Vikan


Vikan - 20.03.1980, Qupperneq 28

Vikan - 20.03.1980, Qupperneq 28
Framhaldssagan ..Heyrðu, segðu mér nú allt af létta," sagði hann. „Leyfðu mér að heyra hvað skeði." Þegar að því kom að skýra honum frá tilvist Söru frænku pirði hann augun, kinkaði kolli og sagði: „Það útskýrir lika ýmislegt.... m.a. að Julian var ekkert á- fjáður i að fá föður þinn — eða þig — í heimsókn. Ertu viss um að hann hafi sagt að faðir þinn hafi vitað að hún væri ekki dáin?" ( „Já. Ja, „þar til nýlega", held ég að hann hafi sagt. Sem þýðir —” Alex hrukkaði ennið og sagði: „Svo frænka þin hefur tvö andlit. Það þýðir að þuö hefur skaddast öðrum megin. heldurðu það ekki líka? Sástu einhver andlitslýti?” „Hárið var eiginlega fyrir andlitinu. Og þú mátt ekki gleyma að það var tunglsljós en ekki bjart af degi. Ég var alveg lömuð af skelfingu. Ó, Alex, geturðu imyndað þér nokkuð skelfilegra en að vakna i ókunnugu húsi um miðja nótt við það að einhver gengur í átt að rúminu þínu?" „Nei, hreint ekki," svaraði hann eins og annars hugar. „Hvað ætli hún hafi átt við, þegar hún bað þig að fyrirgefa? Var hún einhvern tíma vond við þig? En það er rétt. þú hittir hana aðeins einu sinni. Þaðerfurðulegt." „Já. En eiginlega er ennþá furðulegra að Julian frændi segir að það hafi verið faðir minn sem ekki vildi að ég færi með móður minni til Kenya þegar ég var litil — áður en ég fór að heiman í skóla. Ég hélt alltaf að það væri af þvi mamma nennti ekki að hafa mig með sér.” „Faðir þinn virðist hafa viljað halda þér sem lengst i burtu frá einhverju — kannski Vivien eða seinna vegna andlits- lýta frænku þinnar?" Alex hallaði sér aftur á bak á bekknum og lagði handlegginn þannig að hann snerti axiir mínar. Svo sneri hann sér að mér, þannig að við horfðumst i augu. Það var örstutt bil milli andlita okkar og vara. „Jo,” hvíslaði hann. Hvernig, hugsaði ég með mér, er hægt að hamla gegn einhverju sem maður óskar innilega eftir? Ég hafði ekki haldið að ég væri hrifin af honum, en nú vissi ég betur. „Jo," endurtók Alex. Við vöfðum hvort annað örmum samtimis og varir okkar mættust i kossi. „Það er best ég fari aftur til þeirra," sagði ég án þess að lita á hann. „Það var ekki mikil kurteisi að hlaupast á brott eins og ég gerði. Ég verð að fara þangað aftur.” „Þú hefur nú mátt þola að hellt er yfir þig koníaki auk alls annars, varla telst það nú mikil kurteisi. Heyrðu, Jo, ég hélt að þú hefðir notið þess sem gerðist milli okkar áðan." Það var greinilegt að augu min komu upp um mig þvi Alex greip um axlir mínar, hristi mig bliðlega og sagði: „Það gerðirðu lika, ekki satt?” „Ég — ég veit ekki —” „Veistu það ekki? Jæja, við verðum ekki lengi að bæta úr þvi." Um leið og hann sleppti mér eftir ennþá lengri koss fann ég tárin streyma fram. Hann tók undir höku mina og lyfti upp andlitinu. „Ekki fara til þeirra. Ég finn einhvers staðar herbergi fyrir þig." „Og án þess að ég hafi svo mikið sem tannbursta meðferðis?” Ég reyndi að brosa en hann endurgalt ekki bros mitt. „Þú ferð þá á krána. Frú Thatcher tekur á móti þér. Ég er viss um að hún mundi meira að segja lána mér náttkjól. Ekki fara aftur til þeirra.” „Ég verð." Ég þurrkaði tárin úr augn- krókunum og hann tók i hendur mínar. „Að sjá þig! Tilhugsunin ein er þér nóg. Þetta er tóm vitleysa." Það var eins og hann væri reiður. „Ef þú heldur að þau hafi áhyggjur af þér —” „Julian frændi verður áhyggjufullur. Það verður hann. Alex." „Allt i lagi, ég skal þá hringja til hans og segja honum hvar þú ert niðurkomin." „Hann verður sár." „Og hvað með það? Þessi dóttir hans ætti að vera á hæli." Hann dró mig nær sér og horfði rannsakandi á andlit mitt. Þegar hann tók aftur til máls var rödd hans breytt. „Hvaðan hefurðu þessi augu eiginlega?" hvislaði hann. „Þau