Vikan


Vikan - 28.02.1980, Síða 51

Vikan - 28.02.1980, Síða 51
hjónanna. „Það var talsverð áhætta,” sagði Barry síðar. „Við hefðum lent i laglegu klandri ef Aronsohn-hjónin hefðu hrópað á hjálp en það gerðu þau ekki. Ég minnist þess ekki að nokkur af ..viðskiptavinum” mínum gerði það nokkru sinni. Ef maður talaði rólega við fólkið og fullvissaði það um að engin hætta væri á ferðum róaðist það.” 1 svefnherbergi Livermore-hjónanna vakti Barry frúna með því að beina vasaljósi í augu henni. Hún sagði: „Hver er þetta?” Þá vaknaði Livermore og Barry sagði: „Gott kvöld. Snertið ekki simann. Það er búið að klippa á braeðina. Allt og sumt sem við viljum fá eru skartgripirnir.” Þegar þeir félagar voru að leita í skúffum tók Barry eftir þvi að frúnni 'eið illa þar eð hún var aðeins klædd náttkjól. Hann lagði þvi baðslopp um herðar henni. „Þér eruð fjandinn sjálfur,” sagði hún. „Þakka yður fyrir, frú min,” svaraði Barry. „Má ég bjóða yður sígarettu?” „Gerið það fyrir mig að taka ekki litla, 'jósgula hringinn minn. Maðurinn minn gaf mér hann,” sagði frúin. Barry virti hringinn á 15.000 dali en fleygði honum samt aftur til hennar. „Og í guðanna bænum takið ekki þennan hring,” hélt hún áfram. „Ég gaf manninum minum hann.” Barry virti hringinn á 20.000 dali en skilaði honum einnig aftur. „Ja, hérna,” sagði Monaghan. „Fyrir alla muni hypjum okkur héðan áður en við erum orðnir staurblankir aftur.” Um leið og þeir fóru kastaði Barry enn einum smáhlut til frú Livermore. „Viljið þér gera svo vel að skila þessu úri til herra Aronsohn?” sagði hann. „Móðir hans gaf honum það. Góða nótt.” Viku siðar hafnaði Barry í steininum. Hann heldur að það hafi verið kvenmaður sem kom upp um hann en hann var mikill kvennamaður. „Það fóru allir peningarnir í kvenfólk,” sagði hann síðar. „Það er alveg lygilegt hvað þær geta verið dýrar í rekstri.” Hann grunar að ein af hinum fjölmörgu dans- meyjum, sem hann hélt við, hafi sagt lögreglunni frá Livermore-innbrotinu í afbrýðikasti. Hann var tekinn höndum og dæmdur til 25 ára fangelsisvistar I Auburn-fangelsi. Þegar þetta gerðist var Barry 31 árs gamall og kynni honum að hafa verið sleppt úr haldi þegar hann yrði 47 eða 48 ára, ef hegðun hans væri góð. En þann 28. júlí árið 1929 braust hann út úr Auburn-fangelsi í einni djörfustu stroktilraun sem gerð hefur verið úr fangelsi í Bandarikjunum. Hér vinnst ekki tími til að skýra frá einstökum atriðum í þeim atburðum en hann komst undan enda þótt hann væri mjög hættulega særður eftir skot frá einum fangavarðanna. Hann komst að lokum til Albany og þar útveguðu vinir hans honum ný föt og lækni til að annast sár hans. í meir en þrjú ár tókst honum að leynast fyrir lögreglunni. Hann settist að nálægt Flemington í New Jersey og gerðist þar sölumaður hjá fyrirtæki sem seldi gluggaþurrkur á bíla. Hann gekk þá undir nafninu „James Toner”. Þá framdi hann engin innbrot. En nóttina þann 22. október 1932 var loks barið að dyrum hjá honum. „Og hvað haldið þið að það hafi verið?” sagði hann sárgramur síðar. „Það var út af ráninu á barni Lindbergshjónanna. Alríkislögreglan var að yfirheyra hvern einasta nýjan leigjanda í þessum hluta New Jersey.” Og næstu 17 ár varð Barry því að dúsa í fangelsi. Ýmsir lögreglustjórar heimsóttu hann í fangelsið til þess að yfirheyra hann út af ýmsum glæpum sem framdir voru meðan hann naut frelsis eftir strokið úr Auburn-fangelsi. Barry segir svo frá: „Náungi frá Greenwich i Connecticut, sem annars var prýðispiltur, hélt að ég hefði framið rán í Perry Rockefeller- húsinu þar árið 1926. Ég sagði honum vitanlega að mér væri allsendis ókunnugt um þetta rán. Þá sagði hann: „Sjáðu til, Arthur, ég er ekki að segja að þú hafir framið það. En leyfðu mér að segja þér snöggvast frá þvi. Þetta hús var girt steinvegg og fyrir innan hann eru tveir grimmir varðhundar. Ég reyndi ásamt nokkrum öðrum leynilögreglu- mönnum að klifra yfir vegginn, bara til þess aðathuga hvort það væri mögulegt, en bölvaðir hundarnir gengu næstum af okkur dauðum. Segðu mér nú, hvað þú hefðir gert i okkar sporum?” Ég sagði lögreglustjóranum að þetta væri sagt í trúnaði og einungis smáhug- mynd, en ég myndi reyna hrossakjöt — kasta því yfir vegginn og sjá hvernig færi. Dygði það ekki sagðist ég myndu kaupa tík í lóðastandi, binda band í háls- ólina á henni og hinn endann við tré fyrir utan vegginn og láta hana siðan síga yfir vegginn. Um fimm minútum síðar myndi ég svo sjálfur klifra yfir vegginn. Og að lokum hafa tíkina með mér þegar ég færi yfir vegginn aftur. Ég hélt að lögreglustjórinn ætlaði að springa af hlátri," sagði Barry að lokum. „Seinna sendi hann mér vindlakassa.” Þegar Barry var náðaður árið 1949 fór hann heim til Worchester og fékk atvinnu hjá æskuvini sínum sem rak nokkur veitingahús. „Aldrei hélt ég að ég ætti eftir að lifa þetta," sagði lögreglu- maður nokkur i Worchester um þetta. „En það er ekki um að villast — hann er orðinn heiðarlegur maður!” „Mér er engan veginn tamt að predika fyrir öðrum,” sagði Barry þegar hann var spurður hvort hann vildi bæta einhverju við frá eigin brjósti, „en ég vil gjarnan segja þetta: Þegar ég var ungur hafði ég ýmsa hæfileika. Ég var ekki einungis vel gefinn, ég var snjall. Mér gekk vel að umgangast fólk og ef ég má leyfa mér að segja það þá var ég maður óragur. Það stóðu mér allar dyr opnar til frama. Þegar þið skrifið niður öll þessi innbrot skuluð þið ekki gleyma að skrifa stærsta ránið efst á listann. Það var ekki þegar Arthur Barry rændi Jesse Livermore eða frænda konungsins á Englandi. Það var þegar Arthur Barry rændi Arthur Barry.” ★ 9. tbl. Vikan si

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.