Vikan


Vikan - 20.03.1980, Blaðsíða 6

Vikan - 20.03.1980, Blaðsíða 6
Fjölskyldumál — Guöfinna Eydal Flestir foreldrar verða órólegir ef barn vill ekki borða og flestum þykir það vera tákn um hættulegt ástand ef barn hefur lengi neitað að taka til sín fæðu. Hins vegar finnst mörguni eðlilegt að ung- börn séu tiltölulega óvirk, sofi niikið og sýni umhverfinu ekki mikinn áhuga. Auðveld. þæg og róleg ungbörn hafa yfirleitt þótt ánægjulegri en þau sem meira þarf að hafa fyrir. Ýmsir fræ(timenn hafa veitt þvi meiri og meiri athygli að börn sem eru nijög óvirk í fyrstu geta verið i vissri hættu þar sem skynfæri þeirra verða ekki fyrir þeirri örvun sent er nauðsynleg greindarþróun barnsins. Menn hafa uppgötvað að ungbörn þurfa svo að segja að læra alla skapaða hluti og að einangrun og skortur á skynhrifunt getur hamlað þróun barnsins. Virk og óvirk börn Nýfætt barn hefur enga reynslu og enga þekkingu á umhverfi sinu. Það lifir algjorlega i gegnum skynfæri sin og það er algjörlega háð þvi að fá örvun um skyftfærin. Þannig byrjar barnið að kanna umhverfi sitt. Áður fyrr héldu merin að skynfæri ungbarna væru mjög ófullkomin. Núna vita nrenn hins vegar að skynfæri ungbarna eru mjög vel þróuð þegar i byrjun og að þau ná mjög fljótt nær fullkomnum þroska. Ungbarn hefur ekki einungis vel útb.úin skynfæri. eins og sjón. heyrn, lykt; bragð og tilfinningu. Það hefur lika þörf fyrir að nota þessi skynfæri. Barnið j er lika fljótt að skynja og bregðast við hlutum sem þvi finnst vera áhugaverðir, t.d.’bregst það vel við Ijósi. hljóðum. bragði og fólki. Barnið verður að hafa tök á að nota og þjálfa skynfærin og rcyna sig i umhverfinu. þannig að það kynnist þvi. Nægileg reynsla og kynni af umhverfinu veldur þvi að hæfileikinn til að fá réttar upplýsingar um raunveruleikann þróast. Sú reynsla er nauðsynleg ef barn á að komast af i tilverunni. Ef barn hefur ekki ríkulega möguleika á örvun og það í lifiði gráu og litlausu umhverfi er hætta á þti að þaö missi alla löngun til að vera virkt sjálft og takast á við verkefni í umheiminum. Börn sem eru óvirk gcta virst auðveld fyrir fullorðna á vissu timabili en þau verða það yfirleitt ekki seinna meir. t.d. þegar þau byrja i skóla. Vftsmunaleg þróun og skynfæri Flestir kannast við hugtakið greind. Grjind og gáfur er oft notað i daglegu tali»til að aðgrcina fólk hverl frá öðru. T.d: Hann/Hún er svo gáfuð. Þetta er Að verða vel eða illa gefinn stórgreint fólk, o.s.frv. Orðið greind hefur oft verið misnotað vegna þess að menn skirskota gjaman til þess að einstaklingurinn fæðist með ákveðna greind sem sé óbreytanleg. Eða sagt með öðrurn orðum: Greind manna er meðfædd og helst hin sama allt lifið. Það hefur síðan þótt afar jákvætt að hafa mikla greind og vera „út af stórvel gefnu fólki". en neikvætt að hafa litla greind og vera af „illa gefnu fólki". Umfjöllun um greindarfarshugtakið hefur einmitt verið óheppileg vegna þess. aö hún felur i sér að menn hafi greind sem ekki sé hægt að breyta allt lífið. Nú vita menn að svo er ekki. Maðurinn hefur að sjálfsögðu að geyma ákveðna erfðaeiginleika sem ekki er hægt að breyta, en hvernig þessir erfða- eiginleikar nýlast einstaklingnum er að miklu leyti háö því umhverfi sem einstaklingurinn elst upp í. Einstaklingur sent verður fyrir mikilli örvun. miklunt áhrifum. fær að reyna krafta sina. hefur miklu meiri möguleika til þess að verða „greindur” en hinn sem færekki þessi tækifæri. Margir telja þess vegna beinlínis rangt að tala um greindarþróun og vilja frenrur að talað sé um vitsmunalega þróun, þ.e.a.s. þróun sent verður fyrir tilstilli vitsmun- anna. Slikt hugtak felur ekki i sér sama gildismat og það að tala um greint eða ekki greint fólk. í frumbernsku er það einungis með skynfærunum að barnið fær möguleika á að verða vitsmunaleg vera. Með þvi að fá aðsjá margs konar hluti. heyra margs konar hljóð. fá að handfjatla marga hluti og takast á við umhverfi sitt getur barniðsmám santan lært að hugsa. velta fyrir sér hlutum og leysa ýmiss konar verkefni. Þroskaleikföng Flestir sem eiga börn veita því athygli að nýfædd börn reyna að snúa sér í átt að og horfa á Ijós eða birtu sem fellur i gegnum glugga. Einnig verða margir varir við að barnið horfir fremur á ein- hver mynstur og mismunandi liti en hvitt og grátt umhverfi. Á siðastliðnum áruni hefur einnig ýmislegt verið gerl til þess að örva foreldra til þess að hengja upp ýmis mynstur, liti og leikföng i vöggu ungbarns. Leikföng sem nefnd eru þroskaleikföng hafa rutt sér meira og meira til rúnis. Tilgangurinn með þvi að nota þessi leikföng er einmitt sá að notkun þeirra hefur áhrif á vitsmuna- lega þróun barnsins, Þroskaleikföng geta flýtt fyrir að barnið tileinki sér og læri hluti. Það er að sjálfsögðu mikilvægl i vali á þroskaleikföngum að þau séu við hæfi og aldur barnsins. Of erfið leikföng 6 Vikan 12. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.