Vikan


Vikan - 20.03.1980, Page 45

Vikan - 20.03.1980, Page 45
.,bað er allt í lagi.” sagði hann. ..Til bess er ég kominn hingað.” „En þú hlýtur að eiga vini sem þig langar til að heimsækja og svo hljóta að vera staðir sem þig langar til að sjá. En i staðinn verðurðu að vera innilokaður hér og gæta þess að koma ekki þar sem sýklargætu verið." Hann hristi höfuðið. „Þaðskiptir mig engu máli.” Þessi einangrun myndi henta honum ágætlega. Honum varð hugsað til fréttamannanna og ljósmynd- aranna. En best mundi hann þó eftir manninum frá sjónvarpsstöðinni sem kallaður var Jennings. Hér var hann öruggur fyrir þeim öllum. „Nei," bætti hann við, „ég þekki ekki lengur neinn hér, það er svo langt síðan ég fór héðan.” „Átta ár.” Hún kinkaði kolli. „Og þú átt enga ættingja. Það sagði dr. Jenkins mér. En þú átt eftir að komast að þvi að lífið hér er leiðigjarnt og innilokað. Við getum farið út héðan en ekki þangað sem margmenni er vegna sýklahættu.” „Við?” „Ég mun líka dveljast hérna þangað til Karen getur komið heim. Mamma er heima en hún heimsækir Karen á hverjum degi. Ég bý í sams konar íbúð og þú, hún liggur hinum megin við ganginn — númer fimmtiu og fjögur. í leit að lífðjafa Þegar ég er ekki hjá Karen held ég mig yfirleitt þar og skrifa bréf." „Skrifar bréf?" „Við fáum mikið af bréfum. Saga Karenar hefur verið mikið í fréttunum undanfarið og það hafa svo margir skrifað, annaðhvort til að bjóða fram hjálp sina eða óska okkur góðs gengis. Nokkrir senda peninga til að styrkja sjúkrahúsið og aðrir til að bjóðast til að gefa bæði blóð og merg. Það er töluvert mikil vinna að anna þessu öllu." „Ég býst ekki við að ég komi til með að hafa sérlega mikið að gera,” sagði hann. „Ég skal koma og hjálpa þér þegar þeir þurfa ekki á mér að halda í sam- bandi viðaðgerðina.” Hann var byrjaður að gera sér nokkra hugmynd um hvernig lif hennar var. Honum skildist nú hve mikið það snerisl um barn hennar. „Hvað er langt síðan maðurinn þinn dó?" spurði hann allt í einu og fann hvernig forvitnin greip hann. „Fjögur ár.” 1 fjögur ár hafði hún barist alein þessari ójöfnu baráttu við dauðann. Hún leit út fyrir að vera svo kvenleg og falleg, sú manngerð sem karlmenn vildu gjaman vernda og annast um. og þó hafði hún reynst svo sterk og þolinmóð. „Ég fer nú og læt þig um að koma þér fyrir," sagði hún. „Hvíldu þig á meðan þú getur. Þeir munu ekki láta þig lengi í friði.” „Þakka þér fyrir allt saman.” Hann benti á blómavasann og blöðin. Hún dró djúpt andann. „Þakka þér fyrir,”sagði hún mjúklega. Eftir að Janet var farin stóð hann við gluggann og horfði niður á trén við litla torgið. Svo lengi sem hann væri inni á sjúkrahúsinu væri hann öruggur. Hættan lá fyrir utan veggi spítalans. Honum fannst sem hann væri nú þegar flæktur inn i þá atburðarás sem átti sér stað innan þessara veggja. Hugrekki Janetar snart hann djúpt. Hann dáðist að styrk hennar. Þrátt fyrir byrðir sínar gat hún enn hlegið. Hún gat hugsað um vellíðan hans. Hún gaf sér tíma til að svara bréfum frá vinveittu ókunnugu fólki. Allt þetta gerði hún um leið og hún hélt áfram að lifa á barmi örvæntingarinnar. Hann þekkti einnig örvæntingu og hann skildi einmanaleika Janetar. Hann stakk hendinni í vasann og dró upp mynd Karenar. Hann slétti úr henni, leit sem snöggvast á appelsínu- gula manninn og bláu flugvélina en reisti hana síðan upp við hliðina á blómavasanum. Einhvern veginn varð herbergið heimilislegra á eftir. Janet fór með matarbakkann inn í leikherbergið til Karenar. Einn veggur herbergisins var úr gleri svo að hjúkrunarkonurnar gátu fylgst með Karen þó að hún væri ein. Loftræsting var í herberginu og aðeins var hægt að komast inn i það úr öðru herbergi. Þar lagði Janet frá sér bakkann, þvoði sér um hendurnar og fór í sótthreinsaðan slopp. Karen hafði einmitt verið að byggja turn úr marglitum kubbum á gólfinu. Hún hljóp að dyrunum þcgar hún sá móðursina. „Kom hann, mamma? Kom hann nieð flugvélinni frá Ástraliu?” „Hvort hann gerði!" Hún lagði bakk- ann frá sér á borðið um leið og hún ýtti leikföngunum til hliðar til að pláss yrði fyrir hann. „Nú skaltu setjast hér og borða og á meðan skal ég segja þér frá honum. „Flugvélin hans kom mjög snemma í morgun. Þetta var gríðarlega stór flug- vél og með henni voru margir farþegar. Meðan allir farþegarnir fóru út úr vél- inni beiðdr. Muir og reyndi aðgeta sér til um hver hann væri." Skeytið þitt. . . með apapóstinum . . . seinkaði ' vegna hlébarða. . Ástin, af hverju komstu? J Ég get gengiðT-^N núna. Syndicate, Inc World rights reserved ^ Eg œtia að eignast'M ^ barnið í j Hauskúpuhellinum . J ' eins og þú vildir hafa Þú vilt ekki hafa mig hér . . . á ég þá að fara heim? Þaö er langöruggast Nei, DíanaT'X y ég vil að þú eignist það á spítala . . . með lækna og hjúkrunar- konur til hjálpar. Framhald 12. tbl. Vlkan 45

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.