eru dásamleg, töfrandi — eins og safirar kannski? Já, mjög dökkir safírar. Eru þetta augu föður þíns? Þaðer sagt að þú likist honum mjög, er það ekki?" Ég hristi höfuðið. „Nei, hann var með grá augu, fölgrá. Og móðir min —” „Móðir þín, Sara frænka þín og hin elskulega Vivien eru að því er virðist eins og þrír vatnsdropar. Augu þeirra eru gul eins og i tígrisdýri. Það er eins liklegt að Vivien vilji klóra úr þér augun eins og að hún láti sér nægja að horfa á þig. Henni geðjast ekki hið minnsta að þér. og hún er stærri en þú auk þess sem hún þyrfti á sálfræðimeðferð að halda." „Þetta verður allt í lagi,” sagði ég. „Julian frændi sér til þess." Allt í einu var eins og mér ykist þor og kjarkur og mér fannst ég betur geta horfst í augu við ættingja mina í Merefield. „Fylgdu mér nú til baka." Alex minntist aðeins einu sinni á Marshfjölskylduna áður en við ókum heim að húsinu. „Mundu," sagði hann, „að ég er unnusti þinn. Við skulum láta þaðstanda um sinn. Þá hef ég ástæðu til að hafa samband við þig. Ég kem annað kvöld. þegar ég er búinn að vinna, en hringdu til min hjá Brown og Dempster ef þú hefur — áhyggjur af einhverju." Hann kyssti mig ekki aftur. Þegar Julian opnaði fyrir mér sá ég mér til mikillar furðu að klukkan á veggnum í forstofunni var ekki nema rúmlega hálf tíu. Þá óskaði ég að ég hefði ekki verið svona áköf í að láta fylgja mér heim svona snemma. Við hefðum i það minnsta getað verið klukkutíma lengursaman. „Var þetta skemmtilegt kvöld. vina mín?" spurði frændi minn. „En hvers vegna í ósköpunum bauðstu ekki — heitir hann ekki Alexander — með þér inn? Ég hefði gjarnan viljað fá betra tækifæri til að hitta hann. Ég hafði ekki hugmynd um að þú værir trúlofuð. Joanna." Hann starði á hringlausa vinstri hönd mina, en ég gjóaði augunum i kringum mig í myrkrinu. Hann hélt áfram eins og með uppgerðar kæruleysi: „Vivien er farin að sofa. Hún bað mig að bjóða þér góða nótt fyrir sig. Og Paul er auðvitað líka farinn heim." Hann lagði handlegginn utan um herðar minar og teymdi mig með sér í átt að setustofunni og sagði: „Ég er með kaffi á bakka hérna inni. Þú vilt einn kaffibolla. er það ekki?” Ég leit á bakkann á borðinu og tók eftir að þar voru tveir bollar og tveir diskar. Hann gat ekki hafa átt von á mér einmitt á þessu augnabliki. svo handa hverjum —? „Ætlar Sara frænka að fá sér kaffi líka?" spurði ég. Ég hafði haft gott af að komast burt úr húsinu, þó ekki væri nema klukkutimi eða svo. Rödd mín hljómaði ofur eðlilega, að þvi er mér fannst. „Ég skal ná í annan bolla." „Það þarf ekki. Hún hefur' heyrt unnusta þinn aka burt." Um leið og ég sagði þetta heyrði ég fótatak einhvers sem ýmist gekk á beru gólfinu eða steig á mottu sem kæfði allt hljóðið. Ég var ekki farin að setjast. Ég sneri mér i átt til dyra og með hendur niður með hliðum beið ég eftir tvíbura- systur móður minnar og reyndi að búa mig undir að heilsa konunni. sem ég hafði svo lengi álitið látna. Eina birtan í herberginu kom frá lampa á borðinu og holið frammi var svo til alveg myrkvað. Svo sá ég granna mannveru birtast og það var eins og hún hikaði við að halda lengra. Á sama augnabliki fór síminn að hringja fyrir aftan mig. Ég sá að henni brá álika mikið og mér sjálfri, en Julian frændi tautaði: „Hún er hér. Augnablik." Hann rétti símann í áttina til min. „Þetta er Sharon Wells. Er það ekki sú sem býr með þér?” Mér fannst Sharon, íbúðin og London, vera óravegu í burtu og ég var hálf ergileg yfir þessari truflun. Framhald í nœsta blaöi. TIL GJAFA Svissnesk úr, öll þekktustu merkin. Gull- og si/furskartgripir, skartgripaskrín, mansettuhnappar, silfurboröbúnaöur, bókahnífar og margt fleira. - ALLT VANDAÐAR VÖRUR — 28 Vikan 12. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.