Vikan - 17.04.1980, Blaðsíða 18
Framhaldssaga
Meðal áhorfenda voru verðandi feður af
öllum hugsanlegum gerðum og konur
með maga af allri hugsanlegri stærð.
Honum fannst hann eiga svo margt
sameiginlegt með þessu fólki að hann
brosti við hverjum sem var. Svo var
myndin á enda og námskeiðinu lokið.
Ted Kramer var tilbúinn til þess að eign-
astbarn.
— Yrðir þú fyrir hræðilegum von-
brigðum ef mér skyldi mistakast?
— Hvaðáttuvið?
— Ég var að tala við konu sem varð
að svæfa og á eftir hafði hún sektartil-
finningu vegna þess að hún var ekki vak-
andi á meðan.
— Eins og þeir sögðu er ekki um nein
mistök að ræða í sambandi við fæðingar.
Hafðu engar áhyggjur, elskan. Þú gerir
bara þaðsem þú getur.
— Allt í lagi.
— Þú mátt bara ekki deyja, Jóhanna
— ég gæti ekki afborið að missa þig.
En þetta síðasta sagði hann ekki upp
hátt. Hann vildi hvorki hræða hana né
afhjúpa sinn eigin ótta.
Hann var á sínum stað við skrifborðið
sitt á skrifstofunni þegar kallið kom.
Hann var fullkomlega rólegur en þvi
miður stóð það ekki lengi. Hann hafði
ekki gert ráð fyrir hinum áköfu hriðar
verkjum Jóhönnu né hversu stutt var á
milli þeirra. Þegar hann kom heim lá
hún á gólfinu og engdist sundur og
saman.
— Guð niinn góður. . .
— Þétta er svo sárt, Ted ...
— Jesús....
Þegar hann sá þessar hræðilegu kvalir
hennar var eins og aflur lærdómurmn og
æfingarnar frá námskeiðinu rykju út í
veður og vind. Hann hélt utan um hana
meðan á hríðunum stóð. Svo tók hann
töskuna hennar, sem hafði beðið full-
pökkuð síðustu dagana, og hjálpaði
henni út í leigubílinn sem hann hafði
látið bíða. Þau voru á leið til sjúkrahúss
ins.
— Ég get ekki afborið þetta.
— Það verður allt í lagi með þig, elsk-
an. Andaðu bara rétt.
— Nei.
— Þú getur gert það. Andaðu rétt.
Hún reyndi við öndunaræfingarnar
sem áttu að koma í veg fyrir að kvalirnar
næðu til heilans.
— Þettaerbúiðnúna.
— Ástin mín, þú verður að reyna að
hafa stjórn á þeim næst þegar þær
koma.
— Kannski er bara best að svæfa
mig.
Á horni 79. götu og Park Avenue
lenti leigubíllinn í umferðaröngþveiti.
— Við megum ekki við þessu, hróp-
aði hann til leigubilstjórans.
— Hvaðgetéggert, herra minn?
Ted þaut út úrbílnum.
— Neyðartilfelli! Kona í barnsnauð!
Neyðartilfelli!
Hann þaut út i miðja umferðina.
stöðvaði bíla, benti öðrum að haldaáfram
hafði skyndilega breyst í örvita um
ferðarlögreglumann.
— Fjandinn hafi það, færðu þennan
vörubíl! Reynum að leysa úr þessum
hnúti!
Og þessi brjálæðislega hegðun hans
kom hinum harðsnúnu New York öku-
mönnum svo á óvart að þeir hlýddu
honum ósjálfrátt. Þetta var stórkostlegt
augnablik, hann var hetjan mikla sem
með frækinni framgöngu Bjargaði van-
færri eiginkonu sinni úr umferðaröng-
þveiti New York borgar. Bílstjórinn ók á
ofsahraða til sjúkrahússins og lá á flaut-
unni þegar hann fór yfir á rrauðu Ijósi
samkvæmt skipun Teds: — Farðu yfir,
ég skal borga sektina.
En hann fékk ekki tækifæri til frekari
hetjudáða. Þegar þau komu til sjúkra-
hússins var farið með Jóhönnu upp á
loft en hann var látinn biða á biðstof-
unni — hetja sem enginn mundi lengur
eftir. Nú höfðu þau tekið við stjórninni,
hún var i höndum þeirra sent nú rökuðu
af henni skapahárin.
