Vikan - 28.02.1980, Qupperneq 27
,,Hér kennir margra grasa,” sagði
hann. „Hver viil kex?”
,,Þú ert fullur, sagði Hrólfur, sem var
að þvo sér um hendurnar í skírnar-
fontinum. „Þú ert blindfuilur.”
Viddi kveikti á nokkrum kertum uppi
á altarinu til hátíðabrigða. Þeim fannst
það mesti munur.
„Hvað þýðir aftur IHS?" spurði
Hrólfur.
Viddi mundi bara að það var einhver
latína.
„Jesus Hominum Salvador,” sagði
Brandur spekingslega og tróð orgelið í
grið og erg.
Hann byrjaði á því að pila Er ég kem
heim i Búðardal og Hrólfur og Viddi
flýttu sér að stofna kirkjukór. Viddi lét
messuvínsflöskuna ganga í kórnum.
„Þetta er ágætt,” umlaði Hrólfur.
„Ég ætla að halda ræðu,” sagði Viddi
og klifraði upp I ræðustólinn. „Kæru
bræður og systur, sem hingað komið til
að syngja og vera glöð...”
Hrólfur og Brandur skutu einu ameni
inn I.
„1 dag mun ég leggja út frá eigin
brjósti,” hélt hann áfram og fékk sér
bragð úr flöskunni. „Ég ræði um
áfengisböl litlu, sanntrúuðu þjóðarinnar
okkar, sem hangir úti á hjara veraldar.
Það er von min og...”
Brandur og Hrólfur bundu enda á
þetta hjartnæma eintal með því að
syngja halelúja, halelúja.-hale-lú-ú-ú-ja.
Þeir heyrðu í bí! fyrir utan og til
mannaferða.
„Presturinn er með einhver læti,”
sagði Brandur og stökk á fætur. „Við
verðum að gera eitthvað.”
Þeir Hrólfur hentust upp á kirkju-
loftið, en Viddi var þegar horfinn. Það
var bjástrað við dyrnar. svo þeir máttu
ekki seinni vera.
„Upp i turninn, hvislaði Brandur og
benti Hrólfi á mjóan tréstiga.
Það stóð heima, að þeir lokuðu
lúgunni á eftir sér, þegar presturinn
ruddist inn í kirkjuna með flokk manna.
„Hér er enginn,” sagði einhver með
djúpa rödd.
„Þeir hafa þá falið sig, ef þeir eru ekki
sloppnir," sagði presturinn. „Þarna er
brotin rúða!"
„Uss! Hvaða hljóð var þetta?” spurði
þriðji maður.
„Mér heyrðist það koma úr
predikunarstólnum,” sagði sá með djúpu
röddina.
„Þeir hafa saurgað skírnarfontinn,”
sagði presturinn með grátstafinn i
kverkunum. „Er nokkur jDarna?”
Það heyrðist einhver skarkali og svo
röddin í Vidda:
„Veriði ekki með neina stæla. Ég
sofnaði óvart í miðri ræðu. Ég held
áfram núna.”
Skarkalinn jókst og færðist fram að
dyrunum. Það heyrðist ekkert meira frá
Vidda.
„Hinir hljóta að vera hér líka,” sagði
rödd, sem ekki hafði heyrst áður. „Við
skulum rannsaka loftið.”
Það brakaði í stiganum upp á kirkju-
loftið undan þunga mannanna. Þeir
hlutu að vera tveir eða fleiri.
„Þeir koma örugglega líka hingað,”
hvíslaði Brandur. „Liggðu á hleranum, á
meðan ég hringi klukkunum þeim til
skemmtunar."
Hrólfur lagðist á hlerann og fann um
leið, að það var ýtt undir hann. Brandur
hamaðist eins og óður maður við að
sveifla klukkukólfunum.
„Þeir gera sér leik að því að hringja
klukkunum,” hrópaði presturinn i
örvæntingu.
„Rólegan æsing,” sagði sá með djúpu
röddina. „Þú verður að nota kraftana,
Þorgrimur.”
Það var ýtt svo hraustlega undir
hlerann, að Hrólfur lyftist með, en
Brandur hafði auga með því og kom
honum til hjálpar, svo hlerinn skall
niður af afli. Þeir vissu, að þeim yrði
ekki haggað tveimur.
„Það er réttast fyrir ykkar að koma
niður af frjálsum vilja, strákar," kallaði
sá með djúpu röddina. „Það er
sýslumaðurinn, sem talar.”
„Fjandinn hafi þetta, Brandur. Hvað
gerum við?”
Brandur var ekki viss. Hann hélt að
þetta væri eiginlega búið spil og þeir
gætu alveg hætt þess vegna.
„Við gefumst þá upp,” sagði Hrólfur.
