Vikan - 28.02.1980, Page 41
2. hluti
hún hafði valið að koma aftur heini og
vinna á bæjarsjúkrahúsinu.
„Lifiðer þægilegt hérna.” sagði hann.
„Ég býst við að það sé eitt af þvi sem
við eigum sameiginlegt — við elskum
bæði Waverley, ekki satt?"
Hún kinkaði kolli. „Og ég held að þú
hafir haft gott af að vera hérna. Þú varst
svo alvarlegur þegar þú komst hingað
fyrst. Mér fannst þú spennandi."
„Fannst þér það? Ég hélt ekki einu
sinni að þú vissir að ég væri til i þá
daga!"
Hún brosti til hans. „Ó. jú. Ég man
eftir að hafa séð þig. þegar ég var í frii
hér heima. En hvað það virðist vera
langur timi liðinn siðan."
Peter brosti hlýlega til hennar á móti.
Hún var svo sannarlega undarleg stúlka
— dugleg og hæf i starfi sínu — og þó
virtist hún vera eitthvað svo finleg og
kvenleg i kvöld.
„Susan. . ." Hann tók um hönd
hennar.
„Ég held að það sé kominn tími til
að við förum aftur inn." Hún virtist ekki
hafa tekið eftir að hann var að reyna að
hafa hana út af fyrir sig. Hún lagði af
stað yfir svalirnar í áttina að Bláa
salnum og hönd hennar hvildi enn i
hans.
„Peter. það er nokkuð sem ég verð að
tala um við þig. Gætir þú komið við á
sjúkrahúsinu á morgun?"
„Sjúkrahúsinu?" Hann stansaði og
brosti. „Getum við ekki rætt um þetta
hér?"
Hún hristi höfuð. „Þetta er nokkuð
sem viðkemur vinnunni hjá mér. Ég
verðaðhitta þigþar."
Hann lyfti brúnum. „Jæja, nú skil ég.
Dr. Jenkins. En þú hefur vakið forvitni
mína. Hvaðgetur þetta verið?"
Hún hristi höfuðið. „Ekki núna. Ég
veit að flestir þarna úti á gólfinu hafa
ekkert á móti að blanda saman vinnu og
skemmtunum en ég er ekki ein af þeim.
Við munum ræða um þetta á morgun."
Hann leit á ákveðna litla höku hennar
og brosti. „Allt i lagi. þá segjum við á
morgun."
Skrifstofa Susan Jenkins var ákaflega:
hreinleg og snyrtileg. Susan var sjálf i
hvitum slopp og með hárið bundið aftur.
Peter hafði oft séð hana heima hjá
sér. hjá föður hennar.Owen Jenkins.
þegar honum hafði verið boðið þangað í
kvöldverð. Hann hafði séð hana á galla-
buxunt i garðinum og i léttum sumar-
kjólum úti á svölunum og hann hafði
farið þó nokkuðoft út með henni.
En hann átti alltaf jafnerfitt með að
sætta sig við það að þetta væri sama
stúlkan þegar hann sá hana í vinnunni.
Hún leit upp frá skrifborðinu og
.brosti til hans.
„Ég er mættur eins og um var samið."
sagði hann. „Er þetta nógu góður timi?”
„Þakka þér fyrir að koma svona
snemma. Peter. Viltu ekki seljast?"
Hann settist. „Haltu mér ekki í þess-
ari óvissu lengur. Hver er þessi leyndar-
dómur?"
Hún beygði sig áköf fram á við.
„Manstu eftir að við fengum eins marga
og við gátum náð i til að gefa blóð í
október? Og þú varst einn af þeim fyrstu
sem buðu fram hjálp sína."
„Já. ég man eftir þvi.” Hann varð
enn meira undrandi. „Viltu að við
gefum meira blóð?”
Hún hristi höfuðið. „Þú manst
kannski eftir að ég bað þig um að fá að
rannsaka blóðflokk þinn og týpu betur.
Ég sagði þér að það væri vegna þess að
þú værir í mjög óvenjulegum blóð-
flokki.”
Hann kinkaði kolli.
„Jæja. það hefur sýnt sig að þú hefur
heldur-betur sjaldgæft blóð. Peter." Hún
hló. „Þú þarft ekki að verða óttasleginn.
Þú ert fullkomlega heilh :gður! En þetta
eru dásamlegar fréttir fyrir aðra
manneskju. Það er búið að leita að þér.
þ.e.a.s. einhverjum með sams konar
blóð og þú. í meira en eitt ár. Það er búið
að rannsaka blóðið i þúsundum manna
út um allan heim og þú ert einmitt
manneskjan sem þau hafa verið að leita
að.”
Peter leit skilningssljór á hana. „Ég
veit ekki alveg við hvað þú átt. Hvað á
þetta allt saman að þýða?”
