Vikan - 28.02.1980, Síða 62
Pósturinn
Mamma og
pabbi
eyðileggja allt
Elsku Póstur.
Ég vona að Helga sé södd
núna. Er ekki hœgt að fá
plakat með Michael Jackson í
Vikuna? Ekki einhvern tíma
þegar hann er úreltur heldur
eftir eins og viku.
Jœja, þá kem ég að
vandamálinu. Það er þannig að
ég er hrifin af strák sem er
jafngamall og ég. Ég myndi
biðja hann að byrja með mér
en það eru mamma og pabbi
sem eyðileggja allt. Ég má bara
fara út annað hvert kvöld og
þegar ég má Jara út þá má ég
bara vera til hálftíu eða tíu og
það þola strákarnir ekki, að
maður megi vera svona stutt.
Jæja, vertu sæll.
M
Það er því miður ekki hægt að
birta mynd af þessu átrúnaðar-
goði þínu viku eftir að bréf þitt
berst, til þess hafa vikublöð of
lángan vinnslutíma. Og ef
stjarnan er orðin úrelt eftir tvær
vikur er heldur lítið að gera þér
til hjálpar. En hér með er
hugmyndinni þrátt fyrir al!t
komið á framfæri við rétta aðila.
Það er ósennilegt að
foreldrum þínum gangi
blákaldur kvikindisskapur til að
reyna að koma í veg fyrir að þú
flækist mikið úti á kvöldin. Ef
hinir útvöldu á þínum aldri geta
ekki sætt sig við útivistartíma
þinn getur þeim varla legið
mikið á hjarta og þú ert þá mun
betur sett án þeirra. Hvernig
væri að þú létir hverjum degi
nægja sína þjáningu, því ef til
vill sættir hinn útvaldi sig við
útvistarreglurnar án þess að
mögla.
Hvar eru gömlu
pennavin-
konurnar?
Vikan, Síðumúla 23,
Reykjavík, ísland.
Ég sá í norsku vikublaði að
það er hægt að senda til ykkar
óskir um að eignast bréfavini.
En ég hef áhuga á að spyrja
hvort hœgt sé að L ÝSA EFTIR
bréfavinum. Þannig er mál
með vexti að ég skrifaðist á við
fjórar íslenskar stúlkur fyrir
nokkrum árum. Við skrif
uðumst á í mörg ár. En smám
saman tapaði ég af þeim og nú
hef ég einnig tapað heimilis-
föngum þeirra. Ég yrði mjög
ánægð ef ég gæti náð sambandi
við þær aftur. Þær eru u.þ.b.
24 ára núna og heita:
Guðbjörg Ófeigsdóttir (bjó I
Reykjavík), Inga
Steindórsdóttir (bjó á
Akranesi), Erla Norðdal og
Sólborg Bjarnadóttir.
Ég vona að hægt sé að birta
bréf mitt og að einhver bendi
þeim á það ef þær sjá þetta
ekki sjálfar.
Með fyrirfram þökk.
Linda Rendal Ugseth,
7813 Elvelandet,
Norge.
Bréfkorn þetta barst hingað á
dögunum og birtist hér með í
þeirri von að pennavinkonurnar
gömlu og góðu taki snarlega upp
pennann og láti hina norsku
vinkonu í sér heyra.
Olga M. Ingólfsdóttir, Bogaslóð 15,780
Höfn, Hornafirði, hefur áhuga á að
skrifast á við krakka á aldrinum 13-15
ára. Hún er sjálf 14 ára. Áhugamál
hennar eru margvisleg og hún biður um
að mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er.
Hún svarar öllum bréfum.
Ragna Sæmundsdóttir, Hrauntungu 13,
200 Kópavogi, óskar eftir að skrifast á
við stelpur á 12. árinu. Áhugamál
hennareru margvisleg.
Þórgunnur Torfadóttir, Hala, Suður-
sveit, A-Skaft., 781 Höfn, óskar eftir
pennavinum á aldrinum 14-17 ára. bæði
strákum og stelpum.
Jack Ochieng, P.O. Box 87215,
Mombasa, Kenya, óskar eftir að eignast
pennavini á íslandi. Áhugamál hans eru
sund, söngur og gitarleikur og margt
fleira. Hann er 21 árs, skrifar á ensku og
óskar eftir að mynd fylgi fyrsta bréfi ef
hægt er.
Þóra Bjarndís Þorbergsdóttir, Gerði,
Suðursveit, A-Skaft., 781 Höfn, óskar
eftir að skrifast á við stelpur og stráka á
aldrinum 14-17 ára.
Ronald E. Evans, 4221 San Joagvin, Las
Vegas, Nevada, 89102 USA hefur verið
á lslandi og langar mikið til að komast í
bréfasamband við Islendinga á öllum
aldri. Hann skrifar á íslensku og ensku.
Áhugamál hans eru skák. tónlist,
fótbolti og margt fleira.
Er þetta nokkuð
óvenjulegt?
Halló Póstur!
Viltu svara fyrir okkur
nokkrum spurningum.
Hvað myndir þú ráðleggja
okkur að gera þegar við erum
búnar með grunnskólann og
erum alveg óákveðnar með
framtíðaráætlanir? Ættum við
að vinna einn vetur eða fara í
fjölbraut sem gefur okkur
möguleika á fleiri en einni
námsbraut? Finnst þér ekki allt
of snemmt að ætla 15-16 ára
krökkum að taka svona stóra
ákvörðun?
Jæja, hér kemur önnur
spurning:
Við erum alltaf þrjár stelpur
saman (við sem skrifum bréfið
og ein til). En okkur finnst að
það sé alltaf ein okkar
útundan. Er þetta nokkuð
óvenjulegt? En heldur þú að
það sé hægt að laga þetta og
hvernig? Gefðu okkur einhver
góð ráð ef þú getur.
Hvað eru stelpur gamlar að
meðaltali þegar þær fara að
hleypa strákum upp á sig?
Við vonum að Helga sé
södd.
Tvær að austan.
Það er ævinlega fremur
varasamt að gera hlé á námi og
fara að vinna í þeirri von að
línurnar taki að skýrast. Það
getur verið til góðs — en hitt er
þó algengt að um frekara skóla-
nám verði ekki að ræða. Þið
tapið engu á því að halda áfram í
fjölbraut og velja síðan. Eftir
þann tima getið þið svo reynt að
gera upp við ykkur hvað þið
viljið takast á hendur og ef
ykkur kynni að snúast hugur er
ekkert auðveldara en skipta um
námsbraut. Með tilkomu
fjölbrautaskólanna er einmitt
62 Vikan 9. tbl.