Þeir lyftu hleranum og horfðu á liðið
fyrir neðan. Þar voru fjórir filefldir
menn, auk sýslumannsins og prestsins.
„Snöggir niður,” kallaði sýslumaður
inn. Hann var I einkennisbúningi og
með húfu.
Það voru sett á þá handjárn, um leið
og þeir komu niður úr stiganum, og svo
voru þeir leiddir úr I bílinn, þar sem
Viddi var fyrir. Hann lá sem dauður
væri. Það var ekki sagt orð á leiðinni i
bílnum. Yfirheyrslur áttu sjálfsagt að
fara fram á skrifstofu sýslumannsins.
Það reyndist rétt. Skrifstofan var litil,
ellileg og full af ryki og blaðarusli.
Sýslumaðurinn setti upp sparisvipinn og
spurði hvers vegna þeir hefðu framið
glæpinn.
„Glæpinn,” missti Viddi út úr séf.
Hann var ekki alveg með á nótunum.
„Já, hvers vegna brutust þið inn I
kirkjuna?” spurði sýslumaðurinn og
hleypti í brýnnar.
Brandur reyndi að útskýra málið,
sagði bara eins og satt var, að þá hefði
langað til að prófa orgelið og fundist
sjálfsagt að þeim væri leyft það.
Það hnusaði eitthvað í prestinum.
„Hver ykkar saurgaði skírnar-
fontinn?” spurði hann skjálfraddaður.
„Saurgaði?” Hrólfur var hissa. „Ég
þvoði mér bara.” Hann sýndi þeim
skurðinn á hendinni. „Ég vissi ekki að
það væri synd að þvo sér, þótt vatnið
væri kannski vígt.”
Yfirheyrslurnar voru yfir höfuð
ómerkilegar og Iítið á þeim að græða.
Brandur var alveg að sofna.
Sýslumaðurinn dró upp köflóttan
vasaklút og snýtti sér I mestu
makindum.
„Þetta eru heigispjöll af versta tagi,”
sagði hann og lagði þunga áherslu á
helgispjöll. Mig minnir að það geti
kostað nokkurra ára fangelsi. Annars er
best að sóknarnefndin haldi fund urn
málið.”
Presturinn stóð á fætur. Hann var
kófsveittur.
„Það má reyna að gera gott úr þessu,"
sagði hann óttasleginn. „Ölviman hlýtur
að hafa svipt þá allri dómgreind. Við
reynum að vera miskunnsamir.”
„Sóknarnefndin verður að komast að
samkomulagi I þeim efnum,” sagði
sýslumaðurinn og var auðsjáanlega
orðinn þreyttur á þessu. „Þaðer kannski
hægt að komast af með fjársektir.”
Fundi var slitið, en þeir urðu að gista
varðstofuna um nóttina. Daginn eftir
mætti Runólfur á staðinn, ævareiður.
„Þessir þokkapiltar eru ekki lengur í
vinnu hjá mér,” sagði hann og var
sótrauður í framan. „Hvað gerðuð þið af
jeppanum?”
„Jeppinn stendur I hlaðinu á Hóli,”
svaraði sýslumaðurinn.
„Það væri réttast að hýða ykkur á
almannafæri," sagði Runólfur og sneri
sér að sýslumanni. „Hvað verður gert
við þá?”
„Það hefur ekki verið ákveðið enn.
Við bíðum eftir niðurstöðu frá sóknar-
nefndinni.” Sýslumaðurinn vár
sallarólegur. „Þú þarft ekki að hafa
neinar áhyggjur. Þú getur þess vegna
farið og leitað þér að nýjum mönnum.”
Runólfur lét ekki segja sér það
tvisvar, heldur snaraðist út, án þess að
kasta á þá kveðju.
Eftir hádegi var þeim sleppt lausum,
að ráði sóknarnefndar og sýslumanns.
Þeir áttu að fá einhverjar sektir. voru
atvinnulausir og höfðu enga hugmynd
um, hvað þeir gætu tekið sér fyrir
hendur. Samt voru þeir fegnir.
Presturinn hafði beðið guð að fyrirgefa
þeim, þótt þeir vissu ekki hvort það hefði
nokkuðaðsegja.
„Mér finnst gott að komast i burtu,”
sagði Viddi.
„Nei, ætli maður pæli nokkuð meira i
pleisinu,” varð Hrólfi að orði.
Brandur sagði ekki neitt. Hann
raulaði við sjálfan sig og brosti út I
annað.
Þeir fóru burtu með rútunni um
kvöldið. Það var hlýtt i veðri. Eiginlega
þótti þeim lakast að hafa ekki afrekað
meira, fyrst þeir voru að þessu á annað
borð. ★
9. tbl. ViKan 27