Vikan


Vikan - 20.03.1980, Blaðsíða 62

Vikan - 20.03.1980, Blaðsíða 62
Pósturinn Nú eru góð ráð dýrl Elsku Póstur! Nú eru góð ráð dýr. Þannig er mál með vexti að ég er hrifin af strák í mínum bekk. Ég hef verið tvisvar til þrisvar með honum að kela en svo ekkert meira. Mig langar svo að byrja með honum en er ekki asnalegt að stelpa spyrji strák? Gerðu það, ekki gefa Helgu skvísu bréfið mitt, gefðu mér heldur mjög gott ráð við þessu. Með fyrirfram þökk. A,B,C,D,E,F,G,H,Í... Hvernig er það eiginlega, hefur þú ekkert heyrt um kvenrétt- indi? Samkvæmt þeim kokka- bókum á ekki að vera neinn munur á því hvort stelpa spyr strák eða strákur stelpu. Ef svo drengurinn kann ekki að meta þann gang mála er hann fram úr hófi gamaldags í þessum efnum og því ef til vill lítill gróði af nánari kynnum. En allt um það, það sakar ekki að spyrja og þótt svarið yrði neikvætt eru það nú varla nein endalok veraldar. Vinkona mín var með honum en hætti. .. Kæri Póstur! Ég vona að Helga sé södd. Þetta er í fyrsta skipti sem ég skrifa þér. Snúum okkur að efninu. Ég er búin að vera hrifin af strák í hálft ár. Við skulum kalla hann X. Vinkona mín var með honum og hún hœtti með honum. En þá byrjaði hann að vera með annarri stelpu sem ég og vinkonur mínar þolum ekki. Þessi stelpa og tvcer aðrar stelpur eru alltaf á móti okkur, mér og vinkonum minum. Þær eru búnar að spilla flestöUum krökkunum í bekknum. Mig langar ekki neitt að vera á móti þeim. Elsku Póstur, hjálpaðu mér í því efni og líka að byrja með stráknum. Þökk fyrir birtinguna og afsakaðu stafsetningarvillurnar. — + Þú segir að þið vinkonurnar þolið ekki stelpuna sem hann er með núna. Ertu alveg viss um að þið hafið ekkert gert henni og að hún geti ekki einfaldlega verið að borga fyrir sig. Það er ágætur eiginleiki að geta sett sig í spor annarra og ef þú reynir það gæti verið að þú sæir atburðina í öðru og skýrara ljósi. 1 svona málum þjóna illindi engum tilgangi og eru þér og vinkonum þínum einungis til tjóns. Það eina sem þú getur gert er að bíða og sjá hvort málin breytast ekki eitthvað. Ef þú gætir þess að gera ekkert fjandsamlegt á móti verða þær fljótt leiðar á þessu og kunningjarnir leiðir á þeim. Btrit Hansscn, Graagaasv. 39, 4620 Vaagsbygd, Norge, er 17 ára gömul og hefur áhuga á að eignast islenska penna- vini á svipuðum aldri. Áhugamál hennar eru dýr. bréfaskriftir og margt fleira. Ásta Auðbjörg Ægisdóttir, Hlíðargötu 24, 750 Fáskrúðsfirði, óskar eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 13-14 ára. Hún er sjálf 14 ára. Hún svarar öllum bréfum. Paul Racaud, Centre Paul Lambert, 2 Rue Raymond Lizop, 31300 TOULOUSE er 15 ára franskur piltur og langar að komast i bréfasamband við 14 eða 15 ára íslenska stúlku. Hefur lært um Ísland i skólanum og vill fræðast meira. Eg er búin að fara þangað sem þú sagðir mér að fara . . Kæri Póstur! Ég þakka þér fyrir svarið síðasta, það var svona la la. Þú ert kannski sá eini sem ég get talað við. Ég er orðin leið á þessu öllu. Ég á enga vini. Ég er búin að fæla þá alla frá mér. En ég vona að ég þurfi ekki að fæla þig frá mér, Póstur (blaðamaður). Ég