Vikan


Vikan - 20.03.1980, Síða 31

Vikan - 20.03.1980, Síða 31
Popp Getur rokktónlist skaðað heilsuna? Stevie Wonder. Nýjustu sannindi úr poppinu segja að tónlist þeirra geti verið heilsuspillandi, þó ekki bráð- drepandi. Ameríkanar eru alltaf að uppgötva nýjan sannleika. Ótrúlegustu hlutir eru rannsakaðir, jafru lifanði sem dauðir. á öllum hugsanlegum sviðum vístndanna. Nýverið kunngjörði bandariski sálfræðingurinn og rithöfundurinn John Dimond niðurstöður sínar úr viðamikilli könnun sem hann framkvæmdi í heima- landi sínu. Tilgangurinn var að kanna áhrif tónlistar á mannslíkamann og notaði hann meira en 20.000 tónsmíðar við tilraunir sinar. Niðurstöður voru i stuttu máli: Ákv. tegund rokktónlistar dregur úr orku líkamans eða hefur augljós áhrif i þá átt. Styrkurinn skiptir ekki máli heldur er það takturinn — taktur sem er einhæfur, mjög reglu- bundinn, vélrænn og með föstum Þorgeir Astvaldsson áherslum. Þar sem hann er ekki í samræmi við hjartsláttinn myndast spenna i líkamanum sem truflar sálar- ástand og veldur þvi að likamsorkan minnkar. Dimond mældi orkuna í vöðvum handleggja fjölda fólks meðan rokktónlist var leikin. Meðal frægra poppara, sem samkvæmt niðurstöðunum eru hættulegir heilsu manna með tónlist sinni, má nefna Stevie Wonder, Bee Gees, Queen. Alice Cooper og Led Zeppelin en einna verstir eru Rolling Stones. Bítlarnir eru skaðlausir. Það er nánast heilsusamlegt að hlusta á þá. ..Rokktónlist er ekki bráðdrepandi,” segir Dimond, „en ég stórefa að Mick Jagger lifi lengur en Pablo Casals eða Segovia." Það er greinilega vandlifað i heimi hér, hætturnar margar og margt sem ber að varast. Þvi er eins gott fyrir aðdá- endur áðurnefndra poppara að losa sig við plöturnar eða selja hljómtækin, og þaðstrax, ætli þeir að lifa lengi. Bee Gees Queen Poppunnandi! Þú lifir lengur ef þú hlustar á Bítlana! Vandmeðfarnar stórstjömur Hér sjáum við þær stöllur Donnu Summer og Börbru Streisand snúa bökum saman og er tilefni myndatök- unnar vel þekkt dans- og diskólag sem þær sungu saman inn á hljómplötu. Enough is enough heitir það og var gefið út á litilli plötu. En báðar vildu þær hafa það á sólóplötum sínum og var leyfi fyrir þvi auðfengið hjá hljómplötufyrir- tækjum þeirra. Donna er á samningi hjá Casablanca en Barbra hjá CBS. Casablanca auglýsti plötuna með myndinni sem hér er að ofan til vinstri en CBS notaði myndina til hægri. Af hverju? Fyrirtækin hafa með þessu séð fyrir því að þegar auglýsingin eða myndatextinn er lesinn kemur nafn söngkonunnar til vinstri fyrst fyrir — það er jú lesið frá vinstri til hægri — Donna þegar Casablanca auglýsir og Barbra, þegar CBS auglýsir. Hlægilegt smáatriði en greinilega mikilvægt í augum auglýsenda. Þær eru vandmeðfarnar, stórstjörnurnar, og ber margs að gæta í vísindum auglýs- inganna. Þaðeralveggreinilegt. 12. tbl. Vikan 31

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.