Vikan


Vikan - 28.02.1980, Síða 39

Vikan - 28.02.1980, Síða 39
Hagleiksmenn: IMorðmenn byggðu húsið þar sem Friðgeir Sigurbjörnsson er með hljóðfærasmiðavinnustofu sína. Það er rauðmálað, hefur alltaf verið rautt enda gengur það undir nafninu Rauða húsið. Hvers vegna rautt veit enginn. Fyrir- tækið sitt nefnir Friðgeir Strengi og er það vel við hæfi. Hann er Norður- Þingeyingur, lærður húsgagnasmiður og hefur alltaf haft áhuga á tónlist. Snemma fór Friðgeir að fitla við gerð hljóðfæra, byrjaði á kassagíturum, upp úr striðinu smíðaði hann nokkra kontra- bassa vegna þess að eftirspurnin var meiri en framboðið og þegar bitlaæðið hóf innreið sina sneri Friðgeir sér að smíði rafmagnsgitara sem strákarnir keyptu i stórum stíl. Hin siðari ár hefur- hljóðfærasmiðurinn í Rauða húsinu nær eingöngu fengist við smíði langspils, eina islenska hljóðfærisins — Hvernig ferðu að þessu, Friðgeir? — Galdurinn er að vita hvernig þetta á að vera, segir Friðgeir þar sem hann stendur við hefilbekkinn og kveikir sér í Viceroy. Ég hef lítið lært um þessi mál af bókum, þó hef ég lesið mér dálitið til, lærði nóturnar ungur og prófaði mig áfram á gömlu orgeli sem ég hafði handbært. Ekki varð þó neitt úr tónlistarnámi hjá mér, slíkt var ekki fyrir alla í þá daga — þetta eru breyttir tímar. — Hvað ég hef smíðað mikið af hljóðfærum? Á þvi hef ég ekki tölu, hef aldrei haldið því saman nema hvað lang- spilin eru orðin . . . Friðgeir opnar fornfálegan skáp og dregur út stílabók, dustar af henni rykið, flettir i gegn og segir svo: — Langspilin eru orðin 136 og nú eru útlendingarnir farnir að panta þetta hjá mér. — Verðið? — Það siðasta kostaði 50 þúsund krónur. Annars er erfitt að verðleggja svona vinnu. Ég smíða hljóðfærin þegar tóm gefst frá viðgerðum. Þær taka mikið af tíma mínum. Friðgeir kveikir í annarri Viceroy, mænir á reykinn likt og hugsi og segir svo: — Núna langar mig mest til að reyna að smíða fiðlu. Það virðist vera tilviljun- um háð hvort fiðla verður góðeða slæm. Þó menn reyni að stæla Stradivarius þá tekst það aldrei, sama hvað þeir reyna. Hljóðfærasmiður á níræðisaldri: KÚNSTIN er að prófa sig áfram smátt og smátt, leggja sig fram og reyna að skilja hlutina, þá kemur þetta. Þannig verða hljóðfærin til hjá Friðgeiri Sigurbjörnssyni á Akureyri. Það er sagt að aldurinn geri þær góðar. Svo ég tali nú ekki um selló. Það væri gaman. En þá verð ég að minnka við mig viðgerðirnar. — Eða sígarettureykingarnar? Hvers vegna reykja Akureyringar svona mikiðaf sígarettum? — Blessaður vertu, ég byrjaði svo seint að reykja að þetta er allt í lagi hjá mér, segir Friðgeir og drepur í annarri sigarettunni á 15 minútum. — Ég var vanur að reykja Camel en endarnir blotnuðu hjá mér þannig að ég fór út í filter. Friðgeir kveikir í þeirri þriðju og býður. Takk! — Heldur þú að það sé ekki nokkuð erfitt að smíða góða fiðlu hér norður við heimskautsbaug? — Ekki erfiðara en að smíða kontra- bassa, svarar Friðgeir að bragði, að vísu hef ég misst sjónar á þeim kontrabössum sem ég smíðaði stuttu eftir stríð en ég hef aldrei heyrt annað en þeir hafi reynst vel. Það kom hingað hljómlistar- maður frá ísafirði fyrir nokkrum árum með heila hljómsveit með sér en hann hafði einmitt keypt einn bassa af mér. Var á honum að skilja að gripurinn hefði reynst vel. — Hvaða efni notar þú í hljóðfærin? — Friðgeir tínir til nokkra trébúta og sýnir: — 1 kontrabassana notaði ég beyki og birki og palisander í fram- stykkið og hálsinn. I gitarana notaði ég sama efni nema hvað ég hafði gjarnan furu i framstykkinu. — Hver er helsti munurinn á þvi að smíða húsgögn eða hljóðfæri? — Það er nú tvennt ólikt. Þegar ég smíða hljóðfæri þá get ég farið minar eigin leiðir og þarf litið að notast við vélar. Þegar ég smiða húsgögn var ég alltaf undir stjórn annarra og vélarnar glymjandi allt í kring. — Á ég að trúa þvi að þú kunnir ekki aðspila á neitt hljóðfæri? Friðgeir blæs reyknum i átt að orgelinu sem hann er nýbúinn að gera við og segir svo kíminn: — Ég þekki muninn á góðum hljómi ogslæmum! Þegar við opnum dyrnar á Rauða húsinu til að fara út fer hluti af reyknum með okkur en Friðgeir verður eftir inni í smóknum og heldur áfram að dunda við langspilið sitt og sígaretturnar. E.J. 9. tbl. Vikan 39

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.