er búin að fara þangað sem þú sagðir mér að fara en ekkert dugar. Ég var hreinskilin við manninn minn, ég sagði honum allt sem ég hafði gerl. En hann tók ekki mark á mér. Ég og maðurinn minn fórum á ball hér í bæ. Þar hitti hann konu sem sagði honum allt það vonda um mig, að ég haft haldið framhjá honum. En það var allt meinlaust. Ég held að ég sé ófrísk en hann heldur að það sé ekki eflir hann. En hann þarf ekki að láta svona því að það er aðeins hann og enginn annar. Égá . . . krakka með honum. Ég er alveg búin aðfá nóg af þessu rugli, Póstur, ég er ekki geðbiluð. Ég vona að þú skiljir þetta. Ég kann ekki að koma orðum að því eins og ég vil hafa það. Ég er engin skriftamanneskja svo þú verður að svara þessu þó að það sé allt snarvitlaust skrifað. Hvað eru margir sem skoða bréfið áður en það kemur í Vikuna? Ekki fer það af sjálfu sér í póstinn eins og þú gafst mér í skyn í fyrsta bréft og ég vil ekki svar með útúrsnúningum. Eg talaði við einn hjá ykkur, hann sagði að þetta bréf kæmi eftir 3 vikur. Ég vona að ég þurft ekki að bíða eftir svari lengi. Annars væri gaman að fá bréf frá Póstinum, ég meina svo ég geti sagtfrá mér. En ég held að það megi kannski ekki, blaðamaður? Er það ekki rétt? Ég er búin að fá alveg nóg, það verður ekki langt að bíða eftir sjálfsmorði! Ó, Póstur. Ég vona að þú svarir mér eins fljótt og þú getur. Ég er hœtl að lenda í löggunni. Kannski fattar þú hvað ég meina með þessu, Póstur. Ég ætla ekki að hrein- skrifa þetta bréf. Ég vil aðeins fá ráð hjá ykkur. Nú ætla ég að hætta þessu hrafnasparki og bið að heilsa. Með fyrirfram þökkum. 0080 Það er engin lækning að fara í'eitt skipti og tala við einhvern aðila um vandamál sitt. í bréfi þinu tekur þú reyndar ekki fram hvert þú fórst, en þar sem Pósturinn benti þér á AA samtökin og SÁÁ telur hann víst að þú hafir einmitt farið þangað. Líklega væri best fyrir þig að gera þér ferð til Reykja- víkur og tala við einhvern á skrifstofu SÁÁ, Lágmúla 9, og biðja þá um að senda þig á stað þar sem þú færð möguleika á varanlegri lækningu. Þegar því er lokið — meðferðinni en ekki samtalinu — getur þú farið að gera ráð fyrir að aðstaða þín breytist. En þú hefur stigið fyrsta skrefið og með því sýnt að hugrekki vantar þig ekki og þá er bara að halda áfram á sömu braut. Því það er bæði þér og börnum þínum nauðsynlegt. Það er ekki nokkur ástæða til að ætla að þú sért geðbiluð, en óhófleg víndrykkja og erfiðleikar henni samfara geta valdið þér miklum vandræðum í samskiptum við annað fólk, ekki síst nánustu ættingja, og því finnst þér ef til vill sjálfri mörkin nokkuð óglögg. Sjálfsmorð skaltu ekki einu sinni hugleiða því það er engin lausn, hvorki fyrir þig né aðra í fjölskyldunni. Gefstu alls ekki upp og með tímanum breytist þá einnig samband þitt við eiginmanninn. Bréf sem Póstinum berast fara að sjálfsögðu ekki til annarra í fyrirtækinu. Ef bréfið er stílað á Póstinn í Vikunni persónu- lega kemur það einungis i hans hendur og allt sem bréfritarar skrifa er trúnaðarmál og Pósturinn bundinn þagnarheiti. bzVikan IZ. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.