— Þetta er óréttlátt, sagði hann við
stúlkuna í móttökunni. — Konan mín
þarfnast mín.
— Það verður kallað á þig.
— Hvenær?
— Þetta tekur kannski svona tuttugu
mínútur, herra Kramer.
— En þessar mínútur geta skipt sköp-
um.
— Já, við vitum það.
Með honum á biðstofunni var feitlag-
inn maður á fertugsaldri. Hann sat
þarna í stól, jafnrólegur og hann væri að
horfa á sjónvarpið.
— Er þetta i fyrsta skiptið? spurði
hannTed.
— Segir fólk þetta raunverulega,
svaraði Ted uppstökkur. — 1 fyrsta
skipti, meina ég.
— Nei, heyrðu mig nú, vinur. Ég var
bara að reyna að vera vingjarnlegur.
— Fyrirgefðu. Þetta .. . þetta er i
fyrsta sinn hjá mér.
Og Ted gat ekki varist þvi að brosa að
sjálfum sér.
— 1 þriðja skiptið hjá mér.
— Þessi bið. Einmitt þegar þér finnst
þú svo nátengdur henni taka þeir hana
frá þér.
— Því verður bráðum lokið.
— En ég á að vera hjá henni. Þetta á
að vera eðlileg fæðing.
— Jæja.
— En þú?
— Með fullri virðingu fyrir eðlilegri
fæðingu þá er þetta bara bölvað kjaft-
æði. Miklu betra að svæfa hana. Engar
kvalir og barnið fæðist hvort sem er eins
og til stóð.
— En þaðersvofrumstætt.
— Jæja?
— Langar þig ekki að vera hjá henni?
— Ég verð hjá henni. Eftir nokkra
daga, um miðjar nætur. Hvort ég verð
ekki hjá henni.
Þeir höfðu ekkert meira að segja hvor
við annan. Ted var eirðarlaus og hug-
leiddi réttmæti ákvörðunar sinnar.
Maðurinn sat grafkyrr og afslappaður,
sæll í sinni trú. Stúlkan i móttökunni
sagði Ted að hann mætti fara upp. Hann
lagði af stað til sængurkvennadeildar-
innar þar sem Jóhanna beið eftir hjálp
hans, samkvæmt kenrtingunni. Á
leiðinni fór hann yfir hin ýmsu atriði
ætlunarverks síqs. Taka timann milli
hríða, hjálpa henni við öndunaræfing-
arnar, leiða huga hennar frá kvölunum
með uppörvandi samræðum, strjúka
svitann af enni hennar, væta varir
hennar. Hann mundi hafa stjórn á þessu
öllu. Hann mundi ekki einu sinni hafa
tíma til að verða hræddur.
Þegar hann gekk inn í herbergið lá
Jóhanna í rúmi og engdist í hriðarverkj-
um. Og það var þá sem hún sagði: —
Farðu i rassgat, þegar hann reyndi að fá
hana til að anda létt. Kona í næsta rúmi
æpti á spænsku. Hjúkrunarkonan ýtti
honum til hliðar. Þetta gekk alls ekki
samkvæmt áætlun.
Loks birtist dr. Fisk, hávaxinn nteð
Ijósan makka. Það fyrsta sem hann sagði
viðTed var:
— Bíddu frammi.
Nokkrum mínútum síðar benti hjúkr-
unarkonan honum að koma aftur inn.
Dr. Fisk kinkaði til hans kolli og yfirgaf
svo herbergið.
— Þetta er alveg að koma, sagði
hjúkrunarkonan. — Við verðum að fá
hana til að rembast i næstu hríðum.
— Hvernig líður þér, elskan, sagði
hann við Jóhönnu.
— Mér hefur aldrei á minni lifs-
fæddri ævi liðið jafnhroðalega illa, sagði
hún.
Hún fékk nýjar hríðir, hann hvatti
hana til að rembast og eftir nokkrar
heiftarlegar hríðir og mikinn rembing sá
hann loks glitta á svartan blett. Fyrsta
merkið um barnið hans. Hann hafði
enga stjórn á þessu lengur, hann fylltist
lotningu.
— Herra Kramer?
Dr. Fisk birtistáný.
— Nú er komið að þvi að taka á móti
barninu okkar.
Ted kyssti Jóhönnu. Hún neyddi sig
'til að brosa og hann fór með dr. Fisk.
18 Vlkan 16. tbl.