Vikan


Vikan - 20.03.1980, Side 37

Vikan - 20.03.1980, Side 37
vænlegast sé að kaupa ósteytt krydd og steyta það eftir þörfum. Þegar krydd er mulið er nauðsynlegt að hafa gott mortél, en það er býsna erfitt að ná í það hérlendis en þó ekki útilokað. T.d. hefur verslunin Kúnigúnd haft góð mortél til sölu og verslun Kristjáns Siggeirssonar. Það er líka eitt sem minna má á, en það er að erfiðara er að falsa ómalað krydd en fínmalað. Við getum þvi miður aldrei verið alveg viss um hvort það er ómengað krydd í krukkunni sem við tökum úr búðarhillunni. Timjan (blóðberg), kjörvel eða dill gæti jafnvel hafa verið blandað grasi. En yfirleitt getum við treyst algengustu vörumerkj- unum. Framleiðendur eiga mikið í húfi og hafa sérfræðinga á sinum snærum til aðfylgjast með gæðum vörunnar þegar kaupin eru gerð. Annars er svo með krydd, eins og fleira, að gæði þess eru misjöfn eftir árum. Það er talað um góða eða slæma árganga. Og það er ekki sama hvar krydd- jurtin vex. Eftir því sem norðar kemur á hnettinum eru krydd- jurtirnar bragðmeiri. Má þar nefna t.d. timjan sem er blóðberg og basilikum. Blóðbergslauf tekið á heiðum norðanlands og þurrkað við lágan hita er aldeilis það bragðbesta sinnar tegundar sem þýðandi þessarar greinar hefur fengið. Saffran Dýrasta kryddtegund, sem vitað er um, er saffran. Það eru svimandi háar upphæðir nefndar til á hvert kíló þessa ágæta krydds. Saffran fæst úr blómi jurtar af krókustegund og til að ná einu grammi af saffran þarf hvorki meira né minna en 300 blóm. Það þarf þvi mikla akra til að rækta blómin sem gefa þetta ágæta krydd. Þessi jurt er aðallega ræktuð á Spáni og ferðamenn hafa víst oft notað sér að koma með saffranbauk heim í farteski sínu. En því miður hafa menn orðiðfyrir þeirri bitru reynslu að villast á efni sem heitir saflor, er eins é að lita og saffran en alveg bragðlaust og lyktarlaust. Notið krydd í hófi Það er alltaf dálítið sþennandi að skoða í kryddhillur verslananna og líta eftir hvað þar megi finna sem ekki er þegar komið í sképinn heima. En eitt skuluð þið varast. Oft eru í glösunum kryddblöndur og heima eigið þið e.t.v. nákvæmlega sömu kryddtegundir. Kauþið ekki krydd gagnrýnislaust og athugiö vel magn og verð, gerið saman- burð milli vörumerkja. Geymið kryddið alltaf á þurrum, svölum stað og lokið kryddílátunum vel eftir notkun. Krydd í oþnum ílátum dofnar fljótt og það er of dýr vara til að við getum leyft okkur gáleysi í meðferð hennar. Með góðri geymslu má varðveita krydd nokkuð lengi. Heilt krydd geymist mun betur eins og áður var að vikið. Krydd á ekki að yfirgnæfa hið eiginlega bragð fæðunnar, aðeins draga fram það besta — nema um sé að ræða t.d. karrírétti og sérstaka austurlenska rétti. Þeir eru oft eins og eldur og brenni- FENKCL steinn í munni okkar sem óvön erum slíkum mat. Aðendingu þetta. Notið hugmyndaflugið og prófið endilega eitthvað nýtt. En byrjendur eru varaðir við — enginn verður meistari i fyrsta sinn. Birt ( samróði við Neytendasamtökin. Þýö.: S.H. úr R&d och Rön. CINNI & PINNI Þú mátt hafa jó-jóið, ''C’" ■y! Hermann, og við fáum lánaða ] 1 V húfuna. J X lí \V / yjé, hé. , (Samþykkt? ,\\ l. ©1979 King Features Syndicate, Inc. World rights reserved. Jæja, nú átt þú X\ En fr'ður 'N leik og þú j HermannX og ró. , veist... / Meira te. n 1 /íí/ E9 > vildi taúa II rseeFLB) ^ hér. 3MÍP11Í f Iw&t' iM) "" Mite. - b-n { Hvaö? . . . Ormarnir! ) Ég skal sko flengja þá á \ £ ^ V beran . . ææææ A J &/En fallegar\ v s^örnur-) 12. tbl. Vlkan 37

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.