Vikan - 20.03.1980, Side 41
Steingeitln
22.12.-20.1.
Þér gengur allt í haginn — á hvaða sviði
sem er, sérstaklega við eftirlætis iðju þína,
vinnuna. Atvinnulaus steingeit er óhug^
andi fyrirbrigði. Þetta ár er sérlega hagstæft
fyrir alls kyns fjárfestingar, húsa- eða
íbúðarkaup. Þú ert einn af þeim sem lífið
leikur við 1980. Það skortir ekkert á góða
heilsu — en sé svo mun öll lækning
heppnast vel. Og mörg steingeitin kemst nú
í örugga höfn. (Heppilegasti makinn er
naut eða jómfrú en sporðdreki og fiskur
koma líka til greina. Öll þessi merki sætta
sig við að þú þolir engin hliðarspor.) Og þú
kannt ennþá betur að meta þetta þar sem
þú hefur ekki alltaf farið vel út úr ásta-
málum þínum. En skyndilega og því nær
fyrirhafnarlaust öðlast steingeitin nú meiri
vinsældir en áður. Sértu fædd á tímabilinu
22. desember - 10. janúar má segja að
síðastliðið ár hafi verið þér nokkuð
hagstætt hvað fjármálin snertir. Þessi
þróun heldur áfram og nú njóta líka þær
steingeitur sem fæddar eru frá og með 11.
janúar góðs af henni. Frá maíbyrjun og fram í
i-mjðjan júlí tekst þér að framkvæma margar
áætlanir, þrátt fyrir nokkra mótstöðu.
Hvað ""þig snertir hefur velgengnin látið
standa á sér. í mars, maí, september og
otkóber hefurðu mun meiri áhuga á
tilfinningalífi þínu en frama í starfi — og
það er ekki svo lítið þegar steingeit á í hlut.
En þú mátt ekki bara sitja með hendur í
skauti og bíða þess að hamingjan finni þig,
þú verður líka að hjálpa dálítið til sjálf. Og
í þessum málum er maí besti mánuðurinn.
Sumarleyfið þitt verður afar skemmtilegt
og þú ættir að eyða því einhvers staðar
uppi í fjöllum.
Vatnsberinn
21.1. - 20. 2.
Þú ættir að fá þér eina bók í viðbót til
að færa inn símanúmer vina þinna því að
þeim mun fjölga mjög á þessu ári. Ástæðan
fyrir þvi eru persónutöfrar þínir sem afla
þér fljótt vina og óvenjulegt næmi þitt á
þarfir annarra. Þú ættir að veita fólkinu
umhverfis þig nána athygli: Margur mun
eiga erfitt með að fylgja þér eftir, bæði á
andlega sviðinu og þvi líkamlega. Þetta
verður til þess að dæmigerðum vatnsbera
helst ekki eins vel á vináttunni og efni
standa til. Jafnvel skilnaður kemur til
greina. Þú getur þó huggað þig við eitt:
Hafi sá vinur sem þú missir ekki verið
tvíburi, vog, hrútur eða bogmaður var
hann hvort sem er ekki sá rétti fyrir þig. En
þessi óróleiki í einkalífinu hverfur þó eins
og dögg fyrir sólu. Þú lendir í eldheitu
ástarævintýri sem endar jafnvel með
hjónabandi. Og það er ekki svo lítið því sá
sem ætlar sér að temja þig verður að hafa
þolinmæði á við flóatemjara. Þeir vatns-
berar sem þegar búa í föstu og hamingju-
sömu sambandi ná hins vegar nýjum
hápunkti með maka sínum og þrátt fyrir
nýjungagirnina sannar þetta þér að þú
þarft ekki að leita langt yfir skammt að
hamingjunni. Þú ættir að halda þér
nokkurn veginn í sama farinu hvað
atvinnu snertir jafnvel þó þú sért farin að
hugsa til breytinga. Þeir vatnsberar sem
fæddir eru 21. janúar - 10. febrúar byrja
þó að finna fyrir þeirri velgengni sem á
eftir að einkenna 1981, en það ár verður
afar blessunarríkt fyrir þá. En þú þarft
samt ekki að halda að þetta ár verði neitt
leiðinlegt: Þefvísi þín á ýmislegt sem
kryddar tilveruna á eftir að leiða til margra
atburða sem koma öllum á óvart - nema þér
—- sérstaklega frá júlíbyrjun og til septemb-
erloka. En þessi tími reynir þó mjög á þolin-
mæði þína. Taktu tillit til þess þegar þú
skipuleggur sumarleyfið þitt og taktu ekki
með þér of mikinn farangur. Þú verður
aldrei lengi á sama stað.
Fiskurinn
21. 2. - 20. 3.
Þetta árið fellur hreint ekki að óskum
þínum: Mikil vinna en fjárhagslegt tap. Það
fé sem þú vinnur þér inn með miklu erfiði
rennur eins og sandur úr greipum þér. Ég
vil sérstaklega vara þá fiska við sem fæddir
eru í febrúar því allt gæti farið í óreiðu.
Þeim væri best að geyma ávísanaheftið sitt
í læstu bankahólfi til júlíloka. Þeir fiskar
sem fæddir eru 21., 22. eða 23. febrúar
þurfa á allri sinni þolinmæði, iðni og var-
færni að halda til að komast klakklaust frá
hlutunum. Vertu ljúfur sem lamb og hafðu
ætíð stjórn á skapi þínu, þú hefur ekki efni
á neinni úlfúð. Forðastu umfram allt að
lenda í deilum. Þetta verður þér yfirleitt
erfiður tími, jafnvel líka hvað einkalífið
snertir. Þú getur huggað þig við að þetta
gengur jafnt yfir alla sem fæddir eru á
þessum tíma, hvort sem þeir eru ríkir eða
fátækir, þekktir eða óþekktir. Aðeins júlí
verður fiskunum nokkurn veginn
hagstæður. Kannski ættu langþreyttir
fiskar að nota hann til að taka sér frí frá
öllu, t.d. með því að kaupa sér ódýra sólar-
landaferð. Þeir fiskar sem fæddir eru eftir
10. mars mega þó búast við nokkrum
breytingum til hins betra. í einkalífinu
verða margir fiskar fyrir nýrri reynslu: Þeir
finna skyndilega ekkert gat sem þeir geta
sloppið út um á því neti sem þeir hafa
annars af fúsum vilja riðið í kringum sjálfa
sig. Þar sem fiskar velja sér gjarnan maka
sem hafa meiri skapgerðarstyrk en þeir
hættir þeim til að flýja með sorgir sínar á
náðir flöskunnar. Sem sagt, þegar á allt er
litið verður þetta ár sem krefst mikiis af
fiskum og gefur lítið í staðinn. En öfugt við
grenitréð hans Stephans G. þá bogna þeir
kannski en þeir brotna ekki. Dæmigerður
fiskur er vel hæfur til að bjarga sér hvort
sem er i blíðu eða stríðu. ★
12. tbl. Vikan 41