Vikan


Vikan - 20.03.1980, Side 17

Vikan - 20.03.1980, Side 17
— Já. og reyndar má teljast furðulegt að svo varð ekki. En ég hef alltaf verið eindregið á móti þvi að skerða athafna- frelsi einstaklingsins. Ófrelsi hefur alltaf verið mér eitur i beinum. Það getur aldrei orðið mikið um framfarir hjá þjóðfélagi sem refsar fólki fyrir dugnað. Sá sem leggur mikið á sig vill líka fá að uppskera í samræmi við það. Þetta er það snar þáttur mannlegrar náttúru að hann verður aldrei numinn burt úr fari einstaklingsins. — Mér fannst sá mánuður sem ég eyddi á námskeiði i Austur-Þýskalandi árið 197Í blátt áfram talandi dæmi um neikvæð áhrif þessarar stefnu. Ég held að þessi mánuður hafi verið dapur- legasta timabil lífs míns. Ófrelsi og ótti við yfirvöld einkenndu alla og ég get ekki ímyndað mér að þetta þjóðskipulag leiði til annars en mannlegs hruns. Ég get tekið sem dæmi að ég kom þar eitt sinn á hárgreiðslustofu síðdegis og þrátt fyrir að allir stólar stæðu auðir var mér sagt að allt væri upppantað. Seinna fékk ég svo skýringuna á þessu: Stúlkurnar fengu aðeins laun fyrir að afgreiða 40 viðskiptavini á dag og sáu svo auðvitað enga ástæðu til að taka að sér fleiri launalaust. — Nú gekk sú saga að þú hefðir eytt óhemju fjármunum til að auglýsa sjálfa pv 'v. 1 1 '• ÉkJ þig fyrir prófkjörið og m.a. sótt þá til verslunar sem þú rekur? — Það er svona álíka sannleikskorn i þessu eins og nafngiftunum. Ég held ég megi fullyrða að ég eyddi minna fé til þess arna en flestir aðrir. Ég birti sína auglýsinguna i hvoru blaði, Vísi og Dagblaðinu, og gaf svo út smápésa með upplýsingum um mig. Hins vegar er rétt að við hjónin höfum síðan 1976 rekið saman verslunina Rósenthal að Laugavegi 86. En sá rekstur varð nú eiginlega til fyrir tilviljun. Ég starfaði um tíma sem flugfreyja og keypti mér þá stundum vörur frá Rósenthal erlendis. Ég fór að grennslast fyrir um umboð á þessum vörum hér heima, þeir sendu mann hingað og allt í einu var ég líka Ég held að hin kröppu kjör okkar og mikil erflðis- vinna móður okkar hafl átt sinn snara þátt í því að ég var snemma staðráðin í að leita mér hagnýtrar menntunar. Samkvæmt upp- runa mínum hefði ég átt að verða mjög vinstri sinnuð. En ófrelsi hefur alltaf verið mér eitur í beinum. komin á kaf í verslunarrekstur. En það er afskaplega langt frá því að hún hafi malað okkur gull. Flestar verslanir hér á landi búa við mikla rekstrarörðugleika, bæði vegna óðaverðbólgu og þeirrar undarlegu stjórnarstefnu að þjarma stöðugt að versluninni þó hún sé nú orðið nánast eini atvinnuvegur landsins sem ekki er að einhverju leyti ómagi á ríkinu. Óánægja með stuðningsflokkinn — Hvað olli því að þú ákvaðst að leggja út í prófkjör? — Aðallega óánægja mín með stuðningsflokk minn, Sjálfstæðis- flokkinn. Mér finnst hann ekki hafa staðið við stefnuskrá sína á þeim undan- farandi kjörtímabilum sem hann hefur setið i stjórn. Og mér fannst nóg komið af óánægjuröddum sem kvaka hver í sínu horni án þess að vilja gera neitt í málinu. Þar að auki hef ég mjög fastmótaðar skoðanir sem mig langar til að koma á framfæri. — Hver var reynsla þín af þessu próf- kjöri? — Hún var nú bæði jákvæð og neikvæð. Ég kynntist þarna alveg skinandi fólki, sérstaklega hér á Suðurnesjum, og mér fannst þessi kosningabarátta auka mjög skilning minn á þjóðmálunum í heild.Hins vegar fannst mér afar neikvætt að sjá hvað gamla, góða flokksvélin er í raun og veru áhrifamikil í þessum prófkjörum, hvort sem þaðer nú viljandi eða ekki. Mér var t.d. láð það að ég hefði ekki verið flokks- bundin nógu lengi, en ég gekk ekki opin- berlega i Sjálfstæðisflokkinn fyrr en i fyrra. Ég hafði sem sagt ekki farið hina hefðbundnu leið með virkri þátttöku i ýmislegum félagsstörfum, eins og það er kallað. Því miður virðist rik tilhneiging til að lita á þingmennsku sem nokkurs konar ævilanga umbun fyrir vel unnin störf í þágu flokkanna og til að ná því takmarki verður fólk að feta nokkurs konar embættismannastiga. I>etta verður til þess að nýir kraftar með ferskar hugmyndir komast ekki að. Við búum í raun og veru við afar íhaldssamt þjóðfélag og þó boðað sé til breytinga vill fljótt sækja í sama farið. Enda er ekki nóg með það að litið sé á þingsetu 12. tbl. Vikan 17

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.