Vikan


Vikan - 20.03.1980, Page 48

Vikan - 20.03.1980, Page 48
 í* Sklðaskólinn »4 Hingað til höfum viö rennt okkur á ská í brekkuna með skiðin í plóg- stöðu. Nú skulum við hins vegar œfa okkur i skárennsli með skíðin saman eins og gert er milli sveiflna. Ef við á 1. mynd sjáum við stöðuna í skárennsli: skiðin saman, efra skíðið um það bil hálfa skólengd fyrir framan það neðra og efri kantar skiðanna i snjónum. Þessi skíðastaða kemur okkur ekki alveg á óvart, þar sem tröppugangur upp brekkuna, sem við lærðum strax i fyrsta tíma, byggist á sömu undir- stöðuatriðum. Athugið, að efri helmingur likamans, öxl, mjöðm og hné fylgja efra skiðinu fram, og hnén koma örtítíð inn á við til þess að geta beitt efri köntum betur inn i brekkuna og mjaðmir fylgja hnéhreyfingunni eftir inn á við, en aðeins lítið eitt því staðan á að vera óþvinguð og mjaðmavinda upp i brekkuna á helst ekki að sjást nema í sveiflunni sjálfri. Armar eiga að vera mjúkir og létt bognir fyrir framan líkamann og hendur i mjaðmahæð. Og horfið svo fram fyrir ykkur en ekki ofan á skiðin. Nú skulum við æfa okkur i skárennsli og lyfta hæl á efra skiði nokkrum sinnum á leiðinni. Þessi æfing kennir okkur eitt undirstöðu- atriði svigiþróttarinnar, að standa vel i neðra skiði. önnur ágæt æfing, sem við skulum einnig gera, er sú að hækka sig i skárennslinu með því að stíga upp í brekkuna, fyrst með efra skíði og svo þvi neðra að efra. * 48 Vikan u. tbl,

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.