„Það þýðir að þú getur bjargað lifi
litils barns,” sagði hún áköf. „Þetta er
lítil stúlka með sjaldgæfan blóðsjúkdóm.
Hún getur ekk'i'lifað mikið lengur — það
nálgast kraftaverk að henni skuli hafa
tekist að halda lífi þetta lengi — nema
hún fái merg frá einhverjum sem er með
blóð sem hæfir hennar blóði. Og við
höfum fundið þann sem getur gefið
henni þennan merg.Þig!
Hann færði sig órólega til. „Hvað
táknar þetta eiginlega?”
„Þetta er fljótleg og einföld aðgerð
fyrir þig. Peter. 1 stuttu máli sagt. það er
tekinn mergur úr lærleggnum á þér og
síðan fær hún hann."
Hún beygði sig áköf áfram. „Skilurðu
— fyrst verður blóðflokkurinn að vera
réttur og siðan blóðtýpan — og siðan er
enn eitt sem einnig verður að passa. og
þaðer i höndum æðri máttarvalda.
Gamli kennarinn minn. dr. Muir.
var vanur að kalla þetta fyrirbrigði
omega-þáttinn.”
Peter starði á hana. „Hvað?"
„Omega-þáttinn Og við höldum að
þú hafir hann."
Hún hallaði sér aftur í stólnum.
„Þetta hefur varla nokkur áhrif á þig,"
hélt hún áfram. „því að líkami þinn mun
fljótlega vinna aftur upp merginn. Það
tekur ekki einu sinni sérlega langan
tinta. Og þetta er mjög hættulitil að-
gerð."
„Ég skil." sagði hann hægt.
„En fyrir hana er þetta spurning um
lif eða dauða." hélt Susan áfram. „Hún
getur ekki lifað mikið lengur án þessarar
aðgerðar. Hver einasti dagur hefur
mikið að segja. Það sem við verðum að
gera núna er að athuga hve fljótt við
getum komið þér til London."
„London!” Orðið var sem hnefahögg
I andlit hans. „Ég get ekki farið til
London. Það — það er ekki hægt! Hún
verður að koma hingað."
Susan hleypti i brýrnar. „Ég hef ekki
útskýrt þetta nógu vel. Stúlkan getur
ekki ferðast þvi að hún má ekki koma
nálægt neinum sýklum. Það er það sem
er hættulegast við þennan sjúkdóm sem
hún þjáist af — hún hefur enga mót-
stöðu gegn sýklum. Eitthvað
jafnlítilfjörlegt og kvef gæti kostað hana
lifið. Svo að þú hlýtur að skilja að þú
verður að fara til London og vera þar í
nokkra daga."
Hann gat ekkert sagt I nokkrar
mínútur. Tilfinningar hans voru allar i
uppnámi. Siðan stóð hann upp.
„Nei. Mér þykir fyrir því, Susan."
sagði hann dauflega. „Ég get ekki farið
til London."
Græn augu hennar störðu á hann
með þeim mesta kulda. sem hann hafði
nokkurn tíma séð. „Ég trúi þér ekki,
Peter..."
„Ekki London." Hann gekk frá
stólnum við borðið. „Alls staðar annars
staðar —enekki þar."
„Hún hristi höfuðið og deplaði
augunum. „Ég skil þetta ekki. Verð ég
aðsegja þeim...?”
„Segðu þeim að svarið sé nei!" Hann
var næstum farinn að titra. Síðan snerist
hann á hæli og gekk hratt út úr skrif-
stofunni.
Hann hafði fullan rétt á þessu.
hugsaði hann með sjálfum sér. Enginn
gat gert sér í hugarlund hvað það gæti
þýtt fyrir hann ef hann færi til London.
Og hann gat ekki sagt neinum frá þvi.
Það myndi aðeins draga fram fortiðina.
En hann vissi að eitthvað örlagaríkt
hafði gerst. Hann hafði tekið eftir
svipnum á andliti Susan. Sársaukann og
vonbrigðin sem hann hafði séð þar yrði
ekki auðvelt að bæta upp.
Janet starði á Samuel Muir. Hann sat
við skrifborðið og úfið höfuð hans var
álútt. Elann var alvarlegur á svipinn.
„Ég er hræddur um að þetta sé kjarni
málsins, vina mín.” Hann baðaði út
höndunum. Þctta voru sterklegar.
ákveðnar hendur og þessi hreyfing átti
einhvern veginn ekki alveg við þær.
Jd. KPS htrfur nu framlcin uppþvottavél
ntrasta uppþvottavclin a markadnum i
scnniL ca u<)ar. Oc L'irjauid cr skinanJihr<
— hinn tryggi heimilisvinur
Hagstætt verð — Greiðsluskilmálar
Bkðji'ð um myndalista.
EINAR FARESTVEIT &, CO. HF,
BERGSTAÐASTRÆTI 10 A
Simi 16995.
9. tbl. Vikan 41