Vikan - 20.03.1980, Qupperneq 30
Draumar
Hestar og
tvö hálsmen
Kæri draumráðandi!
Mig langar að biðja þig að
ráða tvo drauma fyrir mig ef
þú getur.
Mig dreymdi að ég var stödd
hjá sjoppu sem er 3 km frá
bænum þar sem ég bý. Ég var
ein, eftir því sem ég man besl.
Ég gekk um það bil hálfan
kílómetra eftir veginum en þá
þutu fram hjá mér 5-10 hestar
og niður á tún sem er þarna. í
hópnum var rauð hryssa með
rautt folald og þegar folaldið
var að fara inn á túnið féll það.
Ég hélt að það væri dautt og
hljóp að því en sá þá að það
var lifandi. Hryssan stóð fyrir
aftan mig og ég reisti folaldið
við. Hljóp það þá ásamt hryss-
unni lil vinstri og ætluðu þau
inn á hól í túninu, sem var
mjög blautt. En ég rétt náði að
hlaupa fyrir þau svo að þau
breyltu um stefnu og hlupu
niður til hinna hestanna.
Og svo eiti atvik úr öðrum
draumi þessa sömu nótt. Mér
fannst ég sitja uppi í rúminu
mínu og var ég með tvö
hálsmen. Á báðum stóð nafn
stráks sem ég þekki. Annað
hálsmenið á hann reyndar en
hitt var hálsmen sem ég átti og
er týnt.
Með fyrirfram þökk.
1978
Draumurinn um hestana er
fyrir fjölguri í fjölskyldu þinni
og er þeirrar fjölgunar varla
langt að þíða. Einnig eru
ákveðin atvik í draumnum sem
þenda til að fárviðri með
mikilli rigningu verði á heima-
slóðum þínum, gæti jafnvel
verið komið fram þegar svarið
birtist í blaðinu.
Síðari draumurinn er þér
fyrir góðu en þó virðist nafn
stráksins undirstrika fyrirboða
veðurofsans í fyrri draumnum.
Það þarf þó ekki að snerta þig
beinlínis persónulega og fremur
ósennilegt að þú berir sjálf
beinan skaða af veðri þessu.
Látinn þorna í
leið 12
Kæri draumráðandi!
Mig dreymdi skrýtinn draum
um daginn sem ég vildi gjarna
fá einhverja skýringu á — ég
get ekki gleymt honum!
Það var þannig að mér
fannst ég vakna og heyra vatn
renna. Ég gerði mér strax grein
fyrir því að baðkerið, sem er I
næsta herbergi, var að fyllast.
Að sjálfsögðu reyndi ég að
stökkva á fætur en fann þá að
ég gat ekki hreyfl mig — var
Hkt og lamaður. Þannig lá ég
og gat enga björg mér veitt. Ég
sá vatnið seytla yftr þröskuld-
inn inn í svefnherbergið og
yfirborðið hækkaði sífellt.
Undir það síðasta var ég sjálfur
kominn I kaf og flaul um
herbergið. Einhvern veginn
tókst mér, þráttfyrir lömunina,
að svamla út að glugga, opna
hann og skipli þá engum
togum að ég og allt vatnið
fossuðum niður húshliðina,
runnum niður götuna og
staðnœmdumst ekki fyrr en við
strœtisvagnabiðskýlið í næstu
götu. Elgurinn var ofboðslegur
en það sem bjargaði mér var
að leið 12 átti leið þarna fram
hjá I þessu. Strætisvagnstjórinn
tók mig upp í, þurrkaði mig frá
toppi til táar og stakk mér
síðan inn í gufubað sem hann
hafði innréttað aftan við fjórðu
sœlaröð. Þar sat ég í heljarhita
þangað til ég vaknaði með
mikið óráð.
Baði
Ýmislegt í draumi jjessum
bendir til óvæntra breytinga í lífi
þínu og jafnframt þinna
nánustu. Líf þitt tengist lífi
annarra á einhvern máta, sem
þú áttir alls ekki von á, og ýmis-
legt verður til þess að gerbreyta
lífsforminu. Þú mátt eiga von á
veikindum innan heimilisins og
þar skaltu einnig varast allar
deilur og ýmislegt bendir til að
þér væri happadrýgra að ná
betra taumhaldi á skaps-
mununum. Erfiðleikar, sem
líklega tengjast búsetuskiptum,
setja svip sinn á ákveðið tímabil
en leysast á nokkuð sérstæðan
máta. Þér bjóðast tækifæri sem
gætu opnað þér ýmsar leiðir og
það er mikilvægt að vera
vakandi fyrir að nýta þau sem
allra best. Ef það tekst ætti
umstangið að verða fyrir-
hafnarinnar virði.
Lagið Linditréð
eftir Schubert
Kæri draumráðandi!
Mig dreymdi að ég var á
ferðalagi með einhverri
vinkonu minni og við komum
við í húsi sem amma mín bjó I
(hún dó fyrir 2 árum). Eannst
mér mamma og pabbi búa þar
(þau eru bœði dáin) og
dvöldum við þarna einhvern
tíma. Síðan er kominn tími til
að halda áfram á ferðalaginu
og við leggjum af stað. Þá man
ég eftir að ég á eftir að kveðja
mömmu og pabba og sný við.
Þau standa bæði I dyrunum
þegar ég kem aftur og við
kveðjumst og finnst mér þetta
vera frekar sorglegt. Síðan
finnst mér mamma fara með
mig inn í svefnherbergi og þá
stendur þar svartur flygill (sem
þau áttu en bróðir minn á
núna) og mamma sest við
flygilinn og spilar lag og syngur
fyrir mig. Það var lagið Lindi-
tréð eftir Schubert, en í
draumnum fannst mér það
vera eftir Sigfús Halldórsson.
Síðan segist mamma œtla að
spila annað lag fyrir mig og ég
spyr hvort það sé líka eftir
Fúsa. Síðan var draumurinn
ekki lengri og þegar ég vaknaði
mundi ég lagið sem mamma
söng fyrir mig.
Allt í draumnum bendir til
breytinga á högum þínum, til
hins betra. Langlífi tengist
mörgum táknum draumsins og
einnig bætt þjóðfélagsleg
aðstaða. Heimilislíf mun blómstra
og sértu ekki þegar gift mun
varla verða langt að bíða þess að
þú festir ráð þitt. Erfiðleikar,
sem þú átt við að etja um þessar
mundir, falla innan tíðar í
gleymsku og verða þér lítið
annað en minningarbrot úr
fortíðinni. Langlífi þínu tengjast
svo tákn sem benda til að
lífsganga þín verði óvenju gleði-
rík og farsæl.
30 Vikan 12. tbl.