Hann sýndi að minnsta kosti þá tillits- semi aðspyrja: „Ertu slösuð?” „Nei, auðvitað ekki. Ég sagði „næstum”. Hún bauðst til að —" „Gerðir þú mikið úr þessu?” spurði maðurinn. „Ég gat nú varla annað en látið hana vita að hún var næstum búin að drepa mig," hreytti ég reiðilega út úr mér. Hann horfði á mig kuldalega og það gætti nokkurrar óþolinmæði i rödd hans þegar hann spurði: „Sagðirðu eitthvað r I mánaskini sem hefur getað komið Vivien úr jafnvægi? Ég er læknir. skilurðu. Hún hefur verið að gráta, er það ekki?” „J-jú, svolitið. En svo virtist hún jafna sig. Hún var vingjarnleg og — ja. alvegeðlileg.” „Eðlileg?” Hann hnyklaði brýmar. „Hvaðáttu við?” Ég vissi ekki hverju svara skyldi. „Þú verður að fyrirgefa. ef þér finnst ég hranalegur," sagði maðurinn allt i einu. „En ég verð að ná sambandi við hana og það get ég ekki ef ég veit ekki hvað hefur skeð.” Svo var eins og honum dytti allt í einu eitthvað í hug. „Sagðirðu að þú hefðir komið í bilnum með henni? Varstu þá á leið hingað?" Áður en ég náði að svara spurði hann: „Hverert þú?” „Joanna Forrest. Ég ætlaði að heimsækja frænda minn í dag eða á morgun. En hann átti ekki von á mér og þess vegna fannst mér óþarfi þegar Vivien sagði að hann væri i Warwick, að „Forrest. Það hefur verið faðir þinn sem dó i Paris?" „Já.” „Ég samhryggist þér. En hvernig vissirðu að Vivien er frænka þin?” „Ég þekkti — það er að segja hún er alveg eins og ég man eftir móður minni. Ég var að segja henni, eða að minnsta kosti að gera tilraun til að segja henni hver ég væri, þegar — þegar þetta skeði.” „Ég skil. Biddu. Vivien? Ah. Þetta er betra. Komdu nú.” Við fylgdumst með hvernig líkami hennar varð smátt og smátt minna stífur og loks losnaði höndin sem hélt um lykilinn og hún sneri höfðinu og sagði: „Halló, Paul.” Hún sveiflaði vel sköpuðum fót- leggjunum til hliðar og steig út úr bíln- um um leið og hún brosti eins og hálf- óörugg til mín. Síðan gekk hún til mannsins og tók undir handlegg hans. „Var ég nokkuð lengi í burtu? Matar- pokarnir eru aftur í." Hún bar hönd fyrir augu og benti í átt til þyrpingar trjáa. „Rústirnar eru hinum megin við þessi tré. Vertu sæl.” Hún teymdi manninn á eftir sér í átt að húsinu. „Bíddu," kallaði ég. Núna varð hún að fá að vita hver ég væri. Þau sneru sér bæði við og það var eins og Paul hristi aöeins höfuðið neitandi um leið og hann leit í augu min. Það er auóvelt aðframleiða frábæran bíl. Hann þarf aðeins að vera miklu betri en allir hinir! 2Z Vikan 9. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.