Vikan - 20.03.1980, Qupperneq 33
Þennan brosmilda pilt kannast margir
við. Hann heitir Michael Jackson og er i
miklum metum hjá unglingum um
þessar mundir. Þótt hann sé ekki nema
21 árs gamall á hann að baki meira en
áratug sem söngvari — steig fyrst á svið
með bræðrum sínum fjórum, þeim
Marlon, Jermaine, Tito og Jackie, árið
1969 og vakti strax athygli fyrir söng og
sviðsframkomu. Snáðinn, þá aðeins 10
ára, þótti furðu klár og öruggur meðsig.
Foreldrar þeirra þræðra, hjónin Joseph
og Katherine, stigu fyrstu sporin með
þeim og tóku þátt i söngstarfi þeirra til
að byrja með. Systurnar þrjár lögðu
þeim sömuleiðis lið. Sannkölluð fjöl-
skyldusöngsveit, sem lagði upp í langa
frægðarför á þessum árum. Samheldni
af þessu tagi er reyndar mjög algeng
meðal svertingja i bandarískum
skemmtanaiðnaði enda hefur tónlistin
reynst þeim happadrjúgur farvegur til
vegs og virðingar.
Brátt skildu þó leiðir og bræðurnir
fimm með Michael í fararbroddi unnu
marga sigra, jafnt á sviði sem og með
hljómplötum sinum, á árunum 1970 til
1979. Þeir hlutu grammy-verðlaun fyrir
lag sitt ABC árið 1971, gullplötur fyrir
lögin I want you back og I'll be there,
voru heiðraðir af bandaríska þinginu
sem „fyrirmynd æskunnar” árið 1973 og
svo mætti lengi telja. Breiðskífur þeirra,
alls átta að tölu. hafa allar unnið til
ýmiss konar verðlauna.
Þrátt fyrir traust fjölskyldubönd hefur
Michael farið sinar eigin leiðir síðustu 2
ár — lagt fyrir sig kvikmyndaleik og
sungið inn á hljómplötur án teljandi
aðstoðar bræðra sinna — nú siðast
plötuna Off the Wall, sem farið hefur
sigurför um gjörvallan dægurheiminn
siðustu mánuði. Hefur samvinna
Michaels og Quincy Jones, en hann
útsetur og stjórnar upptöku á plötunni,
tekist með ágætum. Þessi Jones er
heldur enginn aukvisi, þegar tónlistin er
annars vegar — starfaði hér á árum áður
með Duke Ellington og náði langt á sviði
jassins. Stjarna Michaels Jackson rís
hátt um þessar mundir. Engu að siður
hyggst hann halda tryggð við bræður
sína og starfa með þeim á tónlistar-
sviðinu i framtíðinni. Samheldni er jú
aðalsmerki Jacksonfjölskyldunnar.
vegna, fyrst og fremst, stóra hópa aðdá-
enda meðal ungs fólks í Bandarikjunum.
Nýleg Gallup-skoðanakönnun ber vott
um það, en samkvæmt henni er Styx
vinsælasta unglingahljómsveitin um
þessar mundir i heimalandi sínu.
Vegna tryggðar við aðdáendur sína
sem m.a. birtist í tiðu hljómleikahaldi
hefur hljómsveitin komist á tindinn og
fyrir bragðið hlotið viðurnefnið The
peoples' band eða hljómsveit fólksins.
Liðsmenn Styx eru: John Panozzo
slagverk/söngur. Chuck Panozzo
bassi/söngur, James Young gítar/synthe-
sizer/söngur, Dennis de Young hljóm-
borð/söngur, Tommy Shaw gítar/-
mandólín/söngur. Hljómplötur Styx eru:
1. Styxl
2. Styx II
3. The serpent is rising
4. Man of miracles
5. Eqinox
6. Crystal ball
7. TheGrand Illusion
8. Pieces ofeight
9. Cornerstone.
Popp
12. tbl. Vlkan 33