Vikan - 17.04.1980, Page 16
Framhaldssaga
Copyright 1979byAvery Corman.
Avery Corman:
Kramer
GEGN
Kramer
NY FRAMHALDSSAGA:
Ská/dsaga Avery Corman, Kramer gegn
Kramer, var ekki lengi að þjóta í toppsæti
iistans yfir best se/du bækur í Bandaríkj-
unum. Enda fjallar hún á nærfærinn hátt
um tiltölulega nýtt vandamál í mannlegu
Hfi eða hvort móðir sem yfirgefur mann og
barn á rétt á að koma tveimur árum
seinna og krefjast umráðaréttar yfirþessu
barni sem á meðan hefur verið í umsjá
föður síns. Hún /ýsir einnig innri baráttu
móðurinnar áður en hún tekur slíka
ákvörðun og baráttu hins einstæða föður
við að annast barn sitt á sem bestan hátt
jafnframt vinnu sinni á tímum atvinnu-
/eysis.
Sagan hefur verið kvikmynduð með
Dustin Hoffman í hlutverki hins einstæða
föður og hefur hann verið tilnefndur til
óskarsverðlauna fyrir leik sinn. Klúbbur
er/endra blaðamanna í Hollywood kaus
þessa mynd líka bestu mynd ársins 1979.
Dustin Hoffman hlaut Golden Globe
verðlaunin sem besti leikari ársins fyrir
þetta hlutverk sitt. Meryl Streep, í
hlutverki móðurinnar, hlaut sömu verðlaun
sem besta leikkona í aukahlutverki.
Billy, barnið sem öll baráttan snýst um,
er leikinn af Justin Henry.
FYRSTI KAFLI
H ann hafði ekki búist við að sjá blóð.
Flann var alls ekki undir það búinn,
hvorki bækurnar eða kennari höfðu
minnst á blóð eða brúna bletti á lakinu.
Hann hafði gert sér grein fyrir kvölun-
um og var tilbúinn til að hjálpa henni til
að standast þær.
— Ég er hérna, elskan. Svona,
notaðu nú öndunaraðferðina, sagði
hann eins og til var ætlast, hinn góði
hermaður holdi klæddur.
— Einn, tveir, þrír, andaðu . . .
— Farðu í rassgat, sagði hún.
Hann langaði til að vera sá þátttak-
andi í eðlilegri fæðingu sem námskeiðið
hafði kennt honum að vera. Hin ómiss-
andi hjálparhella. En þegar þeir loks
hleyptu honum inn til hennar var
fæðingin byrjuð. Jóhanna tautaði eitt-
hvað út í bláinn: Helvítið þitt. í næsta
rúmi lá kona sem ákallaði bæði móður
sína og Guð á spænsku, en hvorugt virt-
ist tiltækt.
— Við skulum anda saman, sagði
hann fjörlega.
Honum var ofaukið. Jóhanna lokaði
augunum og gafst upp fyrir kvölunum.
Hjúkrunarkonan ýtti honum til hliðar
svo að hún gæti þurrkað upp blóðið og
saurinn.
Þegar Jóhanna hallaði höfði hans I
fyrsta skipti að maga sinum til að hlusta
á „Það” sagði hann að það væri krafta-
verk. Hann sagði þetta hugsunarlaust.
Þetta fyrsta lífsmark vakti I raun og veru
engan áhuga hjá honum. Það var hún
sem hafði stungið upp á að eignast barn
og hann hafði samþykkt það sem eðli-
lega þróun á hjónabandi þeirra. Hann
varð undrandi er hún var orðin vanfær
aðeins mánuði eftir að hún lét fjarlægja
lykkjuna. Þetta virtist ekki koma honum
mikið við — þetta var hennar hugmynd,
hennar barn, kraftaverkið hennar.
Hann vissi að hann átti að finna ein-
hver tengsl milli sin og efnabreyting-
anna sem nú fóru fram í henni. En það
sem honum fannst athyglisverðast við
þennan nýja líkama hennar var þó ekki
lífið sem hún bar heldur hvernig magi
hennar þrýstist að kynfærum hans við
samfarir. Hann fór að ímynda sér hvern-
ig það væri að eiga kynmök við sílspik-
aðar konur. Hann starði á þær á götum
úti og velti því fyrir sér hvort sá yndis-
þokki sem svo margar feitar konur sýna
stafaði af örvæntingarfullri sjálfsblekk-
ingu eða leyndri vitneskju um ólýsan-
lega nautnaþrungin hvílubrögð. Ted
Kramer, sem leyfði sér aldrei að doka
við sýningarglugga klámkvikmynda-
hússins í nágrenni við skrifstofuna sína,
skemmti sér við að íhuga hvort það væri
fjárhagslegur grundvöllur fyrir klám-
myndinni „Ted og akfeita konan”.
Á sjötta mánuði steyptist Jóhanna öll
út í flekkjum. Læknirinn hennar, dr.
Anthony Fisk, er tískublaðið Vogue
hafði lýst sem einhverjum besta og eftir-
sóknarverðasta kvensjúkdómalækni
hins vestræna heims, gaf henni eftirfar-
andi ráð: Njóttu sem mestrar hvíldar í
rúminu og settu korktappann á sinn
stað. Ted og Jóhanna rökræddu um ná-
kvæma, læknisfræðilega þýðingu þessar-
ar ráðleggingar. Ted sýndi af sér það
fljótræði að hringja til læknisins seint
um kvöld. Dr. Fisk gramdist þessi
ónauðsynlega truflun og hafði enga
löngun til að ræða við kartmann, síst af
öllu um merkingu orða. Hann sagði að
læknisfræðilega hefði hann meint: —
Látið hana hvílast sem mest og ekkert
hosserí framar. Ted stakk upp á að Jó-
hanna skipti um lækni en hún var
óhagganleg. Svo að þau skiptu rúminu í
tvo hluta og Jóhanna eyddi næstu þrem-
ur mánuðum að mestu leyti sín megin
eða þar til hún var fullgengin með.
Allan þann tíma sýndi Jóhanna engan
áhuga á annars konar kynmökum, jafn-
vel þó Ted vitnaði í bækling um fæðing-
ar sem lagði blessun sína yfir slík til-
brigði í samförum: „Mök á milli læra
gæti verið góð og heppileg lausn.”
Kvöld eitt, eftir að hún var farin að
sofa, reyndi Ted að fullnægja sjálfum sér
á salerninu á meðan hann einbeitti hug-
anum að feitri konu sem hann hafði séð í
neðanjarðarlestinni fyrr um daginn. En
áður en að fullnægingu kom breytti
hann myndinni i Jóhönnu sjálfa til að
hafa ekki á tilfinningunni að hann væri
að halda fram hjá henni. Þrátt fyrir allt
fylltist hann sektarkennd og eftir þetta
lét hann sér nægja að fá útrás fyrir þrá
sína sem virkur þátttakandi í öllum
X6 Vikan X6. tbl.