Vikan


Vikan - 28.02.1980, Page 23

Vikan - 28.02.1980, Page 23
Að minnsta kosti, hugsaði ég og skammaðist mín um leið fyrir þá feginleikatilfinningu sem greip mig, þá veit maðurinn hver ég er. Hann getur þá haft fyrir að segja henni það. „Ég dvel á The Waggoners i Upper Boulting,” sagði ég lágt og snerist á hæli. Ég leit til baka, þegar ég var komin að trjánum, en Vivien og Paul voru hvergi sjáanleg. Ég veit ekki hvað það var sem kom mér til að lita upp á svalirnar, sem voru í um það bil fimmtiu metra fjarlægð. En ég sat í skugga trjánna og var að borða úr matarpakkanum, sem ég hafði haft með mér, þegar ég varð vör við einhverja hreyfingu út undan mér til vinstri, þar sem svalirnar virtust enda í einhvers konar grjóthrúgu. Ég horfði á hönd og síðan handlegg og silfurgrátt höfuð birtast eins og út úr hálfhrundum veggnum bak við svalirnar. Brátt sást konan öll og hún gekk ákveðnum skrefum eftir svölunum. Allt fas hennar bar þess glöggt vitni að hún vissi hvert hún ætlaði. Hún var i fölgrænum kjól og með sjal á herðunum, sem flögraði til þegar hún hreyfði sig. Það glampaði og glóði á hið undursamlega hár hennar i sólinni og gerði það að verkum að hún liktist helst engli. Það hvarflaði aldrei að mér sá möguleiki að ég gæti verið að horfa á afturgöngu. Mér datt ekki í hug neinn óhugnaður heldur einungis vantrú. Þvi ef þessi vera, sem gekk með slíkum virðuleik eftir hálfhrundum svölum án þess að lita nokkurn tima í átt til mín, var ekki frænka mín, þáhlaut þetta að vera tvífari hennar. En hvernig gat þetta verið Vivien? Það voru ekki nema nokkrar minútur siðan ég hafði skilið við hana i bleikum sumarkjól. Ég hugsaði með mér að þetta hlyti að vera Vivien, hún hefði bara flýtt sér að skipta um föt til þess að láta mér bregða. En hvers vegna? Ég gekk i kringum hálfhrunda bygginguna, þangað til ég fann stað er hlaut að vera sá sem hún hafði farið um til að komast niður af svölunum og aftur heim að húsinu. Ég klifraði upp og þá hafði ég útsýn yfir allan garðinn, en gat þó hvergi komið auga á neina grænklædda manneskiu eða yfirleitt nokkurn. Ég fór að svipast um eftir veginum, sem hlaut að liggja út að gatna- mótunum, því helst vildi ég losna við að þurfa að fara aftur heim að húsinu. Ég fann fljótt réttu leiðina og lagði af stað þungt hugsi. Allt í einu vöktu einhverjar raddir mig upp af hugsunum minum. Þeir sem þær áttu voru i skjóli við runna, svo ég gat ekki séð hverjir þetta voru. Ég læddist næstum á tánum yfir veginn og allt að því skreið inn í smá rjóður milli i^jnnanna og teygði fram höfuðið, þangað til ég gat gægst milli blaðanna. Ég sá Vivien og Paul vera i mesta sakleysi að leika tennis og Vivien var enn i bleika kjólnum, sem' ég hafði séðhana áðan í. Ég staulaðist aftur út á veginn og gekk áfram og út á aðalveginn til Boulting án þess að geta fengið nokkurt vit í hugsanir mínar, nema það að ég var þess fullviss, að hver svo sem grænklædda konan var, þá var hún ekki Vivien frænka mín. Ég hafði eiginlega í huga að fara beint í rúmið eftir að ég væri búin að borða kvöldverð á kránni. í það minnsta fór ég beint upp i herbergi mitt og án þess að geta skilgreint það nánar fannst mér ég haldin einhverri tómleikatilfinningu. Ég hugsaði með sjálfri mér að það hefði verið tóm heimska að fara til Warwickshire. Svo virtist sem Julian frændi hefði sinn kross að bera. Hið sanna eðli Englendinga að vantreysta öllum, sem ekki hegða sér nákvæmlega eins og ætlast er til, hefur kannski verið ástæða þess að hann reyndi að halda þvi eins leyndu og hann gat að dóttir hans þjáðist af einhverjum andlegum sjúkdómi, hver svo sem hann var. Ég vorkenndi þeim báðum, en ég gat ekkert fyrir þau gert. Ég var enn að velta fyrir mér og hafa áhyggjur af hvers eðlis bréfaskipti föður mins og Julians frænda hefðu verið, en kannski hafði ég engan rétt til að vera að spyrjast neitt fyrir um þau. Mig kynni jafnvel að iðra þess, ef ég léti verða af því. Ég ákvað að pakka niður farangri minum og fara næsta morgun, hvaða ferðsvo sem égfengi. Eins og hálf utan við mig tók ég töskuna mína og fálmaði niður í hana eftir krumpuðu bréfinu frá frænda mínum. Ég fann hvað eftir annað fyrir brúðunni en bréfið fann ég hvergi. Óþolinmóð hvolfdi ég töskunni og hristi úr henni innihaldið. Það tók mig góða stund að fullvissa sjálfa mig um að bréfið var þarna ekki. Ómur af röddum barst að neðan og ég stóð eitt augnablik eins og hálf hlustandi, en var um leið að velta þvi fyrir mér hvar ég hefði getað týnt bréfinu. Fótatak þeirra sem stöðugt voru að koma og fara úr kránni virtist vera orðið háværara, en allt i einu áttaði ég mig á að þetta var fótatak einhvers. sem var að ganga upp stigann og inn eftir ganginum. Framhald í næsta blaði. TOYOTA í Bandarfkjunum eru Toyota bílar langmest seldir innfluttra bíla og eftirspurn eftir þessum hagkvæmu bílum fer ört vaxandi. Því getum við sagt: Það er heppinn maður sem ekur á Toyota Eyðir aðeins ca. 7 I á 100 km. lin Toyota er árum á undan örðum í hönnun vandaðra bifreiða. Allar neytendaskýrslur staðfesta lága bilanatíðni Toyota — litla bensíneyðslu — og endingu Toyota bifreiða. Söluskýrslur taka undir þessar staðreyndir. TOYOTA UMBOÐIÐ NÝBÝLAVEGI 8 KÓPAVOGI SÍMI 44144 9. tbl. Vikan 23

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.