Vikan


Vikan - 20.03.1980, Síða 43

Vikan - 20.03.1980, Síða 43
5. hluti Chris brosti kaldhæðnislega með sjálfum sér. Sjálfum hafði honum ekki tekist að fá Blake til að skipta um skoðun hvað viðtalinu viðvék. Hann vissi einnig að það þurfti töluverðan kjark til að neita að ræða við frétta- mennina, sérstaklega þar sem dr. Muir vildi einnig að hann talaði við þá. Þetta vakti áhuga hans. Nú vaknaði enn ein spurning um manninn. Hvers vegna hafði hann neitað honum svo ákveðið um viðtal? Chris hafði umgengist marga. Sumir voru mjög á móti þvi að vera fyrir framan myndavél. Sumir voru feimnir. Sumir hötuðu að koma opinberlega fram. Svo voru einnig nokkrir geðvondir þarna inni á milli. Peter Blake átti ekki heima í neinum þessara hópa. Hann beygði sig áfram og slökkti á tækinu en augu hans héldu áfram að stara á skerminn sem nú var auður. Aðalatriðið var að nú hafði Karen fengið tækifæri. Chris hafði aldrei hitt Karen en hún var litla dóttir Janetar og það tengdi þau vissum böndum. Hann var að vona að þegar þetta væri allt gengið yfir og Janet færi að geta lifað eðlilegra lífi yrðu þessi bönd enn sterkari. Hann vonaðist til að geta gifst Janet. Ef hann hefði einhvern tima aflögu næstu tvær vikurnar — og þar sem fullt útlit var fyrir að Janet myndi vera allan þann tima á sjúkrahúsinu — þá gæti verið að hann yrði einhvers vísari um Blake. Áhugi hans var bæði persónulegur og atvinnulegur. En hann var ekki vingjarnlegur. Dr. Muir gekk á undan Peter inn í stórt gamaldags sjúkrahúsið. Fyrst gengu þeir eftir breiðum gangi, síðan inn á mjórri gang og að stiga upp á næstu hæð. Að lokum nam dr. Muir staðar og bankaði á dyr. „Ég er að efna loforð núna. Það er manneskja hér sem ég lofaði að fengi að verða sú fyrsta til að bjóða þig velkom- inn.” Dyrnar opnuðust og Janet Collins birtist. I fyrstu brosti hún ekki. Hún starði aðeins á Peter Blake. Augu hennar voru djúpblá og alvarleg, varir hennar voru aðeins aðskildar og hún hreyfði sig ekki eins og hún héldi niðri í sér andanum. Honum fannst hann verða klaufa- legur. Hún virtist svo breytt, hún líktist 12. tbl. Vikan 43

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.