Vikan - 20.03.1980, Side 38
Stjörnuspáin þin fyrir árið 1980
Hrúturinn
21i3>a20«4«
1979 var ágætis ár í lífi þínu og 1980
verður ekkert síðra. Þú leggur hart að þér
en hefur líka erindi sem erfiði. Þér bjóðast
mörg tækifæri til nýrra ástarævintýra en
fæst þeirra eiga sér langan aldur. Áhrif
Venusar, drottningar ástarinnar, eru sér-
lega hagstæð í september — og það
gefur margri hrútskonunni kjark til að
tjá þeim karlmanni er hún girnist ást sina
að fyrra bragði. Yfirleitt einkennist árið
1980 af velgengni. Sú velgengni kostar þó
nokkra streitu, sem margir hrútar kunna þó
ekkert illa við. Örlagastjarna þín, Mars, sér
til þess að halda þér við efnið. Apríl og
ágúst eru happamánuðir, þá þróast allir
hlutir þér í hag. Fjármálin virðast líka í
ágætu lagi. Þér bjóðast mörg tækifæri til að
ferðast og þessi ferðalög verða mjög til-
breytingarrík. En sem ökumaður ættir þú að
gæta þín. Þetta á sérstaklega við um hrúta
sem fæddir eru frá 8. til 14. apríl. Það
virðist enginn endir á óhöppum þínum i
umferðinni. Yfirleitt ættirðu að gæta þín
vel bæði í lífi og leikjum allan aprílmánuð.
Einnig þarf að gæta óvenju vel að heilsunni
dagana 13., 14. og 15. október. Þeir sem
fæddir eru á tímabilinu 16.-20 apríl fá byr
undir báða vængi á timabilinu mars - 3.
maí. Og bað á fleiri sviðum en einu. Eins og
allir vita eru hrútar þó nokkuð þrasgjarnir.
Þessi eiginleiki nær suðumarki á tímabilinu
11. júli - 28. ágúst. Reyndu að fá þér
sumarfrí á þessum tíma og skipta um
umhverfi. Annars er hætta á því að flestum
þyki þú óþolandi. Þú átt von á nokkrum
mótbyr í september. Velgengnisstjarna þín,
Júpíter, á ekkert meira til að gefa, það er
fremur hætta á því að þú verðir fyrir
skakkaföllum í fjármálum. Þetta mótlæti
reynir á heilsuna. Einkunnarorð þín tvo
síðustu mánuði þessa annars svo ágæta árs
ættu því að vera: Þolinmæði, aðgætni og
köld skynsemi. Enda munu margir dást að
þér, einmitt sakir þessara eiginleika.
Nautid
21*4*a20*$t
Þetta er sú stjörnuspá sem flestir mundu
kjósa sér. Eiginlega alveg órúleg: Allar þær
stjörnustöður sem við stjörnufræðingar
þekkjum í sambandi við hamingju og vel-
gengni safnast saman í merki nautsins.
Hánunkturinn er þó mánuðirnir mars-júli.
Þú ættir að notfæra þér þetta sérstaka
velgengnistímabil út í ystu æsar. Margir í
nautsmerkinu hitta nú loksins þann rétta
eða þá réttu. Og við óskum þér sérstaklega
til hamingju sé þá að finna í merki
jómfrúarinnar eða steingeitarinnar. En
annars er sama hvað þú tekur þér fyrir
hendur — allt heppnast alveg ótrúlega vel,
næstum eins og yfirskilvitlegir kraftar séu
með í spilinu. Hvort sem um er að ræða
heilsu, lagadeilur, flutninga, fjármál, kaup
eða sölu — allt gengur þér að óskum. Sumir
i nautsmerkinu eiga jafnvel von á vinn-
ingi í happdrætti. Þeir sem fæddir eru
eftir /5. apríl ættu endilega að freista
gæfunnar þann 26. júní. Sértu fædd 9.-12.
maí gætu 13. og 14. september orðið þér
happadagar. Þær konur sem fæddar eru 21.
eða 30. april verða að minnsta kosti alveg
sérstaklega heppnar í ástamálum. Yfirleitt
ná ástamálin nýjum hápunkti hjá nautinu
og það strax fyrri hluta ársins. Hvað
atvinnu snertir er líka allt á uppleið.
Hugmyndir þínar falla í góðan jarðveg, þú
styrkir stöðu þína og fjárráð þín batna. Þú
ættir ekki að leita hamingjunnar í langri
utanlandsferð í sumarleyfinu, heldur í eigin
garði eða upp til fjalla. Og einmitt þetta ár
ættirðu að hleypa í þig kjarki og reyna
eitthvað nýtt. En fyrir þá í nautsmerkinu
sem fæddir eru frá 11.-18. maí gildir: Betur
getur það ekki gengið.
Tviburarnir
21.5.-21.6.
Gamall málsháttur segir að sjaldan grói
mosi í rennandi vatni. Og hann á svo
sannarlega við um hina órólegu og
nýjungagjörnu tvíbura. Árið 1980 passar
þetta sérlega vel um fjárhag þeirra. Enn
rennur upp tímabil þar sem peningarnir
standa ekki lengi við á ávísanaheftinu eða í
bankabókinni. Þeir tvíburar sem fæddir
eru 21. - 31. maí fá áþreifanlega að finna
fyrir þessu á tímabilinu mars-júlí 1980.
Að hinum kemur röðin í ágúst, september og
október. Þú ættir ekki að hætta á neitt í
fjármálum. Geymdu heldur allar slíkar
áætlanir í neðstu kommóðuskúffunni þinni
og hugsaðu þig þrisvar um áður en þú eyðir
fé þínu. Þú ættir frekar að treysta á
drottningu ástarinnar, Venus, á þessu ári.
Ástin er mesta aflið í lífi þínu í april, júlí og
september. Sem ekta tvíburi leitar þú
uppbótar í tilfinningalífinu fyrir það sem þú
tapar á sviði efnishyggjunnar. Og þú kemst
fyrirhafnarlítið yfir eitt eða tvö ástar-
ævintýri á mánuði. Það er jú um að gera að
fá einhvern samanburð og kaupa ekki
köttinn í sekknum! Ég vil þó gjarnan gefa
þér gott ráð: Þó að þú leitir ákaft að sálu-
félaga — láttu það samt ekki verða til þess
að þú missir þinn dyggasta félaga. Það gæti
orðið þér hættulegt. Margir tvíburar verða
að taka á allri þeirri sáttfýsi sem þeir eiga til
þetta árið. Aðeins fáeinar vikur eru svona
nokkurn veginn þokkalega hagstæðar til
alvarlegra áætlana: Miður júlí fram í
miðjan ágúst. Þú munt mæta sérstökum
mótbyr í mars, júní og september. En þó að
tvíburar séu fljótfærir eiga þeir þó til þolin-
mæði og aðgætni þegar þeir finna að á móti
blæs. Það er þeirra sterka hlið. Og það
hjálpar þér til að komast óbuguð i gegnum
ár sem er þér óvenjulega óhagstætt. En í
síðasta lagi í endaðan október fer aftur að
birta til.
38 Vikan 12. tbl.